Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.06.2010, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 26.06.2010, Qupperneq 94
54 26. júní 2010 LAUGARDAGUR „Það var kannski kalt á Íslandi, en ferðalagið var vel þess virði. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ísland er stórkostlegt land og ég sá eitthvað öðruvísi en ég á að venjast á hverjum degi.“ Svona hefst bloggfærsla Ali Fed- otowsky, piparmeyjunnar í banda- rísku Bachelorette-þáttunum, um ferðina til Íslands. Eins og Frétta- blaðið hefur greint frá var einn þáttur tekinn upp á Íslandi um það leyti sem hræringar voru í gangi í eldfjöllum Suðurlands. Þáttur- inn fékk góðar viðtökur og verður vafalaust góð landkynning, enda virðist Ali hafa prófað ýmislegt sem Ísland hefur upp á að bjóða ásamt vonbiðlum sínum. „Mér fannst töff að upplifa menninguna á Íslandi,“ heldur hún áfram. „Ég fékk að sjá menn spila á íslenskan sílófón og svo var ein- stakt að heyra rímurnar. Sérstak- lega á stefnumóti.“ Ali hafði alltaf dreymt um að fara á hestbak og fékk ósk sína upp- fyllta í ferðinni. Þá lentu hún og einn af vonbiðl- unum í hrakning- um í hestaferðinni. „Leiðsögumaðurinn sem var með okkur var virkilega hræddur í smástund vegna þess að við riðum hestunum upp á helli,“ segir hún. „Hestarn- ir voru svo þungir að þeir hefðu getað fallið í gegn hve- nær sem er. Til allrar hamingju gerðist það ekki.“ Ali fékk að sjálfsögðu að kynnast veðráttunni á Íslandi, en hún segist ekki vera vön kuldanum sem hún upplifði og var ánægð með að komast í heitt vatn. „Ég var svo ánægð með að enda daginn í Bláa lón- inu. Og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvort ég var í bikiníinu undir snjógallanum, þá verð ég að hryggja ykkur með því að svo var ekki. Ég hefði frosið í hel!“ - afb „Þetta er svakalega stórt fyrir okkur að selja íslenska þáttagerð til Norðurlandanna,“ segir Magnús Viðar Sigurðsson hjá Saga Film. Saga Film hefur selt íslenska sjón- varpsþáttinn Pressa, eftir Sigurjón Kjartanson og Óskar Jónassyni, til norska ríkissjónvarpsins, NRK 1. Norskir áhorfendur munu bera glæpaseríuna augum 1. júlí þegar fyrsti þátturinn verður sýndur. Einnig hefur framleiðslufyrirtæk- ið selt sænsku ríkisstöðinni SVT1 þættina Svarta Engla en þeir birt- ast á sænskum sjónvarpsskjáum á næstunni. Magnús Viðar er að vonum ánægð- ur með viðskiptin og viðurkennir að þetta sé alltaf markmiðið þegar farið er í framleiðslu á íslensku efni. „Allt snýst þetta um áhorf og ef við fáum góðar áhorfstölur þá erum við betur stödd þegar við sækjum um erlenda styrki,“ segir Magnús, en sala á efni til Skandinavíu skipt- ir höfuðmáli til að fá styrki. „Við erum að komast með annan fótinn inn í þessa stóru sjóði og getum vel farið að etja kappi við stóru kallana frá hinum löndunum. Það er gríðar- lega mikill áhugi að utan á íslensku samfélagi og við erum náttúrlega að endurspegla íslenskan raunveru- leika í þessum þáttum.“ Magnús segir best að komast að hjá stóru þjóðunum eins og Þýska- 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. ónæði, 6. í röð, 8. keyra, 9. kvk nafn, 11. ógrynni, 12. samtímis, 14. kryddblanda, 16. klafi, 17. eldsneyti, 18. við, 20. bókstafur, 21. masa. LÓÐRÉTT 1. stöngulendi, 3. samtök, 4. tegund af brauði, 5. kóf, 7. skip, 10. skel, 13. rölt, 15. skál, 16. mælieining, 19. fisk. LAUSN milljónir Banda- ríkjamanna horfðu á frum- sýningu íslenska Bachelor- ette-þáttarins. HEIMILD: THE NIELSEN COMPANY 7,9 Við erum að komast með annan fótinn inn í þess stóru sjóði og getum vel farið að etja kappi við stóru kallana frá hinum löndunum. MAGNÚS VIÐAR SIGURÐSSON SAGA FILM Athena Ragna Júlíusdóttir Aldur: 20 ára. Starf: Vinn í verslun Tals í Kringlunni Fjölskylda: Mamma og pabbi bara, er einkabarn. Foreldrar: Evelyn Rebecca Sullivan og Júlíus Sólberg Sigurðsson. Búseta: 101 Reykjavík. Stjörnumerki: Fiskur. Athena Ragna flýgur út til Kanada 24. júlí þar sem hún kemur til með að leika í myndinni Keyhole með leikurum á borð við Isabellu Rossellini og Jason Patric. MAGNÚS VIÐAR SIGURÐSSON: ÞETTA ER SVAKALEGA STÓRT FYRIR OKKUR Norðurlöndin sópa að sér íslenskum sjónvarpsþáttum ÁHUGI Á LEIKNU ÍSLENSKU SJÓN- VARPSEFNI Sara Dögg Ásgeirsson leikur aðalhlutverkið í sjónvarpþáttun- um Pressu sem norska ríkssjón- varpið er að hefja sýningar á. Björn Hlynur leikur í Hamrin- um sem hefur verið seldur til Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Magnús Viðar hjá Saga Film segir