Fréttablaðið - 26.06.2010, Side 40

Fréttablaðið - 26.06.2010, Side 40
 26. júní 2010 LAUGARDAGUR4 „Ef fólk vill fá sér alambre eins og ég elda það, þá geta þeir allt- af komið niður á Santa Maria á Laugavegi. Þar munum við líka sýna alla leikina á risaskjá og það verður sérstakt tilboð á köldu öli og nachos,“ segir Ernesto. Lið Mexíkó spilaði í mjög erf- iðum riðli með Frökkum, Úrúg- væjum og gestgjöfunum í Suður- Afríku, komst áfram og mætir Argentínu í 16 liða úrslitum. „Mikilvægustu leikmennirn- ir eru Giovani dos Santos, hinn ungi miðjumaður Galatasaray í Tyrklandi, hinn litríki mark- vörður Guillermo Ochoa og svo er það hinn 37 ára gamli Guill ermo Blanco, sem hefur verið lýst sem ófyrirleitnasta knattspyrnumanni í Mexíkó. Blanco er óþreytandi við að minna varnarmenn á það hversu mikið er við mæður þeirra, eiginkonur og dætur að athuga og hinir rólegustu varn- armenn missa stjórn á skapi sínu í návist hans. Til þess er auðvitað leikurinn gerður. - es Alambre með leikjunum Ernesto Ortiz Alvarez, veitingamaður á Santa Maria við Laugaveg, mælir með því að fólk útbúi alambre til þess að borða á meðan það horfir á leikina. Hægt er að fylgjast með öllum leikjum HM á risaskjá á Santa Maria. Garðyrkju- og blómasýningin Blóm í bæ er haldin í Hveragerði nú um helgina, annað árið í röð. Blóm í bæ er vegleg sýning þar sem boðið verður upp á fjölda við- burða á sviði garðyrkju, umhverf- ismála, íslenskrar framleiðslu og handverks. Sýningin er haldin í Hveragerði nú um helgina, annað árið í röð, en síðasta sumar sóttu um 40.000 gestir hátíðina heim í frábæru veðri. Sýningin er mjög fjölskyldumið- uð en börn eru þema hennar í ár og verður lögð áhersla á að gera þeim sérstaklega hátt undir höfði. Lífleg markaðsstemning í sölutjöldum verður allsráðandi með skemmti- legum uppákomum og góð aðstaða er til gistingar á tjaldsvæði. - eö Blóm og börn Búast má við að sýningin verði mjög litrík þar sem alls konar blóm og skreytingar verða til sýnis. Alambre: Hitaðu ólívuolíu á stórri pönnu. Sneiddu hálfan lauk, eina papriku og nokkra sveppi og brúnaðu á pönn- unni ásamt kjúklinga- strimlum. Stráðu síðan vel feitum osti yfir og láttu hann bráðna. Sósan: Settu fjóra tómata, hálf- an lauk, þrjár teskeiðar af niðurskornu chili og þrjá geira af hvítlauk í matvinnsluvél og hakkaðu vel saman. Hitaðu það síðan í potti þangað til það sýður. Salat: Niðurskornir tómatar, jöklasalat og guac a- mole. Það má nota hvort heldur sem er tortillas- pönnukökur eða taco- skeljar og hver og einn útbýr sér sinn rétt. Með þessu passar sérstaklega vel að fá sér Corona-bjór með lime- sneið ofan í. ALAMBRE fyrir einn Skagfirðingar bjóða til lummu- veislu um helgina. Lummudagar verða haldnir í Skagafirði í annað sinn nú um helgina en skipulögð dagskrá er á Sauðárkróki, Hólum og Varma- hlíð. Á dagskránni er meðal ann- ars söngur, grín, glens, gaman, götumarkaðir og að sjálfsögðu lummur. Lummukeppni verður haldin klukkan 13.00 í dag á Sauðárkróki þar sem lummur verða bakaðar hjá bakaríinu eftir uppskriftum úr uppskriftakeppni Lummudaga og Feykis. Verðlaun eru veitt fyrir bestu uppskriftina. - eö Lummudagar Lummur verða í aðalhlutverki í Skaga- firði um helgina. SKÓGARDAGURINN MIKLI verður haldinn í Mörk- inni í Hallormsstaðaskógi í dag. Á dagskránni er meðal ann- ars skógarhlaup og Íslandsmeistarakeppni í skógarhöggi. Opið frá kl. 11–18 í Smáralind Afslá ur af völdum vörum Kjóll 6990 kr. nú 4990 kr. Flottir sumarskór úr leðri, mjúkir og þægilegir. Teg: 4869 Stærðir: 36 - 40 Verð: 13.885.- Teg: 4783 Stærðir: 36 - 40 Verð: 14.785.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18 Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.