Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.07.2010, Qupperneq 4
4 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 23.07.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,139 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,90 122,48 188,12 189,04 157,77 158,65 21,169 21,293 19,794 19,910 16,703 16,801 1,399 1,4072 184,39 185,49 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Í Fréttablaðinu á fimmtudag kom fram að seinni tónleikar Basil-karla- kórsins frá dómkirkjunni í Moskvu í Langholtskirkju í kvöld færu fram á miðnætti. Það er ekki rétt, tónleikarnir hefjast klukkan 22.30. LEIÐRÉTTING Umhverfis landið REYKJAVÍK Árlegur barnadagur verður haldinn í Viðey á morgun. Öllum börnum sem þangað koma verður boðið á hestbak og alls kyns afþreying verður jafnframt í boði. Lalli töframaður mun skemmta börnunum, barnamessa verður haldin í Viðeyjarkirkju og Gunni og Felix skemmta með tónlist og spjalli. Þá verður opið í Viðeyjarstofu fram til klukkan fimm og munu börn fá íspinna þar á meðan birgðir endast. Síðasta ferð Viðeyjarferjunnar verður úr eyjunni kl. 18.30. VESTMANNAEYJAR Barnaverndaryfirvöld í Vestmannaeyjum munu hafa sérstakar bakvaktir yfir Þjóðhátíðarhelgina, frá fimmtudagskvöldi til hádegis á mánudag. Starfsmenn fjölskyldu- og fræðslusviðs sinna bakvöktunum og munu lögregla og gæsla hafa bakvaktarsímanúmer. Barnaverndaryfirvöld hafa haft þennan háttinn á undanfarin ár. Fjölskyldu- og tómstundaráð bæj- arins beinir því einnig til foreldra að börn undir 18 ára eru á ábyrgð foreldra. Það gildir líka um gestkomandi börn í bænum. BORGARFJÖRÐUR EYSTRI Allir þeir sem eiga lögheimili á Borgarfirði eystri fá frítt inn á tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin verður þar um helgina. Aðstand- endur Bræðslunnar ákváðu að bjóða Borgfirðingum til þess að sýna þakklæti sitt fyrir allan stuðning sem þeir hafa fund- ið fyrir frá því að Bræðslan varð til. Hátíðin fékk Eyrarrósina, verðlaun sem veitt eru fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, í vetur. SIGLUFJÖRÐUR Íbúar á Siglufirði eru margir hverjir óánægðir með lagningu sex háspennukapla í gegnum bæinn. Íbúar hafa kvartað yfir því að framkvæmdin hafi hvorki farið í umhverfismat né grenndar- kynningu, að því er fram kemur á vefnum siglo.is. Íbúar mótmæltu í vikunni, en mót- mælin voru mjög friðsamleg. Starfsmönn- um Steypustöðvar Skagafjarðar, sem sjá um framkvæmdina fyrir Rarik, var boðið upp á kaffi og með því. Sérfræðingur mun vera á leið til Siglufjarðar til að skoða málið, og þá ætla Geislavarnir ríkisins að skoða málið. AKUREYRI Lög- reglan á Akureyri mældi mótorhjól á 222 kílómetra hraða aðfaranótt föstudagsins. Það er mesti hraði sem nokkurn tímann hefur mælst í umdæmi lögregl- unnar. Ökumaður hjólsins var á Sval- barðsstrandarvegi á leið til Akureyrar um klukkan eitt aðfaranótt föstudags. Hann hélt för sinni áfram þó að lögregla hafi veitt honum eftirför, og segir lögregla ekki víst að hann hafi gert sér grein fyrir því að lögregla hafi mælt hann vegna þess á hve mikl- um hraða hann var. Lögregla segir mikla mildi að enginn hafi slasast við ofsaaksturinn. Ökumaðurinn er ófundinn. SKUTULSFJÖRÐUR Umhverfisnefnd Ísafjarðar vill að farið verði í rannsóknir og mælingar á skólpmengun í Skutulsfirði. Lagt hefur verið til að gerð verði kostn- aðaráætlun vegna þess. Bæjaryfirvöld hafa óskað eftir því að fjörðurinn verði skilgreindur síður viðkvæmur viðtaki, sem þýðir að endurnýjun vatns sé mikil og losun ákveðinna mengunarefna ekki talin hafa skaðleg áhrif. Stofnuninni þótti gögn ekki fullnægjandi og verður því ráðist í þessar