Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 56

Fréttablaðið - 07.08.2010, Side 56
6 FERÐALÖG Hægt er að fi nna óvenjulegan og furðulegan ferðamáta víða um heim. Meðal annars er hægt að fara í ferð með lestinni sem var sögusvið bókar Agöthu Christie Austurlandahraðlestin. Þá er einnig hægt að fara í ferð á gömlum hestvagni eða fá sér far með fílum og úlföldum. Gaman gæti einnig verið að kíkja niður á kóralrif á sjávarbotni í kafbáti. - mmf FURÐULEGUR FERÐAMÁTI VÍÐA UM HEIM Um jörð og loft Kameldýr eru notuð sem fararskjótar í Afríku og Asíu. Ferðir á kameldýrum geta verið skemmtilegar en hafa verður í huga að þær geta einnig verið talsvert erfiðar. Annar dagur ferðalagsins er oftast erfiðastur og því er mælt með því að ganga nokkrar vegalengdir. Ferðir í loftbelgjum geta einnig verið skemmtilegar. Þær hafa tíðkast frá átjándu öld. Þá voru þeir knúnir heitu lofti en í dag er helíum notað. NORDICPHOTOS/AFP Tuk-tuk Tuk-tuk er vinsælt farartæki í Asíu. Þetta er vélknúið farartæki sem notað er til einkanota eða til leigu. Þeir fást til leigu í Hollandi og á tímabili var einnig hægt að leigja þá í Bretlandi en fyrirtækið sem gerði þá út hætti árið 2008. Nordicphotos/afp Neðansjávarlíf Spennandi getur verið að fara í ferðir með kafbát og auðvelt er að skoða dýralífið neðansjávar á þann hátt. Í sumum ferðum er stoppað á mismunandi dýpi þar sem hægt er að skoða torfur fiska og jafnvel heilu kóralrifin eða yfirgefin skipsflök. NORDICPHOTOS/AFP Upplifun Afríka og Asía eru tilvaldir staðir til þess að fara á fílsbak. Hátt uppi á allt að sex tonna dýrinu á fjörutíu kílómetra hraða er upplifun. NORDICPHOTOS/AFP Ferð með sögu Ferð með Orient Express- lestinni hefur alltaf verið eitthvað meira en venjuleg lestarferð. Hver vagn lestarinnar á sér sína sögu en nokkrir vagnanna sem eru á ferðinni núna voru á hinni upphaflegu leið. Lestin er sögusviðið í sögu Agöthu Christie Austur- landahraðlestinni. NORDICPHOTOS/AFP Húsbátaferðir Ferðir í húsbátum eru vinsælar í Kerala-fylki syðst á Indlandi. Óteljandi lón, vötn, skurðir, árósar og óseyrar í 44 ám búa til níu hundruð kílómetra langa ferð. Upphaflega voru bátarnir kallaðir Kettuvallam sem þýðir bátur sem er bundinn saman með trébitum. NORDICPHOTOS/GETTY Bórinn vinsæll Um 100 þúsund manns geta fengið sæti í fjórtán stórum og fimmtán minni bjórt- jöldum á októberfest. NORDICPHOTOS/AFP MILLJÓNIR LÍTRA AF BJÓR TEYGAÐAR Októberfest í München er að öllum líkindum stærsta hátíð heims. Uppruna hátíðarinnar má rekja til brúðkaups Ludwigs krónprins Bayern og Theresu prinsessu þann 12. október 1810. Í tilefni brúðkaupsins var efnt til kappreiða á stóru engi utan borgarmúranna sem eftir það var nefnt Theresienwiese. Til að kæta borgara Bæjaralands var ákveðið að endurtaka leikinn að ári og hefur hefðin viðhaldist upp frá því. Theresienwiese er 42 hektarar að stærð og meðan hátíðahöldin standa yfir eru þar fjórtán stór bjórtjöld sem taka frá 6.000 upp í 12 þúsund manns í sæti. Þá eru þar fimmtán smærri tjöld og stórt tívolí. Hátíðin er bæði vinsæl meðal íbúa München og ferðamanna alls staðar að úr heiminum, allt frá Kína til Íslands. Talið er að um sex milljónir manna heimsæki októberfest á hverju ári og teygi sex til sjö milljónir lítra af bjór á þeim rúmu tveimur vikum sem hátíðin stendur. Þrátt fyrir nafnið októberfest fer hátíðin mestmegnis fram í september. Ástæðan er sú að vegna kulda var árið 1872 ákveðið að færa hátíðina fram. Nú hefst hún fyrsta laugardag eftir 15. september og stendur fram á fyrsta sunnudag októbermánaðar. Margar hefðir hafa skapast í kringum október- fest. Til dæmis fá aðeins hefðbundnu brugghúsin í borginni leyfi til að selja bjórinn sinn en þau eru: Spaten-Franziskaner-Bräu, Augustiner, Paulaner, Hacker-Pschorr, Hofbräu og Löwenbräu. Ljóst er að enginn ætti að fara þyrstur af októberfest enda aðeins hægt að kaupa eina stærð af bjór. Stóran.FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Sími 511 1515 Heimasíða: www.ferdir.is Netfang: outgoing@gjtravel.is Nýtt á ferdir.is • Haustferð til Brussel og Brügge 10.–13.09. 2010 Brussel er heimsborg að fornu og nýju, sem hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða og Brügge er einstaklega heillandi og fögur borg. Verð á mann frá 89.900,- • Ferð á IAA atvinnubifreiða- sýinguna í Hannover 26.–29. 09. 2010 Ein stærsta sýning sinnar tegundar, haldin annað hvert ár. Verð á mann frá 96.950,- • Aðventuferð til Heidelberg 03.–06.12. 2010 Á aðventunni er einstök jólastemming í ýmsum þýzkum borgum og Heidelberg er þar engin undantekning. Ævintýralegur jólamarkaður og ljósadýrð undirstrika fegurð þessarar heillandi borgar. Verð á mann frá 99.800,- Öll verð eru miðuð við gengi og forsendur 30.07. 2010 Nánari upplýsingar fást hjá utanlandsdeild okkar eða heimasíðunni www.ferdir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.