Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 16

Fréttablaðið - 26.06.2010, Page 16
16 26. júní 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN S iv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til að þing- sköpum verði breytt þannig að ringulreiðin, sem ævin- lega tekur völd undir lok þingtímans, verði úr sögunni. Þingmaðurinn leggur til að forseti þingsins geti, að fengnum tillögum frá þingnefndum, gert tillögu fyrirfram um hversu lengi umræður um einstök mál skuli standa. Þannig geti þingið unnið samkvæmt skipulegri áætlun, forðazt að allt lendi í fári og skipulagsleysi dagana fyrir þinglok og síðast en ekki sízt útrýmt málþófinu, sem grafið hafi undan trausti Alþingis. Siv ræðir í greinargerð með frumvarpinu rökin fyrir frjáls- um ræðutíma, sem býður upp á málþóf. Þau séu að með málþófi megi skapa samningsstöðu í þinglok, þannig að allir flokkar fái eitthvað fyrir sinn snúð. Málþóf sé eðlilegur hluti af lýðræðinu, vegna þess að með því sé meiri- hlutinn neyddur til að taka tillit til minnihlutans. Siv segist telja nær að grípa til annarra ráða til að styrkja stöðu minnihlutans, til dæmis að afhenda honum for- mennsku í sumum þingnefndum og setja ákvæði í stjórnarskrá um að tiltekinn minnihluti á þingi geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Þetta er rétt hjá þingmanninum. Starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis lagði meðal annars til að aukin áherzla yrði lögð á svokölluð samstöðustjórnmál þar sem meirihlutinn tæki meira tillit til minnihlutans en hingað til hefur tíðkazt. Athyglisverðar tilraunir á því sviði hafa verið gerð- ar í Reykjavíkurborg, bæði í tíð fyrrverandi og núverandi borgar- stjórnarmeirihluta. Kannski eru þær fyrsti vísir að því sem koma skal á þingi. Það er alltént miklu líklegra til að treysta virðingu Alþingis og bæta umræðuhefðina að stjórn og stjórnarandstaða vinni saman, en að þingmenn standi upp á endann í ræðustóli heilu næturnar, lesi upp úr skýrslum og vitni í kveðskap. Siv bendir réttilega á að málþóf sé hvergi stundað í nágranna- löndum okkar. Það getur verið forvitnilegt að bera saman hvern- ig mismunandi þjóðþing fjalla um sama mál. Þegar EFTA-ríkin fjölluðu um EES-samninginn árið 1992, stóð umræðan á Alþingi hátt í fimm mánuði með hléum og málið var rætt í yfir hundrað klukkustundir. Samningurinn var ræddur í alls átta klukkustund- ir á austurríska þinginu og fjórtán og hálfan klukkutíma á því sænska. Umræður stóðu í tvo daga á norska þinginu og svissneska þingið afgreiddi samninginn á þremur vikum. Í finnska þinginu tók afgreiðsla málsins alls þrjá daga. Í greinargerð Sivjar segir að enginn stjórnmálaflokkur sé sak- laus af málþófinu á þingi. Það er raunar svo, að við stjórnarskipti er eins og minni þingmanna á eigin orð þurrkist út. Þingmenn sem áður gagnrýndu stjórnarandstöðuna harðlega fyrir málþóf grípa til þess sjálfir um leið og þeir komast í stjórnarandstöðu og skamma stjórnina fyrir nákvæmlega sömu vinnubrögð og þeir ástunduðu sjálfir í stjórn. Og öfugt. Hvernig væri nú að stjórnarandstaðan rifjaði upp hvernig var að vera í stjórn, stjórnarliðið græfi upp gamlar minningar frá stjórnarandstöðuárunum og svo kæmu allir sér saman um skyn- samlegri og skilvirkari vinnubrögð á Alþingi? Skynsamlegar tillögur um skipulag þingstarfa: Minnisþjálfun Við lok 7. áratugar síðustu aldar voru ýmsar efasemd-ir um að stjórnmálaflokk-arnir endurspegluðu rétti- lega hugmyndafræðilegan aðskilnað kjósenda. Á almennum borgara- fundi um þessa spurningu árið 1969 taldi Styrmir Gunnarsson engin rök standa til breytinga. Sú varð raunin. Svo líður tíminn. Í nýrri bók um hrun krónunnar og bankanna kemst Styrmir Gunn- arsson að þeirri niðurstöðu að flokk- ar tuttugustu aldarinnar séu allir í rúst. Jóhanna Sigurðardóttir túlkaði úrslit nýafstaðinna kosninga sem dóm um endalok þessa sama flokka- kerfis. Eru þetta réttir dómar? Má sjá vísbendingar um breytt pólit- ískt mynstur? Stjórnmála- flokkar eru og verða samþætt bandalag hug- sjóna og valda. Valdakerf- ið getur þró- ast á annan veg en hugmyndaheimur kjósenda. Þá koma upp vandamál. Sigur Besta flokksins í Reykjavík á dögunum var vísbending um rótgróna óánægju bæði