Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 70
42 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Boxarinn óhugnanlegi, Mike Tyson
á nú yfir höfði sér kæru frá fyrrver-
andi boxara sem vill meina að Tyson
hafi stolið gælunafni „Iron Mike“ af
honum fyrir 25 árum síðan.
Boxarinn gamli, Mike Landrum,
hefur farið fram á 115 milljón doll-
ara lögsókn gegn Tyson, þar sem
hann heldur því fram að hann hafi
búið gælunafnið til handa sjálfum
sér árið 1983. En Tyson hóf feril
sinn ekki fyrr en árið 1985.
Landrum heldur því fram að hann
eigi vörumerki Járnmannsins, og
vill meina að „hann hafi ekki feng-
ið tækifæri á almennilegum bar-
dögum eða styrkjum út af nafna-
ruglinu.“
Fréttafulltrúi Tyson segist ekki
hafa neinar áhyggjur af lögsókninni
og sagði í viðtali að „lögfræðingar
Tysons hafi ekki enn séð gögnin, en
þeir eru sannfærðir um að málið
eigi sér góða skýringu.“
Segir Tyson hafa
stolið gælunafninu
ÓHUGNANLEGUR BOXARI Gamall box-
ari heldur því fram að Tyson hafi stolið
gælunafni sínu fyrir 30 árum síðan.
Hljómsveitin Miri heldur útgáfu-
tónleika í félagsheimilinu Herðu-
breið á Seyðisfirði í kvöld í tilefni
af plötu sinni Okkar sem kom út
í júní. Ásamt Miri koma hljóm-
sveitirnar Sudden Weather Change
og hin seyðfirska Broken Sound
fram á tónleikunum. Unnsteinn
úr Retro Stefson þeytir skífum að
þeim loknum. Platan Okkar var
unnin í samstarfi við upptöku-
stjórann Curver Thoroddsen og er
hún prýdd ýmsum gestaleikurum.
Aðrir útgáfutónleikar verða haldn-
ir í Reykjavík 28. ágúst.
Miri fagnar
nýrri plötu
MIRI Hljómsveitin Miri heldur útgáfutón-
leika í kvöld.
Lundaskoðunarbáturinn
Skúlaskeið er líklega litrík-
asti báturinn við Reykjavík-
urhöfn um þessar mundir,
en hann var málaður í öllum
regnbogans litum í tilefni
Hinsegin daga.
„Ég hef gaman af því að mála og
það lá beinast við að skreyta bát-
inn aðeins fyrir helgina. Þetta tók
enga stund og báturinn hefur vakið
nokkra athygli meðal manna,“
segir skipstjórinn Sævar Jens Haf-
berg. Hann málaði lundaskoðunar-
bátinn Skúlaskeið í öllum regnbog-
ans litum í tilefni Hinsegin daga
sem fara fram um þessar mundir.
Skúlaskeið er einn elsti farþega-
bátur landsins og siglir með ferða-
menn út í Akurey og Lundey þar
sem hægt er að skoða fjölmenna
lundabyggð. Áður var báturinn
notaður til að ferja fólk til og frá
Viðey og dregur hann nafn sitt af
Skúla fógeta í Viðey.
Svævar segist hafa fengið góð
viðbrögð frá þeim ferðamönnum
sem hafa siglt með honum en segir
hina sjómennina við höfnina ekki
jafn hrifna af uppátækinu. „Þeir
hafa gert svolítið grín að mér, en
ég svara þeim bara á móti og segi
þá augljóslega ekki nógu örugga
með sjálfa sig og þá hætta þeir,“
segir Sævar hlæjandi og viður-
kennir að Skúlaskeið sé samkyn-
hneigðasti báturinn við bryggjuna
þessa dagana.
„Farþegarnir eru flestir erlend-
ir ferðamenn og það eru ekki allir
sem þekkja regnbogafánann en
finnst þó báturinn fallegur svona
marglitur, ég bendi þeim þá á að
þetta sé gert í tilefni Hinsengin
daga.“ Spurður hvort liturinn fái
að halda sér eftir helgina segir
Sævar það enn óákveðið. „Ég hef
ekkert spáð í það en ég reikna
nú með því að hann verði málað-
ur hvítur aftur einhvern tímann
eftir helgi.“
Inntur eftir því hvort hann
ætli að taka þátt í gleðigöng-
unni í dag segist Sævar þurfa að
vinna. „Kannski nær maður að
taka einn hring um bæinn, annars
kemur skrúðgangan svo neðarlega
og sumir koma alla leið niður að
bryggju,“ segir hinn litaglaði skip-
stjóri að lokum. sara@frettabladid.is
Skúlaskeið hommalegasti
báturinn við bryggjuna
Stuttmyndin Knowledgy eftir Hrefnu
Hagalín og Kristínu Báru Haralds-
dóttur verður frumsýnd á Alþjóð-
legri kvikmyndahátíð í Reykjavík,
RIFF, í haust.
Leo Fitzpatrick úr kvikmynd-
inni Kids og sjónvarpsþáttunum
The Wire leikur aðalhlutverk-
ið ásamt Ingvari E. Sigurðssyni
og Nínu Dögg Filippusdóttur.
Myndin er byggð á handriti Hug-
leiks Dagssonar og með tónlist
Krumma Björgvinssonar.
Um er að ræða metnaðarfullt
lokaverkefni úr Kvikmyndaskóla
Íslands en Hrefna og Kristín útskrif-
uðust þaðan í vor. Þær fengu hverja
stjörnuna á fætur annarri til liðs við
sig við gerð myndarinnar. Þar ber
helstan að nefna bandaríska leikar-
ann Leo Fitzpatrick sem fer með aðal-
hlutverkið. Margir muna eflaust eftir
honum úr hinni umdeildu kvikmynd
Kids, þar sem hann fór með hlutverk
aðalsöguhetjunnar Telly. Þá hefur hann
einnig leikið í sjónvarpsþáttunum The
Wire, sem mikið hefur verið rætt um
hér á landi að undanförnu.
Knowledgy er kolsvört kómedía sem
fjallar um skiptinemann Michael frá
Nýfundnalandi sem stundar nám í kvik-
myndaskóla og leigir herbergi hjá pari
í Reykjavík. Í þeim tilgangi að ganga
í bandarískan sértrúarsöfnuð kallar
íslenska parið til hjón frá Los Angeles.
Michael fær leyfi til að gera heimildar-
mynd um vígsluna inn í sértrúarsöfnuð-
inn en flækist í kjölfarið í afar undar-
lega atburðarrás. Myndin hlaut tvenn
verðlaun við útskrift frá Kvikmynda-
skólanum nú í vor, sem besta myndin og
fyrir bestu leikstjórn/framleiðslu.
Íslensk stuttmynd á RIFF>EKKI BARBÍ LENGUR
Leik- og söngkonan Jessica Simpson er
hætt að reyna að líta út eins og hin full-
komna Barbí-týpa. „Við erum allar
með það á heilanum að líta út
eins og hin fullkomna Barbí en
það þarf ekki alltaf að vera fal-
legt. Aðalmálið er að vera
sáttur við sjálfan sig,“ sagði
Simpson.
LITAGLAÐUR Skipstjór-
inn Sævar Jens Hafberg
málaði lundaskoðun-
arbátinn Skúlaskeið
í öllum regnbogans
litum í tilefni Hinsegin
daga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
KNOWLEDGY Nína Dögg Filippusdóttir leikur í
stuttmyndinni Knowledgy.
NÝJAR
HAUSTVÖRUR
FRÁ
OLSEN