Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 6
6 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING Hvað kemur fram í lögfræðiáliti sem Seðlabankainn lét vinna um gengis- tryggð lán? Óháð lögfræðiálit sem unnið var fyrir Seðlabanka Íslands (SÍ) í maí í fyrra leiddi í ljós að gengis- tryggð lán, sem viðgengist höfðu hér á landi um langt árabil, væru í raun ólögmæt. Stjórnendur Seðla- bankans telja að það hefði verið í hæsta máta óviðeigandi að upplýsa almenning um álitið. Þrettán mánuðum áður en Hæsti- réttur komst að þeirri niðurstöðu að gengistryggð lán væru ólögmæt komst lögmaður Lex að sömu nið- urstöðu í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Seðlabankann. Álitið var dagsett 12. maí 2009. Sex dögum síðar tók aðallögfræðingur Seðla- bankans undir álitið á minnisblaði, með þeim fyrirvara að ekki væru allir lögfræðingar sammála um þá túlkun, og dómstólar muni eiga síð- asta orðið. Upplýst er um lögfræðiálitið í svörum Seðlabankans við fyrir- spurn nefndarmanna í viðskipta- nefnd Alþingis og efnahags- og skattanefnd Alþingis, sem funduðu nýverið sameiginlega um gengis- tryggðu lánin. „Niðurstaða álitsins [...] var sú að það kynni að vera óheimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krón- um við gengi erlendra gjaldmiðla,“ segir meðal annars í svari Seðla- bankans til þingnefndanna. Aðallögfræðingur Seðlabankans upplýsti lögfræðinga viðskiptaráðu- neytisins um efni lögfræði álitsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær. Þar er einnig bent á að allar stofnanir og ráðuneyti sem „véla um fjármálastöðugleika“ hafi vitað að hugsanlegt væri að dóm- stólar kæmust að þeirri niðurstöðu að þessi lán væru ólögleg. Í yfirlýsingu Seðlabankans kemur fram að ekki sé hægt að fullyrða að bankinn hafi vitað að gengistryggð lán væru ólögleg. Eitt lögfræðiálit hafi bent í þá átt, en á móti hafi staðið álit ýmissa ann- arra lögfræðinga sem gengið hafi í aðra átt. Þar segir enn fremur að Seðla- bankinn sé ekki dómstóll og geti því ekki skorið úr um lögmæti lán- anna. „Það væri því í hæsta máta óviðeigandi ef hann hefði á þess- um tíma gefið frá sér einhverjar yfirlýsingar þar að lútandi,“ segir í yfirlýsingu bankans. Lögfræðiálitið var ekki afhent efnahags- og viðskiptaráðuneytinu með formlegum hætti, en þar vissu menn vissulega af þessari niður- stöðu, segir Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður ráðherra. Hann segir að álitið hafi í raun engin áhrif haft, enda dómstóla að úrskurða um lögmæti lánanna. Lögmæti þeirra hafi verið einn af mörgum óvissuþáttum í uppgjörinu milli nýju og gömlu bankanna, þar hafi verið borð fyrir báru vegna ýmissa óvissuþátta. Seðlabankinn vildi ekki afhenda Fréttablaðinu lögfræðiálitið og minnisblað aðallögfræðings bank- ans þegar eftir því var óskað í gær. Í yfirlýsingu bankans kemur fram að bankinn hafi ekki heimild til að afhenda álitið án samþykkis við- komandi lögfræðistofu. Ekki verði reynt að afla þess fyrr en eftir helgi. Hvorki seðlabankastjóri né aðstoðarseðlabankastjóri gáfu kost á viðtölum vegna málsins í gær. brjann@frettabladid.is SKATTAMÁL Huginn Freyr Þorsteins- son, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, segir að fyrirfram sé ekki hægt að útiloka neinar tillögur í skattamálum. Í skýrslu um íslenska skattkerf- ið, sem AGS vann að ósk fjármála- ráðuneytisins, var lagt til að lægri skattþrep virðisaukaskattsins yrðu hækkuð upp í 25,5 prósent ef frá væru skildar matvörur sem yrðu með fjórtán prósenta virðisauka- skatt. Meðal vara sem eru í dag með lægri skattprósentu má nefna bækur og dagblöð en í Fréttablað- inu á mánudag lýstu bóksalar yfir þungum áhyggj- um af þessum tillögum. „Ég held að við þær aðstæð- ur sem eru uppi núna sé ekki hægt að útiloka neit t . Nefnd