Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 33

Fréttablaðið - 24.07.2010, Side 33
LAUGARDAGUR 24. júlí 2010 5 Starfsmaður í móttöku Fjölbreytt og skemmtilegt starf á lífl egum vinnustað. Óskum eftir að ráða starfsmann á dag- og næturvaktir. Um er að ræða bæði hlutastarf og fullt starf. Umsækjandi þarf að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, ríka þjónustulund, góða tölvukunnáttu og hafa gott vald á ensku og helst einu öðru tungumáli. Viðkomandi þarf að geta hafi ð störf sem fyrst Umsóknir, ásamt ferilskrá, sendist fyrir 31. júlí nk. á Hótel Óðinsvé, Óðinstorgi, 101 Reykjavík, eða á mottaka@odinsve.is, merkt starfsumsókn. Starfsfólk óskast Te og kaffi leitar að eftirfarandi: Öfl ugum og ábyrgu verslunarstjóra í verslun okkar og kaffi hús á Laugavegi Duglegu fólki til sölu- og þjónustustarfa á kaffi hús og í verslun. Við leitum að fólki sem elskar te og kaffi ! Umsóknir og fyrirspurnir óskast sendar á dori@teogkaffi .is STARFSÞJÁLFUN HJÁ EFTA-DÓMSTÓLNUM. Við EFTA-dómstólinn er laus til umsóknar þjálfunarstaða lögfræðings til þriggja mánaða frá tímabilinu 15. september til 20. desember 2010, með möguleika á framlengingu til þriggja mánaða frá janúar til mars 2011. Lögfræðingurinn mun hafa með höndum rannsóknar- og greiningarvinnu í tengslum við þau mál sem dómstóllinn hefur til meðfer- ðar, ritun minnisblaða, textarýni og eftir atvikum önnur verkefni. Upplýsingar um mál sem þingfest hafa verið hjá dómstólnum og bíða málfl utnings er að fi nna á heimasíðu dómstólsins, www.eftacourt.int. Umsækjendur skulu hafa lokið eða ljúka á þessu ári fullnaðarprófi í lögfræði með kandidats- eða meistaraprófi frá íslenskum háskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum háskóla. Krafi st er góðrar samstarfshæfni af umsækjendum, auk þess sem þeir skulu hafa gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu sem töluðu máli. Enn fremur er æskilegt að umsækjendur hafi lagt stund á Evrópurétt/EES-rétt í námi sínu. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2010. Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið Hrafnhildur.eyjolfsdottir@eftacourt.int. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni ferilskrá á ensku og vottorð um námsferil, ásamt nöfnum tveggja meðmælenda. Um laun og önnur starfskjör fer eftir reglum EFTA-dómstólsins. auglýsir eftirtalin störf laus til umsóknar Embætti umboðsmanns skuldara Yfirlögfræðingur Rekstrarstjóri Sérfræðingur á sviði kynningar- og fræðslumála Sérfræðingur á sviði upplýsingatækni og rafrænnar stjórnsýslu Meðal verkefna Hæfniskröfur Helstu verkefni Hæfniskröfur Meðal verkefna Hæfniskröfur Meðal verkefna Hæfniskröfur ATH. umsóknarfrestur hefur verið framlengdur Guðný Harðardóttir, hjá STRÁ MRI, www.stra.is Embætti umboðsmanns skuldara er ríkisstofnun sem tekur til starfa 1. ágúst nk. Stofnunin heyrir undir félags- og tryggingamálaráðherra og skal gæta hagsmuna og réttinda skuldara sem kveðið er á um í lögum. eru lögfræðiráðgjöf til starfsmanna varðandi úrvinnslu erinda, mótun verkefna umboðsmanns skuldara, ábyrgð á því að starfsemi stofnunarinnar sé í samræmi við lög og reglur, samningagerð og lögfræðileg ráðgjöf við yfirstjórn. eru embættispróf eða meistarapróf í lögfræði og að minnsta kosti 5-7 ára starfsreynsla á sviði lögfræði. Áhersla er lögð á skipulögð og fagleg vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk hæfni í mannlegum samskiptum. eru umsýsla fjármála, gerð og eftirfylgni rekstraráætlana og umsjón með starfsmanna- og launamálum. Rekstrarstjóri hefur jafnframt umsjón með árangursstjórnun og gæðamálum auk þess að taka þátt í stefnumótun ásamt öðrum þeim verkefnum sem lúta að rekstri stofnunarinnar. eru háskólamenntun á sviði viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi, þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri. Reynsla af starfsmanna- og launamálum, sem og reynsla og/eða þekking á upplýsingakerfum ríkisins á sviði fjármála- og starfsmannamála. Mikilvægt er að viðkomandi hafi þekkingu á opinberum rekstri og stjórnsýslu. Áhersla er lögð á fagleg vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk hæfni í mannlegum samskiptum. eru kynningar- og markaðsmál, almannatengsl, umsjón með innri og ytri vef, auk þess umsjón með fræðslu til almennings og starfsmanna. eru háskólamenntun sem nýtist í starfi, reynsla af fjölmiðlun, markaðsmálum eða fræðslustörfum, góð íslenskukunnátta auk reynslu af vefumsjón. Áhersla er lögð á skipulögð og fagleg vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. eru tölvu- og upplýsingatæknimál, rafræn stjórnsýsla, mótun verkferla, m.a. með hliðsjón af nýtingu upplýsingatækni og ráðgjöf til starfsmanna. eru háskólamenntun sem nýtist í starfi, reynsla af upplýsingatækni og rafrænni stjórnsýslu, sem og af mótun verkferla auk reynslu af verkefna- og gæðastjórnun. Áhersla er lögð á skipulögð og fagleg vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi auk hæfni í mannlegum samskiptum. , umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, prófgögn og fyrri störf skulu berast til STRÁ MRI, netfangið: stra@stra.is eigi síðar en 3. ágúst nk. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um störfin. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. veitir nánari upplýsingar um störfin í síma 588 3031, sjá nánar . FÉLAGS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.