Fréttablaðið - 26.06.2010, Side 28

Fréttablaðið - 26.06.2010, Side 28
28 26. júní 2010 LAUGARDAGUR Sjónarspil eldsumbrotanna Í næstu viku kemur út á vegum Sölku útgáfu ljósmyndabókin Eldur uppi eftir Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndara á Fréttablað- inu. Allt frá því að Vilhelm smellti af einni af fyrstu ljósmynd- unum sem tekin var af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi fór hann fjölda ferða upp á jökul, með öllum mögulegum farartækjum, til að komast að upptökum eldsumbrotanna. Þá fylgdist hann grannt með afleiðingum gossins á fólk og skepnur á Suðurlandi. Afrakstur- inn er stórkostleg heimild um ótrúlega tíma í lífi þjóðarinnar. Á RAUFARFELLI Hestamaðurinn Heiðar Jónsson reynir að lokka hestana á bænum Raufarfelli út úr húsi sínu, til að flytja þá af hættusvæðinu. GÍGURINN Í EYJAFJALLAJÖKLI Eldtungurnar teygja sig upp úr toppnum á Eyjafjallajökli og þykkur gosmökkurinn liðast upp úr gígnum, áður en hann svífur yfir sveitirnar til að hrella mannfólkið. SKAGFJÖRÐSSKÁLI Í ÞÓRSMÖRK Eldrauður bjarminn frá eldstöðvunum á Fimmvörðuhálsi að baki Réttarfells. Fjær á myndinni sést Útigönguhöfði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.