Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 26

Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 26
 24. JÚLÍ 2010 LAUGARDAGUR4 ● fréttablaðið ● hvert á að fara? Gnótt er í boði af tónlist og skemmtun um allt land um verslunar- mannahelgina eins og ævinlega. Hér gefur að líta dæmi um lista- menn sem koma fram á nokkrum hátíðum. NEISTAFLUG Í NESKAUPSTAÐ: Gunni og Felix Pollapönk Paparnir FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ SÁÁ AÐ HLÖÐUM, HVALFJARÐARSTRÖND: Geirmundur Valtýsson FJÖLSKYLDUDAGAR Á STOKKSEYRI: Eivör Pálsdóttir og fleiri færeyskir listamenn FÁKAFLUG Á VINDHEIMAMELUM: Helgi Björns og Reiðmenn vindanna SSSól Hvanndalsbræður EIN MEÐ ÖLLU Á AKUREYRI: Dikta Páll Óskar Hjálmar Skítamórall Sveppi og Villi ÞJÓÐHÁTÍÐ Í VESTMANNAEYJUM: Björgvin Halldórsson Fjallabræður Ingó og Veðurguðirnir Færeyskir fjölskyldudagar fara fram í annað sinn. „Við ákváð- um að endurtaka leikinn frá því í fyrra þar sem hátíðin heppnað- ist ótrúlega vel,“ segir Ása Berg- lind Hjálmarsdóttir, rekstrarstjóri Draugasetursins, sem hefur ásamt- Lista- og menningarverstöðinni á Stokkseyri, skipulagt hátíðina. Spurð hvað valdi að færeysku þema sé haldið á lofti, segir Ása íbúa Stokkseyrar finna til ákveð- inna tengsla við Færeyinga. „Fær- eyingar eru auðvitað frændur okkar og miklir vinir og þarna gefst landsmönnum færi á að kynn- ast betur matarmenningu þeirra, dönsum og tónlist, þar sem fjöldi þekktra færeyskra tónlistarmanna kemur fram,“ segir hún og nefnir Eivøru Pálsdóttur, Högna Lisberg, Yggdrasil með Angel- iku Nielsen, Kvonn og hljómsveit Hilmars Joensen. Fjöldi ann- arra viðburða verða í boði á Stokkseyri: „landsliðsleikur“ í fótbolta milli heima- manna og Færey- inga, dansleikir og margt í boði fyrir fjölskyldufólk; kajakleiga, Töfragarðurinn, Draugasetrið og Álfa-, trölla og norðurljósasafn- ið þar sem tilboð verða um versl- unarmannahelgina. Ása minnir á að fjölskyldan geti notið þess að heimsækja fjöruna og veitingast- ðinn Fjöruborðið. Tónleikar og dansleikir verða öll kvöldin og hægt er að nálg- ast miða á midi.is en ef selst upp á tónleikana má samt skella sér á dansleikinn sem byrjar að tónleik- um loknum. Dag- skrána má finna á www.stokkseyri. is. og á facebook- síðu Draugaset- ursins. Tónlistarveisla á Stokkseyri Fjöldi þekktra tónlistar- manna kemur fram á hátíðinni. Gestir þjóðhátíðar í Eyjum eiga væntanlega von á góðu þegar þungavigtarfólk í íslensku tónlistarlífi, Ellen Kristjáns- dóttir, KK og Bubbi Morthens, leiðir saman hesta sína á laugardagskvöldinu. „Þegar hugmyndin kviknaði þurfti ég alls ekkert að hugsa mig um og var strax til í þetta. Við erum voða- lega ánægð með þetta og það ríkir mikil virðing og væntumþykja milli okkar,“ segir söngkonan Ellen Kristjánsdóttir, sem hefur myndað nokkurs konar tríó ásamt Kristjáni Kristjánssyni bróður sínum, betur þekktum sem KK, og Bubba Mort- hens og koma þau fram ásamt hljóm- sveit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Aðspurð segist Ellen ekki hafa búist við því að hún myndi nokk- urn tímann syngja í tríói með þeim Bubba og KK, þótt hún hafi unnið talsvert með þeim í gegnum tíðina. „Ég og Kristján höfum gert ýmis- legt saman og ég hef líka sungið með Bubba í lögum eins og Það er gott að elska, Fallegur dagur og fleirum, auk þess sem Eyþór Gunnarsson, maðurinn minn, hefur verið upp- tökustjóri hjá Bubba og KK hefur spilað með honum líka. Við tengj- umst öll á ýmsa vegu.“ Téður Eyþór er einmitt hljóm- sveitarstjóri sveitarinnar sem leik- ur undir hjá Ellen, KK og Bubba í Eyjum og leikur á hljómborð, en auk hans eru í sveitinni þeir Guðmund- ur Pétursson á gítar, Benedikt Bryn- leifsson á trommur og Sölvi Kristj- ánsson, sonur KK og frændi Ellen- ar, á bassa. Ellen segir ánægjulegt að vinna með þessu góða fólki, en tónleikarnir fara þannig fram að Ellen, KK og Bubbi syngja nokk- ur lög hvert í sínu lagi, svo syng- ur Bubbi með KK, Ellen með Bubba og koll af kolli þar til að þau syngja loks öll saman eitt lag, en Ellen segir það leyndarmál hvert það lag verður. Söngkonan seg- ist lítið hafa stund- að útihátíðir á sínum yngri árum sem gestur, slíkt hafi einfald- lega ekki höfðað til hennar. „En sautján ára var ég byrjuð að syngja á svona hátíðum, fyrst á Rauðhettuhátíðinni við Úlfljótsvatn með hljómsveitinni Tívolí og svo með Ljósunum í bænum, Manna- kornum og fleirum í Húnaveri, Sól- borg og fleiri hátíðum. Tvisvar hef ég sungið á Þjóðhátíð í Eyjum með Borgardætrum, svo ætli við köllum okkur ekki Eyjasyni núna, eða BEK- tríóið, eða jafnvel KEB,“ segir Ellen og hlær. KK semur Þjóðhátíðarlagið í ár, Bubbi átti Þjóðhátíðarlagið síðast og segist Ellen í gríni vera búin að panta að fá að eiga lagið næst. Þessa dagana vinnur hún að kántrípopp- tónlist með Pétri Hallgrímssyni og koma þau meðal annars fram á djasshátíð í Reykjavík í ágúst. Þá hefur hún verið að vinna með Eyþóri eiginmanni sínum að því að setja gamalt íslenskt efni í nýjan búning, svipað og þau gerðu á hljóm- plötunni Sálm- ar sem kom út 2004 og hlaut góðar viðtök- ur, svo það er nóg að gera hjá henni. - kg Virðing og væntumþykja Ellen segir aldrei að vita hvort samstarf hennar, KK og Bubba Morthens haldi áfram eftir þjóðhátíð í Eyjum. Hér heldur söngkonan á tíkinni Tinnu sem ein dætra hennar á. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Kynning HVERJIR VERÐA HVAR? Hafðu kennarann í hendi þér! Æfingakylfur, sem leiðrétta sveifluna á örskömmum tíma Eftir að hafa æft með þessum kylfum snarfækkar höggum á hverjum hring... Komdu við hjá okkur og kynntu þér málið Helluhraun 22 - 220 Hafnarfirði Sími 555 2585 - www.irobot.is Driver, 5 og 7 járn fyrir rétthenta sem örvhenta Hraðamælar, fyrir þá sem vilja jafna sveifluna

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.