Fréttablaðið - 24.07.2010, Síða 56

Fréttablaðið - 24.07.2010, Síða 56
 24. júlí 2010 LAUGARDAGUR M YN D /VA LU R JÓ N ATA N SSO N í Kaplakrika sunnudaginn 25. júlí klukkan 20.00 FH-HAUKAR Leikur ársins! Íslandsmeistarar FH 6 00 Staðan í kvennaflokki: Kylfingur (Klúbbur) Staða 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) +10 2. Berglind Björnsdóttir (GR) +13 3. Nína Björk Geirsdóttir (GKJ) +14 4. Signý Arnórsdóttir (GK) +16 5. Tinna Jóhannsdóttir (GK) +16 6. Hildur Kristín Þorvarðardóttir (GR) +16 7. Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) +18 8. Þórdís Geirsdóttir (GK) +20 9. Eygló Myrra Óskarsdóttir (GO) +21 10. Helena Árnadóttir (GR) +22 GOLF Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hring- inn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ segir Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfald- lega engin pútt hjá mér,“ segir Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játar því að það sé líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkennir einnig að aðstæður, sem voru virkilega erf- iðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bak við það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björns- dóttir úr GR er áfram í öðru sæt- inu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið. - hþh Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leiðir enn kvennaflokkinn á Íslandsmótinu í golfi: Veruleg vonbrigði Valdísar ÓSÁTT Valdís Þóra ásamt Arnari bróður sínum sem var henni til halds og trausts í gær. MYND/VALUR JÓNATANSSON GOLF Birgir Leifur Hafþórsson leiðir enn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Kiðjabergsvelli um helgina. Hann lék á einu höggi yfir pari í gær en er með tveggja högga forystu á Heiðar Davíð Bragason og Sigmund Einar Másson sem eru á pari vallarins. Eftir gærdaginn var keppendum fækkað, 72 komust áfram. Sigurpáll Geir Sveinsson er skammt frá efstu mönnum, hann er samtals á fjórum yfir pari. „Ég byrjaði vel, var öruggur í púttunum og þetta rúllaði með mér. Svo fékk ég tvo skolla á fyrri níu eftir að hafa verið þrjá undir eftir fjórar holur. Svo snerist vind- urinn, það var eins og það væri hliðarvindur í öllum höggunum hjá mér og þá missti ég sjálfstraustið fyrir þessu,“ segir Sigurpáll. „Ég gaf óþarflega mikið eftir og það var algjör óþarfi að fá sex skolla á seinni níu, ég var ekki að spila svo illa. Ég var aldrei í teljandi vandræðum eða að fá á mig víti. Ég var bara að vippa illa og pútta of stutt,“ segir Sig- urpáll sem hefur ekki æft mikið í sumar. „Ég er bara brattur fyrir fram- haldinu, ég get ekki annað en verið sáttur með stöðuna. Það er frábært að fá smá vætu í völlinn til að geta slegið betur inn á flat- irnar. En auðvitað vill maður allt- af gera betur,“ segir Sigurpáll sem er ánægður með völlinn. „Hann er bara þannig að ef þú slærð slæmt högg refsar hann strax. Völlurinn skilur þá góðu frá hinum villtu,“ segir Sigurpáll. Veðrið í gær lék nokkra kylfinga grátt en Sigurpáll kvartar ekki. „Það var allt í lagi með veðrið miðað við spána. Það var reyndar stífur vindur og frekar leiðinlegur hliðarvindur. En þetta var miklu betra en menn þorðu að vona,“ segir kylfingurinn en veðurspáin fyrir daginn í dag er betri. Högg dagsins í gær átti heima- maðurinn Haraldur Franklín þegar hann fékk örn á fjórðu holu. Hann var um 110 metra frá holu eftir gott upphafshögg og að holunni var allt upp á móti. Hann notaði 52° fleyg- járn og boltinn lenti um sjö metra frá holunni og rúllaði beint ofan í. Annar heimamaður gerði það gott á fyrsta hringnum, það var Hjalti Atlason sem púttaði aðeins nítján sinnum á flötunum átján. Hann vippaði tvisvar sinnum í holuna og kom sér í góðar stöður. Hann spilaði þann hring á einu höggi yfir pari. hjalti@frettabladid.is Góðir og villtir aðskildir Birgir Leifur Hafþórsson er með tveggja högga forystu á Íslandsmótinu í golfi. Veðrið setti mismikið strik í reikninginn hjá kylfingum en aðeins einn lék und- ir pari í gær. Högg dagsins átti heimamaður sem setti í holu af 110 metra færi. Staðan í karlaflokki: Kylfingur (Klúbbur) Staða 1. Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) -2 2. Heiðar Davíð Bragason (GHD) 0 3. Sigmundur Einar Másson (GKG) 0 4. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) +1 5. Sigurpáll Geir Sveinsson (GK) +2 6. Hlynur Geir Hjartarson (GK) +2 7. Stefán Már Stefánsson (GR) +3 8. Þórður Rafn Gissurarson (GR) +4 REGNHLÍFIN UPPI Sigurpáll við öllu búinn í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.