viðskiptin auka möguleika íslenskra framleiðenda á að fá erlenda styrki. landi því þar er bæði áhorfið og pen- ingarnir meiri. Unnið er að sölu á fleiri þáttum til útlanda sem Magn- ús segir ótímabært að segja frá að svo stöddu. Það má ef til vill áætla mikil umfjöllun um Ísland í erlendum fjöl- miðlum nýverið, vegna hrunsins og elgossins í Eyjafjallajökli, spili inn í áhuga manna á sjónvarpsefni frá og um Ísland. Norðurlandabúar fá að sjá mikið af íslensku efni á næst- unni. Skemmst er að minnast þess að finnska ríkissjónvarpið keypti sýningarréttinn á Nætur-, Dag- og Fangavaktinni í lok síðasta árs. Snorri Þórisson hjá framleiðslu- fyrirtækinu Pegasus tekur undir að áhuginn sé mikill að utan. „Við erum búnir að selja íslensku þætt- ina Hamarinn til ríkistöðvanna í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi,“ segir Snorri en sýningar hefjast líklega með haustinu. alfrun@frettabladid.is „Ég byrjaði að vinna hér 1. júní og líkar mjög vel,“ segir Halldór Ómar Sigurðsson um nýju vinnuna sína í Háskólabíói. Halldór hefur sett mikinn svip á bíómenningu Íslendinga í starfi sínu sem framkvæmdastjóri mót- tökusviðs í Regnboganum sáluga í þrjátíu ár. Halldór segist ekki sakna Regnbogans mikið og nóg sé að gera hjá honum í nýja starf- inu. „Háskólabíó er svo stórt og mikið að gera. Það er miklu betra og frjálsara en í Regnboganum,“ segir Halldór, sem hefur fengið nýjan búning merktan Háskóla- bíói og er ánægður með það. Halldór sér um að taka á móti vörum og plakötum ásamt almennri vinnu í móttökunni. „Það er mikið að gera hér vestur frá, því það er svo stórt og nóg af gestum til að sinna. Það er líka svo góður andi hér og fólkið tók vel á móti mér,“ segir Halldór og bætir við að hann vilji starfa í Háskólabíói um ókomna tíð. Halldór er mikill aðdáandi leik- arans Toms Cruise og er með það á hreinu hvenær næsta mynd með leikaranum kemur í bíó. „7. júlí kemur Tom Cruise til mín í heim- sókn. Þá fer ég í bíó,“ segir Halldór kátur að lokum. - áp Nóg að gera hjá Halldóri í Háskólabíói SÁTTUR Halldór Ómar er byrjaður að vinna í Háskólabíói eftir þrjátíu ára starf sem móttökustjóri í Regnboganum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Piparmeyjan elskar Ísland STEFNUMÓT Á ÍSLANDI Ali piparjómfrú var gríðar- lega ánægð með dvöl sína á Íslandi. Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 30% afsl. Vikutilboð fullt verð 2.490,- tilboð 1.745,- fullt verð 2.490,- tilboð 1.745,- LÁRÉTT: 2. rask, 6. rs, 8. aka, 9. una, 11. of, 12. meðan, 14. karrí, 16. ok, 17. kol, 18. hjá, 20. ká, 21. mala. LÓÐRÉTT: 1. brum, 3. aa, 4. skonrok, 5. kaf, 7. snekkja, 10. aða, 13. ark, 15. ílát, 16. ohm, 19. ál. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 10 1 Kökudropum og bikiníi 2 Freddy Krüger 3 Marcello Lippi Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá er fyrirsætan Athena Ragna Júlísudóttir á leiðinni til Kanada að leika í kvikmyndinni Keyhole. Þetta er fyrsta hlutverkið hennar, en leikstjórinn Guy Maddin fann hana á Face- book. Guy þessi er Vestur-Íslendingur og virðist afar meðvitaður um uppruna sinn. Hann leikstýrði mynd- inni Tales From the Gimli Hospital sem kom út árið 1988 og segir frá Einari, Gunnari og Snjófríði. Myndin var sýnd í Regnboganum á sínum tíma og hneykslaði marga, enda fór svartur húmor leikstjórans afar frjálslega með hugmyndir um siði og menningu Íslendinga. Jónsi úr Sigur Rós er í pásu frá tónleikaferða- lögum þessa dagana, en um miðjan júlí heldur heims tónleikaferðalag hans áfram. Hann opnaði nýlega versl- un á heimasíðu sinni Jonsi.com, en þar má fá ýmsan varning merkt- an söngvaranum. Á meðal þess sem fæst er sérstakt hráfæðissúkkulaði og uppskriftin er að sjálfsögðu hans eigin. Jónsi ku vera sólginn í slíkt súkkulaði, en það inniheldur ekki það hráefni sem gerir hefðbundin súkkulaði að sakbitinni sælu flestra. Skiptar skoðanir eru um tilkynningu frá jafnréttisstofu, þar sem val á karlspekingum í HM-þáttum var gagnrýnt. Tilkynningin hefur haft víðtæk áhrif þó ekki bóli á fleiri konum í sjónvarpssal. Fjölmiðlakon- an Lára Ómarsdóttir hóf nefnilega að blogga um keppnina af miklum krafti, en bloggið hennar á Eyjunni hafði legið í dvala frá því febrúar. Lára hefur augljóslega mikla þekkingu og áhuga á leiknum og hlýtur að koma til greina þegar kynjahlutföllin verða jöfnuð á RÚV, enda starfsmaður stofnun- arinnar. - afb FRÉTTIR AF FÓLKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.