Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 32

Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 32
ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Nordicphotos Getty Images Pennar Marta María Friðriksdóttir og Sólveig Gísladóttir. Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög ÁGÚST 2010 M atarferðir njóta nú vaxandi vinsælda og ekki aðeins meðal þeirra sem vilja brydda upp á nýjungum heldur gera fríið enn eftirminnilegra. Víða er til dæmis hægt að slá tvær flugur í einu höggi og bóka sig í matar- og menningarferð- ir með leiðsögn. Í New York er boðið upp á slíka rúnta í nokkur helstu og fjölbreyttustu hverfi borgarinnar. Undirritaður fór í einn slíkan um Greenwich Vill age fyrir nokkru þar sem þátttakend- um gafst færi á að kynnast sögu þessa litríka bóhemahverfis, sjá hvar Hollywood-stjörnur hafa hreiðrað um sig og bragða í leið- inni á öllu því besta sem er í boði, bæði á veitingastöðum og í sæl- keraverslunum. Svo skemmtilega vildi til að í nokkrum þeirra feng- ust íslenskar vörur og þar á meðal skyr sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra. Ferðir af þessu tagi eru kjörið tækifæri til að öðlast betri inn- sýn í menningu og sögu viðkom- andi staða, hvort sem lagt er af stað í tapas-leiðangur um Madr- id eða ferðinni heitið í ostabúðir, vínverslanir eða rómaða veitinga- staði í París. Sannkölluð sælkeraveisla París er sjálfsagt sú evrópska borg sem státar af flestum mat- armörkuðum, þar sem úir og grúir af hvers kyns kræsingum. Allir eru þeir opnir um helgar og sumir á virkum dögum að auki. Marché couvert des Enfants rou- ges er kjörið að heimsækja en hann er elsti matarmarkaðurinn í París. Annar gamall er Bour- ough Market í Southwark í Lund- únum, sem á rætur að rekja aftur til daga Rómverja. Ráðlagt er að fólk verji að minnsta kosti hálfum degi þar, enda margt skemmtilegt að skoða og upplifa. Sömu sögu má segja um Mercat de la Boqu- eria í Barcelona, en sú staðreynd að helstu matreiðslumenn borgar- innar safnast þar saman snemma á laugardagsmorgnum til að gera innkaup fyrir veitingastaðina er vitnisburður um gæði hráefnisins, auk þess sem þar eru ýmsir litlir og góðir matsölustaðir sem vert er að borða á. Lært að elda þjóðlega rétti Þeim sem hafa hug á að heimsækja Mercat de la Boqueria gæti jafn- framt þótt gaman að vita að sér- stakur matreiðsluskóli er rekinn á vegum markaðarins, þar sem þátt- takendur læra eitt og annað sem lýtur að spænskri matargerð. Mat- reiðsluskólar eru vitanlega kjörn- ir fyrir ferðalanga sem vilja ekki aðeins hafa með sér heim minn- ingar um góðan mat í fríinu, held- ur geta beinlínis notið hans þegar löngunin læðist að. Matreiðsluskól- ar eru reknir víða um heim og við DEKRAÐ VIÐ BRAGÐLAUKANA FRAMHALD Á SÍÐU 4 Ferðalög geta snúist um margt fl eira heldur en heimsóknir á gömul söfn eða letilegan dag á ströndinni. Skipulagðar matarferðir eða mat- reiðslunámskeið undir stjórn heimsþekktra kokka í útlöndum geta verið skemmtileg til- breyting og jafnvel orðið að spennandi ævintýri sem skilur eftir sig bæði ljúfar og ljúff engar minn- ingar. Til fundar við drauma bernskunnar Ljósmynd- arinn Emilie Fjóla