með hugsjónir og valdakerfi. Í honum er hins vegar ekki fólgin ný framtíðarsýn. Spurning er hvort núverandi stjórnarsamstarf er vísbending um þróun flokkakerfisins í tvær megin fylkingar. Frá sjónarmiði valda- hagsmuna gæti það verið rökrétt. Ágreiningur stjórnarflokkanna er hins vegar meiri en svo að það geti talist málefnalega trúlegt. Hin hliðin á flokkakerfi af þessu tagi væri viðvarandi bandalag Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks. Vegna liðinna atburða er enn langt í að það verði traustvekjandi. Núver- andi skipting valda á Alþingi er því ekki líklegur vísir að nýju flokka- kerfi. Hún er fremur tímabundin samstaða í valdatafli en tákn nýs tíma. Flokkakerfi 20. aldar Vængir þriggja flokka og nokkrir einstaklingar úr Samfylkingunni eiga pólit-ískt samstarf í Heimssýn. Til þess var stofnað í þeim tilgangi að styrkja andstöðuna gegn aukinni Evrópusamvinnu. Ýmislegt bendir nú til að Heimssýnarvængir flokk- anna þriggja eigi samleið á fleiri sviðum. Í Framsóknarflokknum fer Heimssýnarvængurinn með for- ystuna. Í Sjálfstæðisflokknum hefur hann aukið áhrif sín til muna. Í VG er afl hans mest í órólega armi þing- flokksins. Sterk persónuleg tengsl hafa skapast milli helstu áhrifa- manna í þessum hópum. Athygli hefur einnig vakið að þeir hafa skot- ið skildi fyrir forseta Íslands í nýju pólitísku umkomuleysi hans. Til samstarfsins við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn var upphaflega stofnað af Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni. Þegar andstaðan við þetta samstarf er brotin til mer- gjar kemur í ljós að afl hennar er mest á Heimssýnarvængjum þess- ara þriggja flokka. Sjálfstæðisflokkurinn og Sam- fylkingin ákváðu á sínum tíma að leita pólitískra lausna á Icesave. For- ystu andstöðunnar er hins vegar að finna á Heimssýnarvængjum flokk- anna þriggja. Í nýlegum deilum um orkuvinnslu í höndum útlendinga vakti athygli að Heimssýnarvæng- ur Sjálfstæðisflokksins færði sig í átt til VG og greinilegar vísbending- ar eru um bættan samhljóm í orð- ræðu um landbúnaðarmál. Þessir vængir flokkanna deila vitaskuld enn um margt eins og sjávarútvegsmál og skattapólitík. Fram hjá hinu verður þó ekki litið að vængirnir hafa færst nær hver öðrum á fleiri sviðum en upphaflega stóð til. Vel má vera að þar sé vísir að nýju valdasamstarfi þó að enn vanti talsvert á að unnt sé að tala um sameiginlegt hugmyndakerfi. Þróist nýtt valdakerfi eftir þess- um línum er líklegast að málefna- legt mótvægi verði þá að finna í þeim hlutum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Samfylkingar sem standa næst miðju stjórnmálanna og vilja umfram annað varðveita grundvall- ar gildi um markaðsbúskap, velferð og vestræna samvinnu. Enn sjást þó ekki merki um hreyfingar í þá veru. Vængir Heimssýnar Stjórnkerfisbreytingar geta haft tvenns konar áhrif á flokkakerfið. Annars vegar eru hugmyndir um persónu- kjör í stað listakosninga. Hins vegar eru tillögur um afnám þingræðis og sjálfstæða kosningu framkvæmda- valdsins. Fyrri hugmyndin miðar að því að leysa upp eða veikja skipulagða stjórnmálaflokka. Í ýktasta formi þeirrar hugmyndar fengju sextíu og þrjú vinsælustu dægurmálin hverju sinni hvert sinn fulltrúa á þing. Til- gangurinn er augljóslega ekki sá að kjósendur velji á milli hópa eftir meginlínum ólíkra stjórnmálavið- horfa. Almennt er líklegt að slík skipan mála auki pólitíska lausung. Sumir telja hana fullkomnara lýð- ræði. Seinni hugmyndin myndi væntan- lega leiða til þess að við kosningar til framkvæmdavaldsins yrði valið á milli tveggja fylkinga, hvort heldur líkir flokkar rynnu saman eða hefðu með sér samstarf. Hugmyndafræði og heildarhagsmunir yrðu þá meira ráðandi. Því marki má að sönnu einnig ná með endurskipulagningu innan þingræðiskerfisins. Með vissu verður ekki sagt hvort dómar Styrmis og Jóhönnu um flokkakerfið eru fyrirboðar breyt- inga. En þær gætu visslulega verið í deiglunni. Áhrif stjórnkerfisbreytinga SMIÐJUVEGI 5 - 200 KÓPAVOGI - SÍMI: 510-1400 Vatnsvirkinn auglýsir Eigum mikið úrval af notuðum hillum og hillurekkum l sölu. Hentugt fyrir verslanir, minni vöruhús og bílskúra. Go verð – góðar vörur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.