Fréttablaðið - 28.06.2010, Qupperneq 16
16 28. júní 2010 MÁNUDAGUR
Á síðustu rúmum tveimur árum hefur orðið mikil aukning á inn-
brotum á heimili, fyrirtæki og bíla
hér á landi. Lögreglan hefur unnið
gott starf við að leitast við að upp-
ræta þessi innbrot og reyna að snúa
þróuninni við. Fjölmiðlar eru iðnir
við að færa fólki fréttir af innbrot-
um og láta vita þegar lögreglan nær
að uppræta ,,þjófagengi“ sem fara
markvisst yfir ákveðin svæði.
Einn mikilvægur þáttur sem fær
minni umfjöllun er hvað almenning-
ur getur sjálfur gert til að minnka
líkur á innbrotum hjá sér en árvekni
hans þarf að aukast til muna og
ekki síst nú yfir sumarið þegar
fólk er mikið á faraldsfæti fjarri
heimilum sínum. Heimilið þarf að
undirbúa með það að markmiði að
minnka líkur á innbroti sem ætti að
vera jafn sjálfsagt og að fara í mat-
vörubúðina fyrir ferðalagið. Enginn
kærir sig um að farið sé inn á helg-
asta stað fjölskyldunnar og upplifa
það óöryggi sem því fylgir.
Ekki er forsvaranlegt að skilja
hús og bíla eftir ólæsta eins og
margir hafa tamið sér í gegnum
tíðina. Vátryggingar taka lítið sem
ekkert á því ef farið er inn í hús, bíla
eða fyrirtæki sem eru ólæst og tjón-
ið getur því verið alfarið á ábyrgð
eigenda. Mikilvægasta forvörnin er
án efa að hafa hurðir læstar, glugga
lokaða og hluti ekki í augnsýn sem
freista geta innbrotsaðila. Í hús-
næði er öruggast að krækja glugga
aftur og vanda val á læsingum og
krækjum. Lykla að útidyrum má
ekki skilja eftir á ,,þekktum stað“
eins og undir mottu eða blómapotti.
Gott er að skilja við heimilið eins og
einhver sé heima og fá t.d. aðstoð
nágranna við það eins og að leggja
í bílastæðið, slá flötina og fjarlægja
póstinn. Gott getur verið að hafa
útvarp á og ljós kveikt en góð lýsing
hefur góðan fælingarmátt, sérstak-
lega utandyra. Ekki er æskilegt að
skilja verðmæti eftir utandyra eins
og hjól, sláttuvél, grill eða hluti sem
gætu nýst óboðnum gestum til inn-
brota s.s. stiga eða verkfæri. Ekki
er gott að segja frá fyrirhugaðri
fjarveru á veraldarvefnum eða á
símsvaranum heldur getur verið
gagnlegt að flytja símtöl í annað
númer. Gott er að skrá niður rað-
númer hluta sem eru til á heimilinu
eins og reiðhjól, rafmagnstæki og
skartgripi og jafnvel taka myndir
af verðmætunum. Vöktun frá við-
urkenndu öryggisfyrirtæki eykur
líka öryggi fyrirtækja, heimila og
sumarhúsa.
Tjónatilkynningar til VÍS vegna
innbrota í bíla hafa aukist á þessu
ári á meðan hægst hefur á tilkynn-
ingum um önnur innbrot. Full
ástæða er því fyrir alla bíleigendur
að læsa ávallt bílum sínum og skilja
ekki verðmæti eftir því hlutir eins
og golfsett, töskur, farsímar, tölv-
ur, GPS tæki og geisladiskar freista
margra innbrotsþjófa.
Ef brotist er inn er mikilvægt að
huga að eigin öryggi og vera viss um
að þjófurinn sé farinn af vettvangi
og hringja síðan í 112 og tilkynna
innbrotið til lögreglu. Jafnframt er
mikilvægt að vernda innbrotsvett-
vang með tilliti til vegsummerkja
þar til lögreglan kemur á staðinn.
Öryggismál
Sigrún Ásta
Þorsteinsdóttir
forvarnarfulltrúi VÍS
Hvers eiga skilvísir við-skiptavinir Íslandsbanka að
gjalda?
Bréf þetta var sent bankastjórn
Íslandsbanka, forsætisráðherra,
fjármálaráðherra, og viðskipta-
ráðherra.
Erindi: Afskrift skuldabréfs
nr. 965432, með útgáfudegi 26.
nóvember 2003.
Upphaflega kr. 1.200.000, með
mánaðarlegum afborgunum.
Á dögunum sendi ég banka-
stjórn Íslandsbanka bréf, þar
sem lögð var fram beiðni um nið-
urfellingu eftirstöðvar láns kr.
1.111.246, á gjalddaga 24.05. 2010.
Vegna alvarlegs forsendubrests
sem orðið hefur í efnahagslegu
og siðferðislegu tilliti, þar sem
gróflega hefur verið brotið á sið-
ferðisvitund minni, og sannfær-
ingu fyrir því að rétt hafi verið
að greiða inn á ofangreint lán kr.