Sandy opnar innan skamms sýninguna Þegar ég er stór í Lundúnum. SÍÐA 2 Kafbátar og kameldýr Öðruvísi ferðamáti víða um heim. SÍÐA 6 2 FERÐALÖG UPPÁHALDSHVERFIÐ: Amager, þar sem ég bý. Maður getur ekki annað en kunnað vel við sig þarna, meðal annars þar sem besta ströndin er skammt undan og með tilkomu metro-kerfisins er stutt í allt. FLOTTASTA VERSLUNIN: Gjafa- vöruverslunin Inblik á Kristjánshöfn, sem selur allt frá kertastjökum til sólgleraugna. Svo er gaman að kíkja í antíkverslanirnar á Nørrebro. UPPÁHALDSVEITINGASTAÐUR: Restaurant Schønnemann, sem er besti smurbrauðsstaðurinn í borg- inni. Maturinn er vel framreiddur, þjónustan framúrskarandi góð og andrúmsloftið þægilega afslappað. UPPSKRIFT AÐ GÓÐU KVÖLDI: Borgin býður upp á endalausa möguleika. Ég færi út að borða á Restaurant Fiat sem býður upp á frábæran ítalskan mat og eftir það í Konunglega leikhúsið, sem er listaverk út af fyrir sig. Að svo búnu kæmi til greina að kíkja á næturlífið í Kødbyen, gamalt kjötvinnslusvæði sem er verið að taka í gegn og breyta í huggulegt kaffihúsa- og næturklúbbahverfi. Þarna rekur Dóra Takefusa til dæmis barinn Jolene. HVAÐ KEMUR MEST Á ÓVART: Hvað Kaupmannahöfn er endalaus uppspretta menningar. Það er hrein- lega alltaf eitthvað um að vera. HEIMAMAÐURINN  Kaupmannahöfn V opnaleitin á flugstöðum fer í taugarnar á mörgum. Að þurfa að afklæðast í upp- hafi sumarfrísins í sal fullum af fólki með flugstress í æðum er ekki það sem flest- ir myndu kalla gott start. Auk þess hefur mörg- um sárnað að þurfa að láta frá sér uppáhalds nagla skærin sem bitu svo vel, rándýra ilmvatnið og kókflöskuna sem átti að endast flugið á enda. Langflestir gera sér svo sem grein fyrir því að fyllsta öryggis þurfi að gæta og eru þakklátir fyrir að öryggisverðir á flugvöllum vinni starf sitt vel. En líklega er það sú staðreynd að margar af örygg- iskröfunum hljóma eins og lélegur brandari, sem fer hvað mest í taugarnar fólki. Vissulega á fólk ekki að fá að ferðast með vopn, sprengiefni, eldfima vökva, tærandi efni, eitur og geislavirk efni. En þegar skilgreiningin á egg- vopnum er farin að ná yfir plokkara er skilningur margra á enda. Hvernig menn sjá fyrir sér að fólk ætli að ræna flugvélum með plokkarann einan að vopni hef ég aldrei skilið. Þá er það hin yndislega regla um vökvann. Jú, þú mátt taka með þér vökva, en ekki meira en 100 ml og skulu umbúðirnar samviskusamlega pakkað- ar í plastpoka. Og hvað er með þennan plastpoka? Hversu mikla vörn veitir hann? Ef ég væri bíræf- inn hryðjuverkamaður með ætandi efni í 100 ml brúsa í plastpoka ... hversu mikið mál væri það fyrir mig að OPNA plastpokann í vélinni? Sumir hafa reyndar þá samsæriskenningu að reglan um vökvann hafi verið samin í samstarfi við veitingasala á flugvöllum. Til að snúa á kerfið hafa hagsýnar húsmæður tekið upp á því að taka með sér tómar flöskur í gegnum öryggiseftirlitið og fylla síðan á þær inná baði í fríhöfninni. Kannski eru það þessar skrítnu reglur sem gera það að verkum að margir fá töluvert út úr því þegar öryggisvörðunum yfirsjást hlutir. Ég hef heyrt ófáar sögur sagðar í glaðhlakkalegum tón um hvernig fólk hafi óvart sloppið með