Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2010, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 26.06.2010, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 26. júní 2010 11 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun í fjölbýlishúsi í Hafn- arfirði í fyrradag. Þar fundust nokkrir tugir kannabisplantna. Húsráðandi, karlmaður á fer- tugsaldri, játaði sök. Þá stöðvaði lögreglan kanna- bisræktun í fjölbýlishúsi í Breið- holti síðdegis í fyrradag. Þar fundust kannabisplöntur og einn- ig hass. Húsráðandi, karlmaður á fertugsaldri, játaði að eiga plönt- urnar og hassið. Loks stöðvaði lögregla kannabisræktun í fjöl- býlishúsi í Grafarholti um miðjan dag í fyrradag. Við húsleit fund- ust á annan tug kannabisplantna á lokastigi ræktunar. Piltur um tvítugt, játaði ræktunina á sig. - jss Umsvif á einum degi: Lögregla stöðv- ar kannabisrækt LÖGGÆSLA Á árinu 2009 gerðist það í fyrsta sinn að lögregluliðin á landinu gátu ekki tekið við grunn- námsnemum í launaða starfsþjálf- un. Ákveðið var að stytta starfs- þjálfunartímann úr átta mánuðum í fjóra og skólinn greiddi dag- vinnulaun nemenda þann tíma. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýútkominni ársskýrslu Lögregluskóla ríkisins fyrir árið 2009. 29 nemendur voru á fyrstu önn grunnnáms skólans á árinu, 38 nemendur í starfsþjálfun og 15 nemendur voru brautskráðir frá grunnnámsdeild skólans. Í ársskýrslunni kemur fram að Lögregluskólinn hefur nú braut- skráð alla þá grunnnámsnemend- ur sem hófu lögreglunám árin 2008 og 2009. Arnar Guðmunds- son skólastjóri vonast til að inn- tökuferli fyrir almennt lögreglu- nám verði næsta haust og að nýnemar hefji nám við grunn- námsdeild skólans í byrjun janúar 2011 svo að eðlileg endurnýjun lögreglustéttarinnar geti átt sér stað. - jss Ný skýrsla Lögregluskólans: Starfsþjálfunar- tíminn styttur KANNABIS Verksmiðjur fundust í Hafn- arfirði, Breiðholti og Grafarholti. LÖGREGLUNEMAR Í kennslustund um umferðarstjórnun. ÞÝSKALAND Hagfræðingurinn Paul Krugman og auðkýfingur- inn George Soros, sem báðir eru Bandaríkjamenn, eru sammála um að aðhaldsstefna Þjóðverja í efna- hagsmálum sé evrunni og Evrópu- sambandinu hættuleg. „Stefna Þýskalands er hættuleg fyrir Evrópu,“ segir Soros í við- tali við þýska vikublaðið Die Zeit, og á þar við þá miklu áherslu sem þýska stjórnin hefur lagt á strang- ar sparnaðaraðgerðir í aðildarríkj- um Evrópusambandsins. Krugman tekur undir þetta í viðtali við sama blað: „Á venju- legum tímum hefur stöðug- leikasiðferði vissa kosti, en við lifum ekk- ert á venjuleg- um tímum,“ og segir að sem stendur verði ríki Evrópusambandsins að sætta sig við mikinn fjárlagahalla meðan verið er að yfirstíga verstu vand- ræði kreppunnar. „Seðlabanki Evrópu þyrfti að vera miklu sveigjanlegri og áræðn- ari. Þessi íhaldssama peningamála- stjórn er aðallega viðkvæmni Þjóð- verja að kenna.“ Báðir segja þeir Soros og Krug- man sparnaðaráherslurnar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. „Hrun evrunnar er ekki hægt að útiloka,“ segir Soros, sem hefur lengi verið stórtækur í vogunar- viðskiptum og meðal annars gert heilu ríkjunum slæmar skráveifur með athafnasemi sinni á fjármála- sviðinu. - gb Stíf áhersla Þjóðverja á strangar aðhaldsaðgerðir umdeild meðal hagfræðinga: Sögð hættuleg evrunni STJÓRNSÝSLA Stjórnvöld efna nú til hvatningarátaks til að efla inn- lenda atvinnustarfsemi, versl- un og þjónustu. Alþýðusamband Íslands og aðildarfélög þess, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands taka þátt í verkefninu. Fólk er hvatt til að nýta sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og skattívilnanir vegna fram- kvæmda. Þá veita fagmenn ráð- gjöf um handbragð við viðhalds- framkvæmdir. - kóp Átak stjórnar og atvinnulífs: Vilja efla inn- lenda atvinnu GEISPAR Á SÝNINGU Þetta mun vera hundur, sem geispar svo innilega á alþjóðlegri hundasýningu í Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAUL KRUGMAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.