500.000, þann 26.05.2010, og að
rétt sé að halda áfram innborg-
unum við svo búið.
Ég tel beiðni mína um afskrift
á höfuðstólsupphæð lánsins
eiga fullt erindi við bankastjórn
Íslandsbanka, jafnvel þótt ég sé
í skilum með ofangreint lán, og
teljist ekki til hinna svokölluðu
„óreiðumanna“.
Helstu ástæður mínar fyrir
þessari beiðni
1) Fyrri ástæðan er sú, að í
fréttum RÚV kom fram, að 9
núverandi starfsmenn Íslands-
banka fengu afskrifaðar skuldir
upp á ríflega 4.000.000.000 kr.,
í kúlulánum, sem virðast hafa
verið tekin í þeim eina tilgangi,
að ná sem mestu fé út úr bank-
anum og sigla svo öllu í strand.
Spurning mín til Íslandsbanka er
sú, hvað orðið hafi um allt þetta
fé?
Eitt af því sem vekur spurn-
ingu, er hvort núverandi banka-
stjóri Íslandsbanka og fleiri
háttsettir starfsmenn hafi verið
þátttakendur í þessu fjármála-
misferli? Er nema von að spurt
sé, hvers vegna slíkir einstakl-
ingar eru enn starfsmenn bank-
ans? Og í framhaldi af því, getur
slíkur banki verið trúverðugur?
Þess ber að geta, að bankinn
var á sínum tíma einkavæddur,
og síðan yfirtekinn af íslenska
ríkinu, þegar allt var komið í
strand. Og hver á svo að borga
þann mikla skaða? Jú, það eru ég,
og aðrir sem ekki hafa gert sam-
félaginu nægilega mikinn skaða
til að teljast til „hinna réttlátu“.
Sem borgari þessa lands, þá
geri ég þá sjálfsögðu kröfu til
míns viðskiptabanka Íslands-
banka, og ekki síður til íslenskra
stjórnvalda, að mér og öðrum
þegnum sé sýndur ákveðinn sið-
ferðisvottur. Ekki síst, ef mér er
ætlað að bera skuldaklafann frá
gjaldþrota bönkum, og vanhæf-
um embættismönnum sem sofn-
uðu á verðinum, meðvitað eða
ómeðvitað.
2) Lán sem aldrei lækkar! Þann
26.11.2003, tók ég lán hjá Íslands-
banka, kr. 1.200.000, til 12 ára,
með mánaðarlegum afborgunum.
Þann 24.05. 2010, eftir tæplega 7
ára greiðslutíma var staða láns-
ins kr.1.111.246. Hef frá árinu
2003 greitt samtals kr.1.806.460,
og tel mig nú vera skuldlausan
við bankann.
Ég spurðist fyrir um það hjá
starfsmanni bankans, hvort ekki
væri hægt að afskrifa hluta höf-
uðstólsins, þar sem alvarlegur
forsendubrestur hefði orðið á
stöðu mála. Svarið var einfald-
lega NEI. Næsta ráð var þá að
greiða inn á lánið kr. 500.000,
úr því einmitt á þessu augna-
bliki hafði ég örlitla smugu til að
setja aleiguna í þetta botnlausa
fen, þar sem það virtist illskásti
kosturinn.
Undirritaður lét nú þessa ráða-
gerð standa, og taldi sig nokkuð
góðan með að hafa borgað þessa
upphæð inn á lánið, og séð þar
með höfuðstólinn loksins fara að
lækka, sem ekki var þó tilkomið
vegna þess að bankinn hefði
verið svo eftirlátssamur, þvert
á móti.
Það er ljóst að framkoma rík-
isvaldsins og lánastofnana gagn-
vart almenningi í þessu landi er
með öllu óboðleg, og engin leið
að svo geti áfram gengið. Ég hef
fullan skilning á mjög svo erfiðri
stöðu ríkissjóðs, og vandasömu
hlutverki helstu ráðamanna þjóð-
arinnar. En því miður er það
svo, að gróf efnahagsleg mann-
réttindabrot eru framin hér á
landi, sem eru með öllu ólíð-
andi. Sú staðreynd birtist m.a. í
verðtryggðum lánum, vaxtaokri,
skattahækkunum, kjaraskerð-
ingum, og gegndarlausum verð-
hækkunum.
Ég hef frá upphafi vegar átt
farsæl samskipti við banka-
starfsmenn Íslandsbanka fyrr
og nú, svo sem gjaldkera, útibús-
stjóra og fl. En tel miður, ef þeir
starfsmenn sem enn starfa hjá
Íslandsbanka og fengu þúsundir
milljóna afskrifaðar koma óorði
á stétt bankastarfsmanna sem
vinna störf sín af vandvirkni og
heiðarleika.
Hvers eiga viðskiptavinir að gjalda?
