Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2010, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.06.2010, Qupperneq 6
6 26. júní 2010 LAUGARDAGUR Pottar og pönnur í miklu úrvali Fjölbreytt úrval af pottum og pönnum fyrir allar gerðir eldavéla. Allt að 50 lítra pottar. Góð gæði og frábært verð. Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is 15% afsláttur til föstudags Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4* hóteli með ríkulegum morgunverði í fimm nætur og íslensk fararstjórn. Sumarferð til Berlínar Verð á mann í tvíbýli: 109.800 kr.Fararstjóri: Eirik Sördal Borgarferð 22. –27. júlí 2010 TRÚ Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið, í ljósi þess að Alþingi hefur nú breytt hjúskaparlögum og leyft hjónaband samkynhneigðra. Hann biðst fyrirgefningar vegna orða um hjónaband sam- kynhneigðra, sem hann lét falla árið 2006. Þá sagði hann að ef hjónaband- ið yrði ekki lengur skilgreint sem hjónaband karls og konu væri eitt- hvað nýtt orðið til og hið sígilda hjónaband „afnumið“. Hugtakinu væri þar með hent á sorphaug- ana. „Orð mín í hita leiksins hafa valdið sárum og ég biðst fyrirgefn- ingar á því,“ segir séra Karl Sigur- björnsson. Mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Þetta var tilvísun í að verið væri að gjörbreyta stofnun sem á sér mjög fornar rætur og skilgrein- ingu. Það var út af fyrir sig óheppi- lega orðað, eins og ýmsar athuga- semdir sem falla í hita leiksins,“ segir biskup. Of mikið hafi verið gert úr þessum orðum sínum. Spurður hvort hann hafi skipt um skoðun og telji ekki lengur að hjónabandið bíði hnekki við það að samkynhneigðir taki þátt í því, segir Karl að sitt sýnist hverjum um niðurstöðu Alþingis. „Ýmsir, þar á meðal ég, vildu halda í hefðina. Ég var oft í vafa um hvað væri rétt og rangt í þess- um efnum,“ segir hann. Á endanum hafi Karl „tekið afstöðu með hefð- inni“. Hann hafi talið það skyldu sína. „En íslenskt samfélag vildi það ekki, heldur vildi breyta þessari hefð og þessari skilgreiningu,“ segir biskup. Biður samkynhneigt fólk um fyrirgefningu Biskup Íslands biðst fyrirgefningar á orðum sínum um áhrif þess að leyfa hjónaband samkynhneigðra. Hann hafi ekki ætlað sér að særa samkynhneigða. Biskup hafi „tekið afstöðu með hefðinni“ en íslenskt samfélag vilji breytingar. SÉRA KARL SIGURBJÖRNSSON Biskup Íslands hvetur fólk til að horfa fram á veginn og taka höndum saman um stofnunina hjónabandið. Þjóðkirkjan hefur lokið við drög að nýju hjónavígsluformi og sent til presta Þjóðkirkjunnar vítt um landið. Það tekur mið af nýjum hjúskapar- lögum, sem leyfa hjónaband samkynhneigðra. Samkvæmt drögunum fer prestur með eftirfarandi orð í upphafi athafnar: „Undursamleg eru verk þín Drottinn Guð vor. Undursamlega skapaðir þú manninn í þinni mynd, þú skapaðir hann í Guðs mynd.“ Hér getur prestur valið hvort hann bætir við „Þú skapaðir hann karl og konu“. Í forminu er tekið tillit til allra kynja: „Frammi fyrir Guðs augliti komum við saman þegar þið NN og NN játist ævitryggðum og eruð gefin/ gefnar/ gefn- ir/ saman í hjónaband.“ Einnig: „Saman eigið þið að standa við hlið hvort annars / hvor annarrar / hvor annars / í tryggð og trúfesti“. Sígildir lestrar svo sem þar sem segir: „Hafið þér eigi lesið, að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu“, eru enn í boði, en velja má um aðra lestra líka, svo sem úr Rómverjabréfi þar sem Drottins börn eru hvött til að vera „ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika“. Hvernig er nýja hjónavígsluformið? Karl leggur áherslu á að hann hafi með orðum sínum ekki ætlað að særa samkynhneigða. Af og frá sé að hann hafi viljað standa gegn þeim í réttindabaráttu þeirra. „En nú er komin niðurstaða og skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um að styðja við hjónabandið