hina ótrú- legustu hluti í gegnum gegnumlýsingu. Menn hafi þá verið of uppteknir við að þefa upp úr illa lykt- andi skópörum meðan vasahnífar, naglaklippur og annar stórhættulegur varningur rann óáreittur í gegn. Besta leiðin til að njóta upphafs ferðalagsins er þó að líta á öryggishliðið eins og þreytandi verk á borð við uppvask. Það er leiðinlegt ... en þarf að klárast. Sólveig Gísladóttir skrifar ÖRYGGI Í PLASTPOKA Þ eim tókst að finna kjól sem er líkur þeim sem Vigdís Finn- bogadóttir var í á frægri mynd frá níunda áratugnum. Ég sé núna að það hæfir mér vel að vera for- seti.“ Þetta eru ummæli höfð eftir söng- konunni Hafdísi Huld, en mynd af henni í hlutverki forseta Íslands verður til sýnis á ljósmyndasýningunni Þegar ég er stór sem verður opnuð í Lundúnum á fimmtu- daginn. Ljósmyndarinn Emilie Fjóla Sandy sem er hálf íslensk og vinkona hennar, grafíski hönnuðurinn Kamilla Weinhardt standa að baki sýningunni sem verður opnuð í Material galleríinu í Carnaby Street í miðborg Lundúna. „Við spurðum einstaklinga í skapandi greinum hvað þeir vildu verða þegar þeir voru litlir. Hugmyndin var að heimsækja þá í þeirra umhverfi, annað hvort á vinnustofur þeirra eða heimili, og taka myndir af þeim klæddum í föt sem einkennir störf- in,“ segir Emilie. „Ég hef tekið myndir af Hafdísi Huld áður og hélt sambandi við hana. Mig minnir að ég hafi upphaflega hitt hana í tengslum við myndatöku hjá Vikunni fyrir nokkrum árum.“ Á sýningunni eru myndir af tuttugu og fimm einstaklingum. Auk Hafdís- ar Huldar er fólk á borð við Mary Jane Baxter, fréttamann á BBC, í hlutverk Maríu úr Söngvaseið og Nicolas Roope stjórnanda umboðsskrifstofunnar Poke London sem bónda. „Þetta var gaman og fólk naut þess að upplifa drauma bernsk- unnar,“ segir Emilie. Kamilla tekur við og útskýrir vinnu- fyrirkomulagið. „Emilie tekur myndirn- ar og ég er listrænn stjórnandi og stíl- isti,“ segir hún og bætir við að vinna við sýninguna hafi hafist í febrúar árið 2009. „Ég býst við að við munum svo halda áfram með þetta verkefni.“ En vildu einhverjir vera það sama? „Það vildi svo heppilega til að fæstir vildu vera það sama. Tveir menn vildu verða prestar svo við klæddum þá upp á mismunandi vegu. Þegar við byrjuðum sagði fólk raunhæfa hluti eins og þjón- ustustúlka eða flugfreyja. Svo varð þetta skemmtilegra og einn vildi verða Tinni og okkur Kamillu fannst sú hugmynd skemmtileg.“ Sýningin verður opnuð 13. ágúst og stendur til 27. ágúst. Nánari upplýsingar má finna á www.wheniambig.com. - mmf HAFDÍS HULD SEM FORSETI ÍSLANDS Mynd af íslensku söngkonunni Hafdísi Huld í hlutverki forseta Íslands prýðir meðal annars veggi ljósmyndasýningarinnar Þegar ég er stór sem verður opnuð í miðborg Lundúna í næstu viku. Hin hálfíslenska Emilie Fjóla Sandy og Kamilla Weinhardt standa að baki henni. Hugmynd að heimsókn Kamilla Weinhardt og Emilie Fjóla Sandy höfðu samband við fólk í skapandi greinum og spurðu hvað það hefði viljað verða þegar það var lítið. Til vinstri sést söngkonan Hafdís Huld bregða sér í hlutverk forseta Íslands. MYND/ÚR EINKASAFNI STEFANÍA KRISTÍN BJARNADÓTTIR flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.