Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 28

Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 28
28 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR É g tálga bara íslenska fugla, þessa algeng- ustu. Hef gert milli þrjátíu og fjörutíu teg- undir og þar af eru svona fimmtán vin- sælastar. Sumir safna þessum fugl- um, ferðafólk kaupir þá úr höndun- um á mér á sumrin og á veturna pant- ar fólk þá gegn- um síma,“ segir Hafþór sem hefur ekki gert annað síðustu þrjú ár en að fjölga fuglum. Jón er hins vegar bæði á grásleppu og strandveiðum á Hólmavík en er smíðakennari og byrj- aði að tálga í sumar. „Jón er ekkert að stæla mína fugla né ég hans,“ tekur Hafþór fram. „Það hefur verið gott fyrir mig að hafa hann með mér því ég hef ekki undan og það er ekki nógu skemmtilegt að eiga ekk- ert á verkstæðinu. Hann er að selja grimmt líka.“ Hafþór kveðst vera úr Reykjavík en hafa búið á Hólmavík í fimmt- án ár og kennt þar myndmennt og smíðar í 12 ár. Hvað kom til að hann sneri sér alfarið að fuglaframleiðsl- unni? „Ég var búinn að kenna í þrjá- tíu ár og langaði að breyta til. Hafði verið að fikta við að tálga fugla á sumrin og selja afraksturinn í upp- lýsingamiðstöðinni hér. Svo ákvað ég að hella mér út í þetta og koma mér upp verk- stæði á góðum stað við höfnina, við hliðina á Galdrasafninu og aðalveit- ingahúsi bæjarins, í gömlu húsi sem ég gerði upp.“ Rekaviður af fjörunum og birki úr reykvískum görðum er sá efniviður sem Hafþór kveðst einkum nota í fugl- ana og lappirnar gerir hann úr nöglum. En jaðrakan og spói þurfa langar lappir og þær býr hann til úr gömlum önglum sem hann fær hjá beitningamönnum í hinum hluta verkstæðishússins. Lóan er langvinsælust fuglanna, að sögn Jóns. Svo koma hrafninn, krían, spóinn og rjúpan. Skógar- þröstur og maríuerla eru mikið keypt líka og lundinn er vinsæll hjá útlendingum. „Annars kaupa útlendingar sömu tegundir og Íslendingar,“ segir Hafþór. „Þeir hafa oft einhverja upplifun af krí- unni, lóunni eða spóanum þegar þeir koma hingað og kaupa sér tré- fugl til minja.“ Fuglarnir fljúga af hnífsblaðinu Í gömlu timburhúsi við bryggjuna á Hólmavík sitja tveir menn og tálga fugla. Þetta eru Hafþór Þórhallsson og Jón Ólafsson og þeir gera meira en tálga því þeir mála líka fuglana og selja. Stef- án Karlsson ljósmyndari átti leið um bryggjuna, heillaðist af iðju þeirra félaga og beindi að þeim linsunni. Gunnþóra Gunnarsdóttir sló svo á þráð- inn til þeirra og Hafþór varð fyrir svörum. MIKIÐ AÐ GERA Hafþór Þórhallsson og Jón Ólafsson hafa varla undan í fuglaframleiðslunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SÝNISHORN Aðallega er notast við rekavið og birki í fuglana. Hafðu samband

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.