rannsóknir. Rannsaka skólp- mengun í Skutulsfirði Mótorhjól á 222 kílómetra hraðaMótmæla lagningu háspennukapla Borgfirðingar fá frítt á Bræðsluna Barnavernd á vakt í Eyjum Barnadagur í Viðey á morgun EFNAHAGSMÁL Sendinefnd frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum mælir með því að stjórn sjóðs- ins afgreiði og samþykki þriðju endurskoð- un á áætlun sjóðsins á Íslandi sem fara á fram í september. Mark Flanagan, yfirmað- ur áætlunar AGS á Íslandi, fór fyrir nefnd- inni, sem kom hingað til lands á mánudag, fór af landi brott á fimmtudag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá AGS. „Nýlokin heimsókn sendinefndarinnar kom í framhaldi af sambærilegri heimsókn 14. til 28. júní. Sendinefndin lauk umræð- um um áætlun AGS á Íslandi og komst að samþykki sín á milli um að klára skuli þriðju endurskoðun sjóðsins. Nokkur tækni- leg atriði eru enn óútkljáð en stefnt er að því að endurskoðunin verði tekin fyrir af stjórn AGS snemma í september,“ sagði Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, við þetta tilefni. „Áætlunin hefur verið að skila árangri. Niðursveiflan hefur verið grynnri en búist var við, verðbólga hefur lækkað, dregið hefur úr viðskipta- halla og gengi krónunnar er stöðugra en áður. Ríkisfjármálin eru betri og umgerð og eftirlit með fjármálakerfinu hefur verið bætt. Á þessari velgengni má byggja með áframhaldandi þrautseigju og vel tímasettri stefnumörkum,“ sagði Rozwadowski enn fremur. - mþl Heimsókn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hingað til lands er nú lokið: Þriðja endurskoðun í september á áætlun FRANEK ROZWADOWSKI OG MARK FLANAGAN Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem mest hafa unnið að áætlun sjóðsins á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 29° 19° 19° 24° 17° 18° 18° 23° 23° 32° 37° 34° 22° 23° 21° 19°Á MORGUN 5-10 m/s Hvassast allra syðst. MÁNUDAGUR Hæg breytileg eða austlæg átt. 16 16 17 18 20 20 19 14 13 15 10 4 3 2 2 3 4 4 3 4 10 3 15 14 20 19 14 16 18 17 13 BEST NA-LANDS Helgarveðrið ein- kennist af heldur hægum vindi og björtu veðri N- og NA-til. Í dag rignir aðeins S- og SA- lands en léttir síð- an til. Í fyrramál- ið þykknar upp, fyrst SV-lands og á morgun má búast við súld eða rign- ingu með köfl um víða S- og V-lands. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Runólfur Ágústsson, lögfræðingur og fyrrverandi rektor á Bifröst, hefur verið ráð- inn í embætti umboðsmanns skuldara. Embættið tekur til starfa 1. ágúst og tekur þá við verkefnum Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem starf- rækt hefur verið um skeið á vegum félags- og tryggingamála- ráðuneytisins. Níu manns sóttu um embættið en niðurstaða hæfnismats var sú að Runólfur væri hæfastur í starfið. Runólfur var framkvæmda- stjóri Keilis frá 2007 til 2009 og hefur frá 2009 verið stjórnarfor- maður Vinnumálastofnunar og Atvinnuleysistryggingasjóðs. - sh Runólfur Ágústsson hæfastur: Umboðsmaður skuldara ráðinn Kalkofnsvegur þrengdur Kalkofnsvegur verður þrengdur tímabundið vegna framkvæmda við lagnir tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Ein akrein verður í hvora átt og umferðarhraði takmarkaður við 30 kílómetra á klukkustund. Áætlað er að framkvæmdum ljúki seinni hluta ágústmánaðar. VEGAGERÐ Kannabisræktun stöðvuð Kona á fimmtugsaldri var handtekin í fyrradag þegar lögreglan stöðvaði kannabisræktun í bílskúrnum á heim- ili hennar í Garðabæ. Alls fundust 72 plöntur í bílskúr konunnar sem játaði sinn þátt í málinu. Hún hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður. LÖGREGLUFRÉTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.