Fréttablaðið - 26.06.2010, Síða 86

Fréttablaðið - 26.06.2010, Síða 86
46 26. júní 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Hásteinsvöllur, áhorf.: 1.292 ÍBV Selfoss TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–7 (12–4) Varin skot Albert 2 – Jóhann Ólafur 6 Horn 8–5 Aukaspyrnur fengnar 9–7 Rangstöður 2–5 SELFOSS 4–4–2 Jóhann Ólafur Sig. 5 Sigurður Eyberg G. 5 Stefán Ragnar Guðl. 6 Einar Ottó Antonsson 6 Agnar Bragi Magn. 6 Ingi Rafn Ingibergss. 6 (58. Jón Guðbr. 6) Andri Freyr Björnss. 5 Ingólfur Þórarinsson 6 (58. Davíð Birgisson 6) Jón Daði Böðgvarss. 7 Arilíus Marteinsson 6 Sævar Þór Gíslason 6 *Maður leiksins ÍBV 4–5–1 Albert Sævarsson 7 James Hurst 7 Eiður Aron Sigurbj. 7 Rasmus Christiansen 7 Matt Garner 6 Tony Mawejje 7 (73. Arnór Eyvar Ó. -) Finnur Ólafsson 7 Andri Ólafsson 8 *Tryggvi Guðm. 8 (79. Gauti Þorvarðar. -) Þórarinn Ingi Valdim. 7 Denis Sytnik 6 (49. Eyþór Helgi B. 6) 1-0 Tryggvi Guðmundsson (1.) 2-0 Tony Mawejje (63.) 3-0 Tryggvi Guðmundsson (76.) 3-0 Þóroddur Hjaltalín (6) Handknattleiksdeild Gróttu ætlar sér stóra hluti á komandi árum. Liðið hefur ráðið Geir Sveinsson sem þjálfara og honum til aðstoðar verður hinn þrautreyndi Kristján Halldórsson. Að sögn Kristjáns ætla þeir að byggja upp sterkt lið til framtíðar. „Við Geir kynntumst í akademíunni á sínum tíma og mér finnst hann vera spennandi þjálfari. Það verður gaman að vinna með honum. Hann er síðan varaborgarfulltrúi og þegar hann þarf að sinna sínum skyldum þar stekk ég inn í staðinn,“ sagði Kristján en hann er einn af stofnendum Gróttu og vann hjá félaginu í 16 ár á sínum tíma. Má því segja að hann sé kominn heim. „Mér þykir vænt um þetta félag. Ég fékk meira að segja að hafa puttana í litavali á búningum á sínum tíma. Ljósblái liturinn í búningnum er tilkominn út af því að ég held með Man. City. Var líklega eini Íslendingurinn sem hélt með því liði á sínum tíma.“ Kristján hefur tekið að sér ýmis störf á síðustu árum. Hann hefur unnið mikið á bak við tjöldin og kann vel við sig þar. „Það er ekki hægt að vera þjálfari á Íslandi. Maður verður dauður eftir smá tíma. Það fylgja því alls konar leiðinlegir kvillar sem eru ekki fyrir mig. Ég kann betur við mig á bak við tjöldin. Það geta einhverjir aðrir verið í fjölmiðlunum,“ sagði Kristján sem hefur meðal annars starfað sem eftirlitsmaður á leikj- um hjá HSÍ og hann segir víða pott vera brotinn. „Útlendingar sem koma hingað að horfa á leiki eiga ekki til orð yfir agaleysinu. Þeir hafa aldrei séð annað eins. Hvernig leikmenn og þjálfarar koma fram við dómara á Íslandi er einstakt,“ sagði Kristján sem er einmitt að þjálfa dómara þessa dagana og vill koma frekar þar að málum. „Það þarf að bæta ímynd dóm- ara og koma þeim í betra form meðal annars.“ KRISTJÁN HALLDÓRSSON: MUN AÐSTOÐA GEIR SVEINSSON MEÐ GRÓTTU OG KANN VEL VIÐ SIG Á BAK VIÐ TJÖLDIN Það er ekki hægt að vera þjálfari á Íslandi FÓTBOLTI Norðmaðurinn Lars Ivar Moldsked, markvörður KR, átti magnaðan leik á milli stanganna er KR lagði ÍBV, 1-0, í 8. umferð Pepsi-deildar karla. Tímabilið hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir hinn norska mark- vörð KR, Lars Ivar Moldsked. Hann hefur gert sig sekan um nokkur slæm mistök, ekki alltaf virkað öruggur og uppskorið mikla gagnrýni. Hann fékk þó uppreisn æru í leiknum gegn ÍBV. „Það er alltaf ánægjulegt að fá viðurkenningar. Þá er maður að gera eitthvað rétt,“ segir Lars Ivar léttur í bragði þegar blaðamaður tjáir honum að hann hefði verið valinn leikmaður umferðarinnar. Hann er ekki