og fjölskyldurnar í landinu. Þetta er elsta stofnun mannlegs samfélags og það skipt- ir miklu máli að fólk vill festa ráð sitt og standa við sínar dýrmæt- ustu skuldbindingar. Það er aðal- málið,“ segir biskup. klemens@frettabladid.is Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín DÓMSMÁL Karlmaður á fertugs- aldri hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir handrukkun. Fórnarlambið, sem var stórslasað eftir líkamsárás- ina, neitaði að bera vitni fyrir dómi af ótta við það sem gæti hent stæði hann við fyrri frásögn sína í málinu. Handrukkarinn var engu síður dæmdur á grunni skýrslu sem fórnarlambið hafði gefið hjá lögreglu, vætti tveggja lögreglu- manna sem komu á vettvang, svo og vettvangs- og læknisrannsókn og fleiri gagna. Það var fimmtudaginn 29. jan- úar á síðasta ári sem tilkynning barst til lögreglu um að ráðist hefði verið á mann í Mosfellsbæ. Þar reyndist vera tæplega þrítug- ur maður mikið meiddur á höfði. Hann kvað tvo menn hafa ruðst inn til sín. Hefði annar þeirra sparkað ítrekað í sig, lúbarið sig með hnúajárni og barsmíðarnar borist um allt hús. Fórnarlambið sagði manninn hafa komið til að innheimta fíkniefnaskuld, rúm- lega 100 þúsund krónur. Við læknisskoðun kom í ljós að sá sem ráðist var á var nefbrotinn, kinnbeinsbrotinn, fingurbrotinn og fékk sprungu í höfuðkúpu. Þá brotnuðu fjórar tennur í honum, auk þess sem sauma þurfti skurði í andliti hans. Í niðurstöðu dómsins kom fram að árásin á manninn hefði verið sérlega hrottaleg og ófyr- irleitin. Árásarmaður- inn hefði fengið kunningja til að veita sér falska fjar- vistarsönn- un sem síðan var dregin til baka og reynt með öðrum hætti að hafa áhrif á úrslit málsins. Farsími hans hefði verið stað- settur í Mosfellsbæ, þótt hann þættist hafa verið annars staðar á þeim tíma. Framburður hans hefði verið hverfull og ótrúverðugur. - jss Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þótt fórnarlamb þyrði ekki að bera vitni fyrir dómi: Handrukkari stórslasaði mann með hnúajárni HNÚAJÁRN Maðurinn not- aði hnúajárn við „innheimt- una“. ORKUMÁL Nýr stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur verður tímabundið í fullu starfi. Þetta var samþykkt á aðalfundi Orkuveit- unnar í gær. Kjör hans munu mið- ast við kjör sviðsstjóra hjá borg- inni án fríðinda. Jón Gnarr borgarstjóri lagði fram áherslur borgarinnar í rekstri OR á fundinum. Í fyrsta lagi verði auðlindir nýttar með þeim hætti að ekki sé gengið á framtíðarmöguleika til nýtingar þeirra. Í öðru lagi einkennist allar ákvarðanir um nýtingu auðlinda og nýtingin sjálf af ást og virðingu fyrir umhverfinu og í þriðja lagi að borgarbúar njóti öruggrar þjón- ustu frá traustum aðilum og geti gengið að upplýsingum um störf og stöðu orkufyrirtækja í eigu borg- arinnar. Þá sagði borgarstjórinn að vega- nesti til nýrrar stjórnar væri að hún einbeiti sér sérstaklega að fjármögnun fyrirtækisins, skil- greini væntanlega úttekt á rekstri þess með það markmið að skýra stöðu mála og draga fram áskor- anir og möguleika í stöðunni. Auk Haraldar Flosa Tryggva- sonar stjórnarformanns munu Helga Jónsdóttir, Aðalsteinn Leifs- son, Kjartan Magnússon, Sóley Tómasdóttir og Hrönn Ríkarðs- dóttir skipa stjórn Orkuveitunnar. Áheyrnarfulltrúi frá Borgarbyggð verður Björn Bjarki Þorsteinsson. - þeb Aðalfundur Orkuveitunnar samþykkti nýjan starfandi stjórnarformann: Tímabundið í fullu starfi BORGARSTJÓRI Jón Gnarr segir vega- nesti nýrrar stjórnar OR að einbeita sér að fjármögnun fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Er réttlætanlegt að hafa starfandi stjórnarformann í Orkuveitu Reykjavíkur? Já 25,2% Nei 74,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með fundum stjórn- málaflokkanna um helgina? Segðu þína skoðun á vísir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.