Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2010, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 07.08.2010, Qupperneq 8
8 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR RÚSSLAND, AP Skyggni í Moskvu- borg mældist ekki nema nokkr- ir tugir metra í gær vegna reyk- mengunar frá skógareldunum. Ferðafólki tókst að ná dulúðugum myndum af helstu kennileitum, en stækjan var römm og framkallaði þrálátan hósta. Reykurinn kemur frá eldunum miklu sem herjað hafa á landið undanfarið. Spáð er kyrru veðri næstu daga í borginni þannig að reykmengunin er ekki á förum. Heilbrigðisyfirvöld vara fólk við að fara mikið út úr húsi og vera þá með grímur fyrir vitum. Inni í húsunum er fólki ráðlagt að hengja upp vot handklæði til að taka í sig rykið og kæla loftið. „Það er ekki nokkur leið að sinna vinnunni,“ sagði Mik- hail Borodin, tæplega þrítugur Moskvubúi, sem kveikti sér í síg- arettu og tók stundarkorn niður reykgrímuna til að geta fengið sér reyk. „Ég veit ekki hvað rík- isstjórnin er að gera, en þeir ættu bara að loka öllu.“ Hitarnir í Rússlandi hafa sleg- ið öll met í sumar. Í næstu viku er spáð allt að 38 stiga hita í Moskvu, þar sem meðalhitinn á þessum árstíma er um 23 gráður. Í gær brunnu eldar á 500 stöð- um í Rússlandi, mest í vestan- verðu landinu. Í nágrenni höfuð- borgarinnar sást 31 skógareldur og fimmtán kjarreldar. Stjórnvöld hafa viðurkennt að tíu þúsund manna slökkvilið landsins ráði engan veginn við vandann. Íbúar í mörgum smærri þorpum staðfesta það: eldarn- ir hafa farið á ógnarhraða yfir þorpin og skilið eftir sig auðn eina. Í borginni Sarov, sem er tölu- vert fyrir austan Moskvu, börð- ust menn við að halda eldunum frá kjarnorkurannsóknarstöð. Í síðustu viku ollu eldarnir miklu tjóni á herflugvelli skammt fyrir utan Moskvu. Allt að 200 flugvél- ar skemmdust. Eldarnir hafa orðið meira en fimmtíu manns að bana, meira en tvö þúsund hús eru eyðilögð. Vladimír Pútín forsætisráðherra hefur lofað því að ný hús verði reist fyrir veturinn og hver ein- staklingur fái jafnvirði 800 þús- und króna í skaðabætur, sem er nokkuð há upphæð þegar haft er í huga að mánaðarlaun eru að með- altali rétt innan við hundrað þús- und krónur. gudsteinn@frettabladid.is Kæfandi reykjarmökkur liggur yfir Moskvuborg Moskvubúar þurftu að setja upp reykgrímur er þeir fóru út úr húsi. Jafnvel inni í húsum smaug reykur inn í hvern krók og kima. Eldar loguðu á fimm hundruð stöðum í vestanverðu Rússlandi. Yfir fimmtíu eru látnir. REYKUR Í MOSKVU Varla var líft vegna reykmengunar í höfuðborg Rússlands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Grímsson forseti sendi í gær samúðarkveðju til Dmitrí Med- vedevs Rúss- landsforseta vegna hörm- unganna sem orðið hafa í Rússlandi. „Fjöldi lands- manna, bæði almennir borg- arar og björg- unarfólk, hefur látið lífið í kjöl- far hinna hörmulegu elda sem herjað hafa á landið,“ segir í til- kynningu frá skrifstofu forseta. - gb Hörmungarnar í Rússlandi: Samúðarkveðja send frá Íslandi DANMÖRK Mary Elizabeth, krón- prinsessa Danmerkur, ber tví- bura undir belti, samkvæmt upplýsingum sem Danska ríkisút- varpið hefur frá konungshirðinni. Gert er ráð fyrir að Mary verði léttari í janúar. Danska ríkis- útvarpið segir að undanfarna daga hafi Danir mikið velt vöng- um yfir ástandi Mary en það var danska slúðurblaðið Se og Hør sem upplýsti um þungun- ina á miðvikudag. Konungshirðin hefur hins vegar neitað að tjá sig um málið, allt þar til í gær. - jhh Hirðin tjáir sig í fyrsta sinn: Sögð ganga með tvíbura ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON 1. Af hverju verður Harpa ekki alveg tilbúin við opnun? 2. Um hvern skrifa blaðamenn- irnir Þórarinn Þórarinsson og Jakob Bjarnar Grétarsson bók? 3. Upp á hverju tók Jón Gnarr borgarstjóri við setningu Hins- egin daga? VÍSINDI Hegðun og persónuleiki í æsku hefur mikið forspárgildi um hvernig einstaklingar hegða sér á fullorðinsárum, samkvæmt nýrri rannsókn við Kaliforníuháskóla. Skoðaðir voru fjórir þættir persónuleikans; aðlögunarhæfni, hvatvísi, sjálfsmynd og málfærni. Mikil fylgni er sögð milli þess hvernig einstaklingar hegðuðu sér sem börn og svo sem fullorðnir einstaklingar. Þannig voru hvat- vís börn líklegri til þess að tala hátt, hafa vítt áhugasvið og vera ræðin á fullorðinsárum. - mþl Ný bandarísk rannsókn: Spáð fyrir um hegðun seinna VIÐSKIPTI Fjárhagslegri endurskipu- lagningu Sparisjóðs Norðfjarðar er lokið. Seðlabankinn leggur honum til 150 milljóna króna stofnfé og Byggðastofnun 240 milljóna króna víkjandi lán í skiptum fyrir 49 prósenta eignarhlut. Við það verð- ur stofnfé sparisjóðsins rúmar 620 milljónir króna og verður eigin- fjárhlutfall hans 22 prósent. Stofnfjárhlutir ríkisins hafa verið framseldir til Bankasýslu ríkisins sem fær tvö stjórnarsæti í sparisjóðnum að loknum aðalfundi í enda mánaðar. Bankasýslan aug- lýsti eftir tilnefningum í stjórnir þeirra sparisjóða sem fyrirséð er að komi í eigu hennar á næstunni. Vilhjálmur G. Pálsson sparisjóðs- stjóri segir sparisjóðinn hafa orðið fyrir miklu tjóni í bankahruninu haustið 2008 og stjórn hans óskað eftir eiginfjárframlagi frá ríkinu í janúar í fyrra. Um svipað leyti hafi einstaklingar og fyrirtæki í Fjarðabyggð lagt honum til nýtt stofnfé upp á 253 milljónir króna. Vilhjálmur segir stöðu spari- sjóðsins, sem er með útibú í Nes- kaupstað og Reyðarfirði, sterka eftir niðurstöðuna. „Við eigum að þola verstu hugsanlegu niðurstöðu er varða uppgjör á lánasamningum í erlendri mynt og vel það,“ segir hann. - jab Í NESKAUPSTAÐ Staða Sparisjóðs Norð- fjarðar er sterk eftir endurskipulagningu, segir sparisjóðsstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ELMA Seðlabanki og Byggðastofnun setja 390 milljónir króna í Sparisjóð Norðfjarðar: Sjóðurinn þolir myntkörfuskellinn VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.