sammála því að byrj- un hans hafi verið eins döpur og margir eru á. „Það er þitt mat að byrjun mín hafi verið erfið. Það hafa verið dæmd þrjú víti á mig og því mætti spyrja hvort eitthvað sé að þar? Ég hef spilað fótbolta í 25 ár og feng- ið dæmd á mig svona tvö víti. Svo kem ég til Íslands og fæ dæmd á mig þrjú víti í sjö leikjum. Það finnst mér einkennilegt,“ segir Lars Ivar en hann vill ekki meina að öll vítin hafi verið réttmæt. „Vítið sem var dæmt á mig gegn FH var réttur dómur. Vítið sem var dæmt gegn Selfossi var ekki rétt og ég fékk rautt þess utan. Það var mjög leiðinlegt að gefa þetta víti gegn FH því ég var að spila vel. Það var klaufalegt hjá mér. Ég hélt að leikmaðurinn ætlaði að skjóta á markið og lagðist því niður. Hann gerði það ekki og þá var ég búinn að klippa hann niður. Það var alls ekki nógu gott.“ Lars Ivar hefur fengið harka- lega gagnrýni í fjölmiðlum og ef menn lesa spjallsíðu stuðnings- manna KR sést fljótt að markvörð- urinn er ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnunum. Flestir vilja senda hann heim. Það truflar ekki Norðmanninn. „Í heildina finnst mér frammi- staða mín í sumar hafa verið fín. Það er samt alltaf hægt að gera betur og ég stefni á að standa mig áfram vel. Mér er alveg sama hvað er sagt um mig. Þeir sem eru að gagnrýna mig vita nákvæmlega ekki neitt um markvörslu og þess vegna er mér alveg sama. Fólk má tala eins mikið og það vill. Gengi liðsins er ekki bara mér að kenna heldur öllu liðinu,“ segir Lars Ivar en hann er ekki af baki dottinn og afar bjartsýnn á að hann muni standa sig vel áfram. „Sjálfstraustið hjá mér er mjög gott og hefur alltaf verið mjög gott. Engin umfjöllun mun drepa mig. Sá eini sem getur drepið mitt sjálfstraust er ég sjálfur. Ég tel að ég muni bæta mig með hverj- um leik.“ Lars býr á Íslandi ásamt konu sinni og þriggja mánaða barni. Hann segir að fjölskyldan sé mjög ánægð með dvölina. „Okkur líkar virkilega vel. Okkur hjónum hefur liðið vel og ekki yfir neinu að kvarta. Við höfum virkilega notið okkar. Þetta er fallegt land og gott fólk sem býr hér. Ég sé ekki eftir því að hafa komið til KR sem er gott félag,“ segir Lars Ivar Moldsked. henry@frettabladid.is Mér er alveg sama um gagnrýni Lars Ivar Moldsked er leikmaður 8. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Moldsked er einn um- deildasti leikmaður deildarinnar og hefur mátt þola mikla gagnrýni. Sjálfur er hann ánægður með sinn leik. ALLUR AÐ KOMA TIL Norðmaðurinn Lars Ivar Moldsked vex með hverjum leik hjá KR og var mjög góður í leiknum gegn ÍBV. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lið 8. umferðar (4-4-2): Markvörður: Lars Ivar Moldsked, KR Varnarmenn: James Hurst, ÍBV Kristján Hauksson, Fram Grétar S. Sigurðarson, KR Jósef Kristinn Jósefsson, Grindavík Miðvallarleikmenn: Matthías Vilhjálmsson, FH Ian Jeffs, Val Baldur Sigurðsson, KR Ólafur Páll Snorrason, FH Framherjar: Arnar Gunnlaugsson, Haukum Gilles Mbang Ondo, Grindavík FÓTBOLTI Dregið var í fjórðungs- úrslit VISA-bikarkeppni karla í gær. Stórleikur umferðarinnar verður Reykjavíkurslagur Fram og Vals sem hafa bæði verið við topp Pepsi-deildar karla síðustu vikurnar. Þá verður annar Reykjavík- urslagur þegar KR-ingar taka á móti 1. deildarliði Þróttar. Vík- ingur frá Ólafsvík, sem leikur í 2. deildini, fékk heimaleik gegn Stjörnunni. FH fékk sinn fyrsta heimaleik í bikarkeppninni í fjögur ár en Hafnfirðingar munu fá 1. deildar- lið KA frá Akureyri í heimsókn. Leikirnir fara fram dagana 11. og 12. júlí næstkomandi. - esá VISA-bikarkeppni karla: FH fékk loksins heimaleik FRAM MÆTIR VAL Ívar Björnsson fagnar marki í leik með Fram í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Eyjamenn tylltu sér á topp Pepsi-deildar karla, um stund- arsakir að minnsta kosti, með 3- 0 sigri á nýliðum Selfoss í fyrstu viðureign 9. