Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.08.2010, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 07.08.2010, Qupperneq 60
32 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR 1 NESJAVELLIR Adrenalíngarðurinn Í rúmlega hálftíma fjar- lægð frá Reykjavík, ef ferð- ast er með bíl, er Adrenalín- garðurinn sem býður upp á fjölbreyttar þrautir. Meðal þess sem þar er að finna er risarólan, þar sem þátttak- endur fljúga í gegnum loft- ið úr tólf metra hárri rólu og ætti það að tryggja að adrenalínið flæði um líkamann, en þó er hægt að velja hversu hátt upp í róluna er farið. Staurinn er einnig vinsæll, en takmark- ið með honum er að standa uppréttur efst á staurnum og stökkva svo af honum út í loftið. Þá reynir Hálofta- brautin á andlegan styrk en minna á líkamlegan, þar sem þáttakendur eru festir í öryggisvír á meðan á þraut- unum stendur. Allar upplýs- ingar um opnunartíma, verð og bókanir er að finna á vef- síðunni adrenalin.is, en þar má einnig finna upplýsing- ar um fleira sem fyrirtæk- ið býður upp á eins og jökla- göngu og ísklifur, hella- og hjólaferðir og óvissuferðir af ýmsu tagi. 2 VESTMANNAEYJAR Sprangan Iðkun þjóðaríþróttar Vest- mannaeyinga, eins og hún er gjarnan kölluð, fer fram niðri við höfnina á Heima- ey. Fólk á öllum aldri ætti að prófa að spranga, en óvönum er þó ráðið frá því að reyna að spranga ofan af Almenningi, klettasyllu sem er um þrjá metra frá jörðu. Til að mynda ættu flest börn að hafa gaman af því að spranga af lægstu syll- unni, og margir heima- menn jafnt sem gestir Vestmannaeyja hafa náð töluverðri færni á því sviði. 3 DALVÍKURBYGGÐ Lasertag í Brúarhvammsreit Við Þorvaldsdalsá er svæði þar sem boðið er upp á las- ertag. Leikurinn felst í því að þátttakendur setja á sig ennisband sem tengt er byssum, sem hafa drægni upp á 150 til 170 metra, og reyna svo að hitta andstæð- inginn. Í leiknum reynir oft talsvert á þol og leikni þátt- takenda, en leikurinn er hættulaus og enginn sárs- Sprangað og spriklað um landið Mörgum, jafnt ungum sem öldnum, þykir gaman að ærslast og skiptir þá litlu hvort um er að ræða skipulagðar ferðir í þeim til- gangi eður ei. Á Íslandi finnast margir spennandi staðir sem bjóða upp á fjör og hasar og Fréttablaðið tók saman nokkra slíka. ■ Á Korputorgi í Grafarvogi má bæði finna Krakkahöllina, þar sem yngstu fjölskyldu- meðlimirnir geta hossast í hoppukastölum daglangt fyrir hóflegan aðgangseyri, og Gokart-braut fyrir þá sem eldri eru. ■ Ekki er úr vegi að leita upplýsinga á veraldarvefnum um hentugar klettaferðir fyrir fjölskyldur, en þær bjóða oft og tíðum upp á mikil ævintýri. ■ Einnig ætti engum að þurfa að leiðast á baðströndinni í Nauthólsvík, þar sem gnótt er af fjölskylduvænni afþreyingu. Einnig má mæla með ströndinni við Skarðsvík á Snæfellsnesi, sem hefur verið lýst sem leikvelli af náttúrunnar hendi. Þar má klifra í klettunum, fara í feluleiki eða í skoðunarferðir um hraunbreiðuna við ströndina. ■ Þá verður líklega ekki nokkur maður svikinn af því að ganga bak við Seljalands- foss og Gljúfrafoss undir Eyjafjöllum. Þó er ráðlegast að klæðast góðum skóm eða stígvélum og regnfötum. ■ Ekki má gleyma hvalaskoðunarferðunum sem víða er boðið upp á. Slíkar ferðir bjóða kannski ekki upp á mikla líkamlega áreynslu, en þeim mun fleiri sjónræn ævintýri ef vel tekst til. Nokkrir staðir sem mæla má með fyrir þá sem þyrstir í örlítil ærsl og atgang í sumar: auki fylgir því að vera „skot- inn“. Lasertag er því öllum opið, ungum jafnt sem eldri. Annars staðar í byggðinni, að