Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.07.2010, Blaðsíða 46
26 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is PETER SELLERS LÉST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1980 „Mér líður alltaf óraun- verulega, eins og ég sé draugur, þangað til ég verð að nýrri persónu á tjaldinu.“ Sellers er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Inspect- or Clouseau í myndunum um bleika pardusinn. MERKISATBURÐIR 1896 Fjórar nunnur koma til landsins til að hjúkra sjúkum. Þetta eru fyrstu nunnurnar sem koma hingað síðan fyrir siða- skipti. 1933 Ferðafélag Íslands fer í fyrstu Þórsmerkurferð sína. 1956 Ríkisstjórn Hermanns Jón- assonar tekur við völdum og situr í rúm tvö ár. 1961 Júrí Gagarin kemur við á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Kúbu, aðeins þremur mánuðum eftir að hann fer fyrstur manna út í geiminn. 2005 Lance Armstrong sigrar í Tour de France-keppninni í sjöunda sinn. Gítarinn er alltaf jafn vinsælt hljóð- færi. Það er einfalt að læra á gítar og handhægt, því ekki tekur fólk með sér píanó í partí og syngur með. Gítarleik- urinn sameinar fólk, sjáðu bara Ingó og krakkana og leikskólalögin. Þar er gítarleikurinn aðalmálið,“ segir Anton Kröyer, eigandi hljóðfæraverslunar- innar Gítarinn, sem fagnar tuttugu ára afmæli sínu um þessar mundir. Gítarinn var til húsa að Laugavegi 45 fyrstu tólf árin en hefur nú aðsetur að Stórhöfða 27. Þar hafa í gegnum tíðina verið til sölu ýmsar gerðir hljóðfæra, en mesta áherslan hefur þó ávallt verið á gítara af ýmsum stærðum og gerð- um, eins og nafnið bendir til. „Þegar ég byrjaði með búðina á Laugavegin- um var engin Smáralind til. Það var í þá gömlu góðu daga þegar fólk fór ekki bara á Laugaveginn til að fá sér bjór heldur til að kaupa sér ís og versla. Þá var öldin önnur, þegar Gaukur bjó á Stöng,“ segir Anton og bætir við að oft hafi reynst ansi erfitt að taka inn vörur á Laugaveginum vegna þrengsla, en rýmra sé um starfsemina á Stórhöfða. Sjálfur er Anton tónlistarmaður og lék til að mynda í hljómsveitinni Syst- ir Sara og í Eilífð með Herberti Guð- mundssyni á sínum tíma. Hann segir Gítarinn hafa verið vinsæla verslun í gegnum árin og líklega hafi flestir gítar leikarar landsins komið við í búð- inni á einhverjum tímapunkti. „Ég man til dæmis eftir að hafa selt Jóhanni Helgasyni notaðan gítar í gamla daga og líka Herði Torfasyni. Svo voru Botn- leðjustrákarnir og Pollapönkararn- ir Heiðar og Halli með gítara frá mér í barnatímanum og svo mætti lengi telja,“ segir Anton. Hann rekur verslunina með eigin- konu sinni, Elínu Heklu Klemenz- dóttur, og syni þeirra og skiptast þau á vöktum. „Ég er sendillinn, ryksuga og svona,“ segir Anton og hlær. Hann segir ekki á döfinni að blása til neinnar stórhátíðar í tilefni afmælisins, heldur felist hátíðahöldin í góðum tilboðum á gíturum í búðinni. kjartan@frettabladid.is HLJÓÐFÆRAVERSLUNIN GÍTARINN: FAGNAR TUTTUGU ÁRA AFMÆLI Gítarleikurinn sameinar fólk GÍTAR Á MANN Anton Benedikt Kröyer ásamt eiginkonunni, Elínu Heklu Klemenzdóttur, syni sínum og alnafna og starfsmanninum Trausta Laufdal. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Guðrún Sveindís María Halldórsdóttir, lést á heimili sínu þann 21. júlí sl. Halldór G. Bjarnason Prakob Prawan Kristinn Jón Arnarson Ekaterina Ivanova Margét Marín Arnardóttir Einar S. Karlsson og barnabörn.Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskuleg móðir okkar, amma og lang- amma, Rannveig Kristinsdóttir (Veiga), áður til heimilis á Yrsufelli 7, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. júlí kl. 13.00. Sigurbjörn Bjarnason Sigríður Erla Bjarnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Ingibjörg Kaldal Selvogsgrunni 3, Reykjavík, er látin. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. júlí kl. 13.00. Sigurður Kaldal Rúna Magdalena Guðmundsdóttir Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson Írena Líf Svavarsdóttir Ingibjörg Kaldal Sigurðardóttir Dagmar Kaldal Ný verslun opnaði á Lækjar- torgi í vikunni undir nafn- inu Black sheep eða Svart- ur sauður. Eins og nafnið gefur til kynna er ullarvara það sem helst er að finna í versluninni. Mikið úrval er af lopapeysum frá Islandica í versluninni og alls konar fallegum hönnunarvörum. Verslunin er í eigu Rammagerðarinnar og fjórða verslunin sem hún opnar. Rammagerðin var stofnuð árið 1940 og hefur sérhæft sig í sölu á íslensk- um varningi og gjafavöru fyrir ferðamenn jafnt sem heimafólk. - eö Svartur sauður BLACK SHEEP Ný verslun opnaði á Lækjartorgi í vikunni. Gullleitarmenn á Skeiðar- ársandi töldu sig loks hafa fundið skipið Het Wapen von Amsterdam þennan mánaðardag árið 1982. Leitin að því hafði staðið með hléum frá 1971. Het Wapen van Amster- dam var hollenskt skip sem sigldi frá Austur- Indíum árið 1667. Það strandaði á Skeiðarársandi 19. september það ár. Skipið var hlaðið dýrmæt- um varningi, gulli og öðrum málmum ásamt kryddi og silki. Við borun leitarmanna í júlí 1982 komu upp eikarleifar af svipuðu dýpi og talið var að skipið væri á og áður höfðu segul- mælingar bent til þess að málmur væri í skipi sem væri grafið þarna í sand. Líkurnar voru því sterkar. Mikill uppgröftur hófst vorið 1983 með 50 milljón króna ríkisábyrgð en þegar til kom reyndist um að ræða flak af þýska togaranum Friedrich Albert frá Getsemünde sem strandaði 19. janúar 1903. ÞETTA GERÐIST: 24. JÚLÍ 1982 Gullskipið í sandinum talið fundið SKIPIÐ VAR HLAÐIÐ Ýmis varningur var í skip- inu, meðal annars krydd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.