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Tryggvi Guð- mundsson skoraði fyrsta og síðasta mark ÍBV í gær en Tony Mawejje þess á milli. „Ég er alveg gríðarlega sáttur,“ sagði Tryggvi eftir leikinn. „Við ætluðum að pressa þá strax frá fyrstu mínútu og það má segja að það hafi gengið upp. Við skoruðum eftir tæpa mín- útu og vorum þess fyrir utan að spila mjög vel. Manni var létt þegar að Tony skor- aði annað markið okkar.“ Tryggvi skoraði fyrra markið sitt eftir aðeins 40 sekúndna leik. ÍBV sótti upp vinstri kantinn og átti Þórarinn Ingi Valdimarsson tvö skot að marki sem Jóhann Ólaf- ur Sigurðsson varði vel. Bolt- inn barst svo á Tryggva sem kláraði færið vel. Síðara markið kom einnig eftir að ÍBV gerði harða atlögu að marki Selfyssinga. Í þetta sinn var það Mawejje sem fylgdi eftir skalla Rasmus Christiansen í stöng og náði að skora af stuttu færi. Þriðja og síðasta markið skoraði Tryggvi eftir að hafa komist einn gegn Jóhanni Ólafi. „Það sló okkur út af laginu að fá á okkur mark strax eftir 40 sekúnd- ur,“ sagði Guðmundur Benedikts- son, þjálfari Selfoss. „Við vorum þess fyrir utan heppnir að fá ekki fleiri mörk á okkur í fyrri hálfleik. Við mættum grimm- ari til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn sýndu einfaldlega í dag hversu hættulegir þeir eru.“ Leikurinn í gær var kveðjuleikur Bretans James Hurst sem snýr nú aftur ti l æfinga með Portsmouth á Englandi. - vsh ÍBV vann 3-0 sigur á Selfyssingum í fyrsta leik 9. umferðar Pepsi-deildarinnar: Tvenna Tryggva kom ÍBV á toppinn Pepsi-deild karla ÍBV - Selfoss 3-0 STAÐAN ÍBV 9 5 2 2 14-8 17 Fram 8 4 3 1 15-10 15 Valur 8 4 3 1 15-11 15 Keflavík 8 4 3 1 8-8 15 Breiðablik 8 4 2 2 17-11 14 FH 8 4 2 2 14-12 14 Stjarnan 8 2 4 2 17-12 10 KR 8 2 3 3 12-13 9 Fylkir 8 2 2 4 15-18 8 Selfoss 9 2 1 6 11-17 7 Grindavík 8 2 0 6 9-17 6 Haukar 8 0 3 5 9-19 3 ÚRSLIT > Eiður með tilboð frá Bandaríkjunum Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leið í banda- rísku MLS-deildina og spilað þar með Kansas City Wizards. Robb Heineman, einn eigenda félagsins, staðfesti að félagið hefði gert Eiði Smára formlegt tilboð á spjallvefnum Big Soccer í gær. Þó er talið afar líklegt að Eiður Smári gangi formlega í raðir Tottenham í sumar en hann var þar í láni frá franska liðinu AS Monaco á síðari hluta nýliðins tímabils í ensku úrvalsdeildinni. FÓTBOLTI Í gær fóru fram fyrstu tveir leikirnir í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppni kvenna. ÍBV vann 6-0 sigur á ÍA og Þór/KA hafði betur gegn Fjarðabyggð/ Leikni, 9-0. Fjórir leikir fara fram í dag, þeirra á meðal stórslag- ur umferðarinnar. Þar tekur Breiðablik á móti Íslands- og bik- armeisturum Vals en þessi lið mættust einmitt í úrslitum bik- arkeppninnar í fyrra. Leikirnir í dag hefjast allir klukkan 14.00. 16 liða úrslitunum lýkur svo með tveimur leikjum á morgun klukkan 19.00 en dregið verð- ur í fjórðungsúrslit í hádeginu á mánudag. - esá VISA-bikarkeppni kvenna: Stórslagur Vals og Blika í dag FÖGNUÐUR Valur vann bikarinn í fyrra eftir sigur á Breiðabliki í úrslitaleik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SKORAÐI TVÖ Tryggvi Guð- mundsson var öflugur með ÍBV í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.