Fréttablaðið - 24.07.2010, Síða 53

Fréttablaðið - 24.07.2010, Síða 53
LAUGARDAGUR 24. júlí 2010 33 GÓÐIR GESTIR Arnar og Sæmundur voru á meðal gesta og skemmtu sér vel. ANNA JÓNA OG KRISTÍN ÝR Komu til að líta herlegheitin augum. Jaden Smith, sonur Hollywood-leik- arans Will Smith, vakti mikla athygli á blaðamannafundi í Ósló á dögun- um en þar er fjölskyldan stödd til að kynna nýjustu mynd táningsins og Jackie Chan, Karate Kid. Jaden, sem er 12 ára gamall, var öryggið uppmálað þegar hann mætti press- unni enda orðin fjölmiðlavanur þrátt fyrir ungan aldur. Gerði hann meðal annars óspart grín að eyrum föður síns, sem var einnig viðstaddur fundinn, og sagði þau í fjölskyldunni hafa gengið í gegnum ýmislegt við að reyna að fela óvenjulega stór eyru leikarans Will Smith. Smith-fjölskyldan er öll stödd í höfuðborg Noregs ásamt leikaran- um Jackie Chan til að kynna mynd- ina og vera viðstödd sérstaka frum- sýningu. Will mun vera svo hrifinn af landi og þjóð að hann lagði fram þá tillögu að landið yrði kallað Nor-Will við mikið fögnuð norsku pressunnar. Myndin Karate Kid er frumsýnd hér á landi í næstu viku. Gerir grín að pabba JADEN SMITH Gerði grín að eyrum föður síns, Will Smith, á blaðamannafundi í Ósló á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Leikarinn og hjartaknúsarinn Orlando Bloom hefur nú gengið að eiga unnustu sína, undirfatafyrirsætuna Miröndu Kerr, í leynilegri athöfn í Los Angelses fyrir stuttu. Athöfn- in var látlaus en parið vildi ekki hafa brúðkaupið opinbert og sluppu þannig við ágenga fjöl- miðla. Bara nánustu vinum og fjölskyldu var boðið. Bloom og Kerr eru nú í brúðkaupsreisu og eru að sögn vina yfir sig ham- ingjusöm með ráðahaginn. Parið hefur verið saman síðan árið 2007 en ekki er meira en mánuður síðan Bloom kastaði sér á skeljarnar. Leynilegt brúðkaup HJÓN Leikarinn Orlando Bloom og fyrirsætan Miranda Kerr eru gengin í hnapphelduna. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.