Félagsmálaráðherra tilkynnti nýverið að allt stefndi í að nið-
urskurður til velferðarmála á fjár-
lögum ríkisins fyrir árið 2011 gæti
orðið 6% miðað við árið 2010 en
það ár var skorið niður í félags- og
tryggingamálum um 5%. Ráðherra
hefur jafnframt gengið fram fyrir
skjöldu og bent á nauðsyn þess að
farið verði í allsherjar uppstokkun
á útgjöldum ríkisins.
Nú blandast engum hugur um að
óumflýjanlegt virðist vera að lækka
þurfi ríkisútgjöld. Það sem verður
að hafa í huga er hvernig við for-
gangsröðum; hvaða svið það eru
sem ekki þola skerðingar án þess
að það skaði einstaklinga og sam-
félagið í bráð og lengd.
Ríkisstjórnin hefur gefið út þá
yfirlýsingu að hún vilji skapa hér
samfélag í anda hins norræna vel-
ferðarkerfis. Ríkisstjórnin hefur
hinsvegar ekki skilgreint hvað
felst í slíku kerfi né hvað það er
sem íslenska velferðarþjónustu
helst skortir í þeim efnum. Því
hefur umræðuna skort efnislegt
innihald.
Til velferðarmála eru almennt
talin menntamál, heilbrigðismál
og félags- og tryggingamál. Sam-
kvæmt Norrænu hagtöluárbók-
inni 2009 voru framlög á Íslandi
árið 2007 til menntamála vel sam-
bærileg við önnur norðurlönd. Hvað
varðar heilbrigðismál og félags-
og tryggingamál þá er um þessa
málaflokka fjallað í hagtíðindum
Hagstofu Íslands um heilbrigðis-
félags- og dómsmál í október 2009.
Sú samantekt er fróðleg og nauð-
synleg lesning öllum þeim sem vilja
stuðla að norrænu velferðarkerfi á
Íslandi. Þar kemur fram að til þess
sem kallað er félagsvernd, þ.e.a.s.
heilbrigðis-, trygginga- og félags-
mála, vörðu Íslendingar árið 2006
lægstu hlutfalli Norðurlanda miðað
við landsframleiðslu eða 21% meðan
aðrar þjóðir nota frá 22.6% (Noreg-
ur) og upp í 30,7% (Svíþjóð).
Ekki er síður fróðlegt að skoða
hvernig innbyrðis skipting á Norð-
urlöndum er á milli verkefnasviða
innan svokallaðrar félagsverndar.
Til heilbrigðismála renna á Íslandi
8,8 % landsframleiðslu sem er það
hæsta á Norðurlöndum meðan til
örorku og fötlunar renna 2,8% af
landsframleiðslu. Þar er Ísland
langlægst í norrænum samanburði,
sambærilegar tölur á öðrum Norð-
urlöndum eru frá 4,2- 4,6% af lands-
framleiðslu.
Þessar staðreyndir eru mikil-
vægur vegvísir við að innleiða sam-
félag sem líkist norrænum velferð-
arsamfélögum. Það væri mikið úr
leið á þeirri vegferð ef skerða ætti
það litla fjármagn sem nú rennur
til þjónustu við fatlað fólk og til
greiðslu örorkubóta og þar með
breikka bilið á milli Íslands og ann-
arra Norðurlanda á málasviði þar
sem Ísland stendur hvað höllustum
fæti.
Fyrirliggjandi er að ganga þarf
frá samkomulagi á milli ríkis og
sveitarfélaga um þann heiman-
mund sem ríkið er tilbúið að eft-
irláta sveitarfélögunum þegar þau
taka yfir þá þjónustu sem ríkið
hefur hingað til veitt fötluðu fólki
samkvæmt lögum. Landssamtökun-
um Þroskahjálp þykir sjálfgefið að
þar muni ríkið að lágmarki verða
tilbúið að færa til tekjustofna sem
nema að fullu núverandi rekstrar-
kostnaði. Samtökin telja einnig að
það væri í hróplegri mótsögn við
yfirlýsta stefnu núverandi ríkis-
stjórnar um norræna velferð ef
bætur vegna fötlunar yrðu skertar
meira en orðið er.
Að lokum hvetja samtökin til mál-
efnalegrar umræðu um nauðsyn og
skipulag velferðar á viðsjárverðum
tímum, þar nægir ekki spaugstefnu-
skrá Besta flokksins „að vera góðir
við aumingja“.
Niðurskurður og
norræn velferð
Svooona gott
Því lengi býr að fyrstu gerð
Sumt breytist aldrei
Enn sem fyrr býður Gerber upp á mikið úrval af næringarríkum,
hollum og góðum barnamat. Veldu aðeins það besta fyrir
barnið þitt, því lengi býr að fyrstu gerð.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
2
6
6
5
Óboðinn gestur?
Velferðarmál
Friðrik
Sigurðsson
framkvæmdastjóri
Landsamtakanna
Þroskahjálpar
Gerður Aagot
Árnadóttir
formaður
Landsamtakanna
Þroskahjálpar
Bankaviðskipti
Björn
Erlingsson
rithöfundur og
ljósmyndari