vinnur að tillög- um í skattamál- um og auðvitað reynum við að forgangsraða og velja tillögur sem skila mestu í framtíðar- tekjum án þess að hafa of neikvæð áhrif á hagkerfið,“ segir Huginn. Að sögn bóksala myndi hækkun á virðisaukaskatti á bækur í 25,5 prósent öll fara út í verðlagið sem myndi þýða rúmlega sautján pró- senta hækkun á verði bóka. Slík hækkun kæmi sérstaklega illa við háskólanema og fjölskyldur fram- haldsskólanema. Huginn segir að litið verði til slíkra sjónarmiða í skattavinnunni og að reynt verði að komast hjá því að leggjast í breytingar sem komi tekjulágum hópum illa. Hann segir þó að þessi tillaga AGS hafi ekki verið rædd sérstaklega í ráðuneyt- inu. - mþl Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til afnám lægri þrepa virðisaukaskattsins: Ekki hægt að útiloka neinar tillögur HUGINN FREYR ÞORSTEINSSON BÓKSALAR UGGANDI AGS hefur lagt til að hækka meðal annars virðisaukaskatt á bókum. Bóksalar óttast mjög afleið- ingar slíkrar hækkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ekki missa af Lindu Pétursdóttur, Certified Holistic Health Counsellor sem er komin aftur til landsins. SYKUR - Hversvegna erum við sjúk í hann og hvað er til ráða? Þriðjudaginn 10. ágúst kl. 17:30-19:30. Maður lifandi Borgartúni. Verð: 2.900 kr. MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ Heilnæmt, grænt og gómsætt! Fimmtudaginn 12. ágúst kl. 17:30-20:30. Maður lifandi Borgartúni. Verð: 6.500 kr. TB W A \R EY KJ A VÍ K\ S ÍA \ 10 19 32 SÍ fékk lögfræðiálit um ólögmæti lána Lögfræðiálit sem Seðlabankinn lét vinna leiddi í ljós að gengistryggð lán væru ólögleg 13 mánuðum fyrir dóm Hæstaréttar. Bankinn ekki dómstóll og því óvið- eigandi að upplýsa um álitið að mati bankans. Viðskiptaráðuneytið var upplýst. Seðlabankinn hefði átt að upplýsa almenning um nið- urstöðu lögfræðiálits um gengistryggð lán í stað þess að halda niðurstöðunni fyrir sig, segir Margrét Tryggva- dóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Upplýst var um lögfræðiálitið í svari Seðlabankans við spurningum sem fram komu á sameiginlegum fundi viðskiptanefndar Alþingis og efnahags- og skatta- nefndar Alþingis hinn 5. júlí síðastliðinn. Svar bankans er dagsett 30. júlí. Margrét hefur nú ásamt Þór Saari, þingmanni Hreyfingarinnar, óskað eftir því að fulltrúar Seðlabankans komi á ný á sameiginlegan fund þessara tveggja nefnda þingsins til að skýra nánar svörin. „Við viljum vita hverjir fengu aðgang að þessu lögfræðiáliti,“ segir Margrét. „Ríkisstjórnin átti klárlega að fá þessar upplýsingar.“ Hún segir næsta víst að þing og ríkisstjórn hefðu hagað sínum málum öðruvísi sumarið 2009 hefði verið upplýst um þessa niðurstöðu Seðlabankans. Til dæmis hafi stjórn- völd verið að ljúka við uppgjörið milli gömlu og nýju bankanna á þessum tíma. Þá hefðu hugmyndir um almenna niðurfellingu skulda eflaust fengið víðtækari stuðning ef þessi niðurstaða hefði verið ljós. Hefði átt að upplýsa almenning MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR EKKI AFHENT Seðlabankinn hafnaði því í gær að afhenda lögfræðiálitið þar sem bankinn hafi ekki heimild lögfræðistof- unnar sem vann álitið til að afhenda það fjölmiðlum. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /PJETU R Hefur þú fundið fyrir skorti á kjúklingakjöti í verslunum? JÁ 9,9% NEI 90,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við störf Jóns Gnarr sem borgarstjóra hingað til? Segðu þína skoðun á visir.is ERTU AÐ FARA Í SUMARFRÍ? Pósthúsið ehf. annast dreifingu Fréttablaðsins, nánari upplýsingar á www.visir.is/dreifing Þú getur afpantað Fréttablaðið á meðan þú ert að heiman. Hafðu samband í grænt númer 800-1177 eða sendu póst á netfangið dreifing@posthusid.is KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.