Krossum á Árskógs- strönd, er boðið upp á paint- ball, eða litbolta, en í þeim leik þurfa þátttakendur að vera orðnir átján ára nema forráðamenn gefi sérstakt leyfi þá komast fimmt- án ára inn. Upp- lýs- ingar fást á hittu.net. 4 MÝVATN Grjótagjá Ekki þarf nauðsynlega að fylgja þrautskipulagðri dagskrá þegar ætlunin er að ærslast svolítið og hafa spennu að leiðarljósi í ferða- lögum. Til að mynda má mæla með ævintýralegu umhverf- inu við Grjótagjá, einn þekkt- asta helli landsins, á milli Reykjahlíðar og Dimmu- borgar í Mývatnssveit. Þótt ekki sé lengur hægt að baða sig í gjánni vegna hita er gaman að ganga niður í gjána og verða vitni að því dul- arfulla andrúmslofti sem þar ríkir. Gæta verður þó að því að fara varlega með yngstu börnin, því þarna er bratt niður að vatninu. 5 SKAGAFJÖRÐUR Flúðasigling á Vestari-Jök- ulsá Fyrir þá sem eiga börn sem eru tólf ára eða eldri er margt vitlausara en að taka sér fjölskylduferð á hendur í Vestari-Jökulsá í Skagafirðinum, í gegnum töfrandi gljúfur og fallegt landslag. Hvort sem þátt- takendur kjósa að gæða sér á kakói með vatni sem sýður við árbakkann, fleygja sér af kletti ofan í ána, fara í vatnsslag eða einfaldlega njóta þess að fljóta niður ána er nokkuð víst að um ævintýralegan dag er að ræða. Einnig er boðið upp á flúðasiglingar á Hvítá á Suð- urlandi og öllu meira krefj- andi ferðir á Austari-Jökul- sá, og víðar. 6 STOKKSEYRI Kajakferðir „Stokkseyrarbakki“ eins og Stuðmenn nefndu þorpin við Suðurstöndina af sinni alkunnu snilld er rómað svæði vegna litríks fugla- lífs og fjölbreytts gróðurs sem þar þrífst, sérstak- lega í kringum vatnasvæð- ið og einnig í fallegri fjör- unni við Stokkseyri. Þarna standa til boða ýmsar teg- undur kajakferða, allt frá háftímalöngu svamli upp í tveggja klukkustunda sjóferðir, allt eftir smekk hvers og eins. Við Stjörnusteina á Stokks- eyri er einnig að finna Töfragarðinn, fjölskyldu- og skemmtigarð með leik- tækjum og ýmsum dýrum. Þar er aðgangseyrir fimm hundruð krónur og frítt inn fyrir þriggja ára og yngri. 7 REYKJAVÍK Skemmtigarðurinn í Graf- arvogi Í Skemmtigarðinum í Graf- arvogi, ekki langt frá Gullin- brú, er að finna margs konar skemmtun og ættu flestir fjölskyldumeðlimir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Nú stendur til að opna í garðin- um tvo átján-holu ævintýra minigolfvelli og svokall- aðan frum- skógarvöll innanhúss, en fyrir var meðal annars þrauta- braut, las- ertag, klifur- turn, frisbí golf, strandblak og hoppukastalar. 8 SKÁLAFELL Hjólreiðavangur Á morgun, sunnudaginn 8. ágúst, verður opnaður á skíðasvæðinu í Skálafelli hjólreiðavangur, eða Bike- Park upp á ensku, fyrir fjallahjólreiðar og fleira. Þar verður hægt að nota stólalyftuna til að komast upp á fjallstopp og hjóla niður, en á neðri hluta svæð- isins verða Dirt-Jump pg BMX-stökkpallar. Til stend- ur að hafa svæðið opið um helgar fram á haust, eða á meðan veður leyfir. Hjól- reiðavangurinn ætti að vera gósenland fyrir áhugamenn um hjólreiðar, en líklegt er að svæðið teljist full gróft fyrir yngstu börnin til að byrja með. 9 ÚLFLJÓTSVATN Útilífsmiðstöð skáta Tjaldsvæðið að Úlfljótsvatni er opið almenningi allt sum- arið og er kjörinn vettvang- ur fyrir fjölskyldur sem vilja skemmta sér saman. Þar má fara í kanóferðir, vatns- byssuslag og vatna- safarí, auk þess sem hár klifurturn er á svæðinu og möguleiki á að komast í kassabílarallí. Þá er einn- ig hægt að leigja báta til siglinga á sjálfu vatn- inu. 1 2 3 7 6 8 9 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.