Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 26
26 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR MILLJARÐAMÆRINGURINN TÖLVUNÖRDINN KVENNAMAÐURINN ÍÞRÓTTAÁHUGAMAÐURINN PARTÍLJÓNIÐ Paul Allen fæddist í Seattle í Washington-ríki Bandaríkj- anna árið 1953. Hann gekk í Lakeside-einkaskólann þar sem hann kynntist Bill Gates. Þeir urðu miklir vinir í gegnum sameiginlegt áhugamál sitt, sem sé tölvur, sem voru reyndar hvorki fugl né fiskur á þessum tíma. Allen gekk svo í háskóla í Washington, en hætti eftir tveggja ára nám til að vinna sem forritari með Gates góðvini sínum. Hann sannfærði svo Gates um að hætta í Harvard-háskóla til að stofna fyrirtækið Microsoft árið 1975. Það þarf ekki að fjölyrða um sögu fyrirtæk- isins sem er algjört skrímsli í tölvuheiminum. Gates og Allen voru á meðal þeirra sem hönnuð stýrikerfið sem keyrði fyrstu PC-tölvur IBM. Kerfið varð síðan Windows og náði yfirburðastöðu á markaðnum. Microsoft hefur á sinni tíð verið lögsótt og dæmt fyrir einokunartilburði. Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá nein- um. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. Atli Fannar Bjarka- son skoðaði hvaða mann Allen hefur að geyma og komst að því að hann er liðtækur gítarleikari með brennandi áhuga á íþróttum og konum. DVELUR Í REYKJAVÍK Bæði glöggir og óglöggir hafa tekið eftir risavöxnu snekkjunni í Reykjavíkurhöfn. Hún er í eigu Paul Allen, annars stofnanda Microsoft. Allen er einn ríkasti maður heims, þó að hann hafi reyndar verið miklu ríkari áður. Paul Allen er einn af milljarðamæringunum sem taka þátt í verkefninu The Giving Pledge, sem Bill Gates og Warren Buffet standa að. Verkefnið snýst um að forríkt fólk hefur lofað að ánafna að minnsta kosti helmingi auðs síns til góðgerðarmála. Auðæfi Allen eru metin á 13,5 milljarða Banda- ríkjadala í dag. Miðað við gengi íslensku krónunnar lítur talan svona út: 1.606.500.000.000. 1,6 billjónir íslenskra króna. Árið 2007 var Allen í 19. sæti á lista yfir ríkustu menn heims. Í dag er hann í 37. sæti á sama lista. Hann hefur augljóslega losað sig við talsvert mikið af fjármunum og tapað einhverju, því árið 2005 var hann í þriðja sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Auður hans var metinn á rúma 22 milljarða Bandaríkjadala. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Paul Allen á landinu ásamt kærustunni sinni, sem fagnaði þrítugsafmæli sínu við komuna til landsins. Paul lét starfsfólk sitt raða alls kyns gjöfum víðs vegar um lúxussnekkjuna Octopus og fór hann meðal annars fram á Louis Vuitton-tösku sem er ekki fáanleg á landinu. Allen hefur átt í ástarsambönd- um við nokkrar frægar konur í gegnum tíðina. Hann var orðaður við tennisstjörnuna Monicu Seles og byrjaði að hitta fyrirsætuna Jerry Hall eftir að hún skildi við rokkarann Mick Jagger úr Rolling Stones. Þá var hann orðaður við leikkonuna Lauru Harring sem varð ungfrú Bandaríkin árið 1985. Í seinni tíð er hún þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmynd David Lynch, Mulholland Drive ásamt því að leika mömmu hins alræmda Chuck Bass í Gossip Girl. Þrátt fyrir að það sé talað um að Paul Allen sé afar rólegur og hæglátur maður er hann þekktur fyrir að halda stórkostlegar veislur á lúxussnekkju sinni. Hann býður ávallt þotuliðinu úr Hollywood að skemmta sér með sér og er þekktur fyrir að grípa í gítar í veislunum og troða upp með hljómsveit. Í nýárspartíi árið 2005 spilaði hann lög eftir Johnny Cash með hljómsveit sinni og R&B-söngvaranum Usher. Allen hélt veislu um borð í Octopus á Cannes- kvikmyndahátíðinni í fyrra til heiðurs Dr. Jim Watson. Á meðal gesta voru Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir eiginkona hans. Paul Allen hefur gríðarlegan áhuga á íþróttum sem sést berlega á fjárfestingum hans. Hann keypti NBA-körfubolta- liðið Portland Trail BLazers árið 1988 af fasteignajöfrinum Larry Weinberg á 70 milljónir dollara. Hann átti stóran fjárhagslegan þátt í byggingu íþróttahallar liðs- ins, Rose Garden, árið 1993. Árið 1997 keypti Allen NFL-íshokkíliðið Seattle Seahawks af auðjöfrinum Ken Behring. Þetta gerði Allen til að forða liðinu frá því að vera flutt til Suður-Kaliforníu. Hann á líka hlut í fótboltaliðinu Seattle Sounders FC sem var stofnað í fyrra. Á meðal eigenda eru grínistinn Drew Carey og kvikmyndaframleiðandinn Joe Roth. Liðið var aðeins annað lið sögunnar til að spila í úrslitakeppni á fyrsta tímabili sínu í MLS-deildinni, sem er úrvalsdeild Bandaríkj- anna í fótbolta. 2.142.000.000.000 kr. Auðævi Paul Allen árið 2007 700.000.000.000 Icesave-reikningurinn 235.000.000.000 Eignir Björgólfs Thors Björgólfssonar árið 2007 skv. tímaritinu Forbes 1.606.500.000.000 Auðævi Paul Allen í dag 560.000.000.000 Fjárlög íslenska ríkisins í ár 80.288.000 Hæsti vinningur sem greiddur hefur verið út í íslenska lottóinu. Vinningurinn var greiddur út í apríl árið 2002. 24.000.000.000 Virði skútu Paul Allen, Octopus, sem er nú við Reykjavíkurhöfn. 144.443.000.000 Heildarútgjöld ríkisins til heilbrigðismála á einu ári frá 15. júlí 2008.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.