Fréttablaðið - 21.06.2010, Qupperneq 20
21. JÚNÍ 2010 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Guesthouse 1x6 er heillandi
gistihús sem Daníel Sigmunds-
son og Linda Mjöll Stefáns-
dóttir hafa í sameiningu komið
á laggirnar í Keflavík, í litlu húsi
við Vesturbraut 3.
Daníel Sigmundsson er listsmiður
Gistihússins 1x6 sem opnaði ný-
verið í Keflavík en í því eru hús-
gögn og jafnvel loftljós skorin út
úr við. Linda Mjöll Stefánsdóttir
gaf einnig ímyndunaraflinu laus-
an tauminn við hönnun hússins en
hún er leikmyndahönnuður.
„Við sköpuðum gistihúsið úr
alls kyns efnivið sem við endur-
nýttum. Gömlum rafmagnskefl-
um, brotnum flísum, málningu
sem var lituð vitlaust hjá máln-
ingarfyrirtækjum og því sett
til hliðar – ég endurlitaði hana.
Daníel vann með við sem hefur
legið úti í 20 ár. Allt timbur sem
notað er, er ein tomma sinnum
sex að stærð, og einnig eru her-
bergi gistihússins sex. Þaðan er
nafn þess sem sagt komið,“ segir
Linda Mjöll.
Húsið við Vesturbraut er æv-
intýraheimur og fyrir utan hefur
Daníel hlaðið heitan pott úr sjáv-
argrjóti. „Hugsunin á bak við
þetta er ekki bara að bjóða upp
á gistingu heldur að búa til smá
íslenskt ævintýri, listaverk sem
hægt er að labba inn í og okkur
langar til að fólk eigi tíma þarna
sem vekur með þeim orku og
hugmyndir. Þetta er hugsað sem
sælulind og friður fyrir fólk en
við erum ekki með sjónvarp eða
útvarp en nettenging er aðgengi-
leg. Hollur morgunmatur er í
boði, heimabakað brauð og við
kveikjum smá eld eftir heitapott-
inn á kvöldin.“
Þessa dagana er verið að setja
upp sérherbergi fyrir börnin, þar
sem þau geta jafnvel klifrað á
veggjunum og Linda segir mikil-
vægt að skilja ekki börnin útund-
an í túrisma. „Fólk mun líka geta
keypt hluti eftir Daníel, tekið til
dæmis skúlptúr með sér heim.“
- jma
Heilsulind og gisting í
ævintýralegu umhverfi
Gistihúsið stendur nálægt sjónum, í friðsælu og heilandi umhverfi.
Erfitt er að sjá að mannshöndin hafi komið nálægt heita pottinum, sem hlaðinn er úr
grjóti af Daníel Sigmundssyni.
Herbergin eru sex talsins og nostrað við hvern hlut. Efniviðurinn er að megninu til
endurnýttur. MYND/ÚR EINKASAFNI
Á göngunum eru listrænir og flottir
skúlptúrar.
Sýning á hönnun Dóru Hansen
og Heiðu Elínu Jónsdótt-
ur stendur nú yfir í Aurum
í Bankastræti 4. Guðbjörg
Ingvarsdóttir, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Aurum, segir
þetta í takt við þá stefnu að
sýna verk eftir íslenska hönn-
uði í versluninni.
„Við verðum mánaðarlega
með nýja sýningu á hönnun eftir
Íslendinga og munum leggja
áherslu á að sýna eitthvað nýtt
úr þeirra smiðju. Rekaviðar-
borðið og Útsaumskollurinn
eftir Dóru og Heiðu er liður í
þeirri stefnu,“ útskýrir hún og
bætir við að með þessu móti
sé aukið enn frekar við flóru
Aurum. „Hingað til höfum við
verið þekkt fyrir fallega skart-
gripi, en við opnuðum síðan
nýja hönnunar- og gjafavöru-
verslun í mars á þessu ári.“
Sækir innblástur í
menningararfinn
Dóra Hansen og Heiða Elín Jónsdótt-
ir frá eitt A Innanhúsarkítektum eru
hönnuðir Útsaumskollsins. Hann er
gataður í miðjunni og má nota götin
til að sauma út í. Þannig ljær eigand-
inn honum persónulegan svip og
getur svo breytt til með því að rekja
mynstrið upp og gera nýtt. Kollinn
má einnig nota sem borð.
● RÓSAKLIPPINGAR Þær er
best að framkvæma síðla vors en yfir
sumarið er rétt að klippa sölnaða
blómstilka niður að næsta sterklega
brumi. Með klippingu er helst verið
að stýra blómgun og auka hana eins
og kostur er. Ef mikið er klippt af
rósinni koma fá og stór blóm en ef
styttra er klippt koma fleiri og minni
blóm og þau verða auk þess fyrr á
ferðinni. Tilgangur klippingar rósarunna er að halda ummáli hans í lág-
marki án þess að forma hann sérstaklega og mikilvægt er að stýra vexti
rósarunna frá gönguleiðum fólks þar sem rósir eru stingandi plöntur.
Heimild: www.gardabaer.is.
Borðið Ferðalag eftir Dóru, gert úr rekaviði
og með útskornu mynstri. Hönnunin sækir
innblástur til íslensks menningararfs því leik-
ið er með samspil fortíðar og nútíðar, þar sem
gömul handverkshefð mætir nútímatækni.
Í sumum herbergjanna er náttúran flutt inn
í hús með ljósmyndum eftir Þorstein Henn,
sem ná flennistórar yfir veggina.