Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 78

Fréttablaðið - 07.08.2010, Síða 78
50 7. ágúst 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is Pepsi-deild kvenna Valur-Þór/KA 3-0 1-0 Rakel Logadóttir (30.), 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.), 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.) Grindavík-Afturelding 4-1 0-1 Victoria Charnley (9.), 1-1 Rachel Furness (46.), 2-1 Shaneka Gordon (65.), 3-1 Sara Hrund Helgadóttir (74.), 4-1 Anna Þórunn Guðmunds dóttir (88.) Fylkir-FH 0-0 Haukar-Stjarnan 2-2 1-0 Megan Snell, 1-1 Katie McCoy, 1-2 Laura King, 2-2 Megan Snell. Stig efstu liða: Valur 32, Breiðablik 26, Þór/KA 25, Fylkir 23, Stjarnan 21, KR 21, Grindavík 14. 1. deild karla ÍA-Leiknir R. 0-1 0-1 Kjartan Andri Baldvinsson (52.) ÍR-HK x-x 1-0 Björn Viðar Ásbjörnsson (29.), 2-0 Elías Ingi Árnason (83.), 2-1 Samúel Arnar Kjartansson (90.). Upplýsingar um markaskorara eru fengar frá netsíðunni fótbolti.net. ÚRSLIT Í GÆR > Magni fer ekki í Snæfell Magni Hafsteinsson var orðaður við Íslandsmeistaralið Snæfells í sumar en nú er ljóst að hann mun ekki spila með Snæfelli eins og hann gerði á árunum 2004 til 2009. Magni vinnur sem lögreglumaður á Sel- fossi í sumar og er að leita sér að vinnu í vetur. Magni spilaði með nýliðum Fjölnis síðasta vetur og það eru mestar líkur á að hann spili áfram með Grafarvogsliðinu en hann er þó ekki búinn að ganga frá neinu. Magni var með 11,6 stig og 6,6 fráköst með Fjölni síðasta vetur og fór þá fyrir ungu liði sem var nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Logi Gunnarsson gekk í fyrrakvöld frá tveggja ára samningi við Solna Vikings en fyrir í sænsku deildinni eru Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson sem spila með Sundsvall Dragons og Helgi Már Magnússon gæti verið áfram í herbúðum Solna-liðsins eins og á síðasta tímabili. „Þetta er óvenju snemmt hjá mér að vera búinn að ganga frá mínum málum,“ segir Logi sem fagnar því nú þar sem hann er kominn með fjölskyldu en Logi á tvö lítil börn, 2 ára og 10 mánaða. „Það var kannski öðruvísi fyrir nokkrum árum þegar við vorum bara tvö ein. Við erum mjög sátt og sérstak- lega þar sem þetta er tveggja ára samningur. Það gefur ákveðið öryggi að vera með vinnu næstu tvö árin,“ segir Logi. „Gamli þjálfarinn minn hjá TOPO í Finnlandi gerði þá að meisturum og ég fékk aðeins innsýn inn í klúbbinn í gegnum hann. Hann talaði mjög vel um liðið og sagði mér að þeir stefndu alltaf hátt,“ segir Logi og hann telur að sænski boltinn henti sér vel. „Ég held að sænski bolt- inn svipi til finnska boltans. Ég er búinn að vera í Finnlandi og líkaði mjög vel þar,“ segir Logi. „Ég held að fyrsti leikurinn minn sé þegar Jakob og Hlynur koma í heimsókn til okkar með Sundsvall. Það verður gaman og ég hef aldrei á þessum níu árum sem atvinnumaður verið með Íslend- ing í deildinni minni,“ segir Logi en hann átti möguleika á því að fá samning í öðrum löndum líka en það gerði útslagið að Svíarnir buðu honum tveggja ára samning. „Þeir sýndu mér mjög mikinn áhuga og ég fann vel fyrir því. Ég ræddi líka við bæði Jakob og Helga og þeir töluðu vel um þetta allt saman,“ segir Logi en það eru spilaðir margir leikir í Svíþjóð. „Ég kynntist því í Finnlandi og mér fannst það mjög gaman. Það er stundum lýjandi að vera að spila níu til tíu mánuði í þessum Evrópulöndum og vera alltaf að bíða alla vikuna eftir leik. Það er fínt að æfa minna og spila meira,“ sagði Logi að lokum. LOGI GUNNARSSON: GERÐI TVEGGJA ÁRA SAMNING VIÐ SÆNSKA STÓRLIÐIÐ SOLNA VIKINGS Í fyrsta sinn í deild með öðrum Íslendingum Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Bílar: RS – rally sport OS – ofur sport TS – true street, drag radial TD – true street, DOT HS – heavy street DS – door slammer OF – opinn flokkur Bracket Hjól: Standard-flokkur Modified Opinn flokkur Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum Svæðið opnað kl. 11 - Keppni hefst kl. 14 REYKJANESBRAUT K VA R TM ÍLU B R A U T B ÍLA - STÆ Ð I ÁLVERIÐ Í STRAUMSVÍK K R Ý S U V ÍK U R V E G U R ÁLFHELLA R A U Ð H E L L A IP A IP A PI PA PI PA PI P P RRR \\\\ BW A W A W A A TB W A AA TB W A W A W A W A BWTB W TBTTT •• ÍA S ÍA S ÍAASÍ AÍ S ÍAAAS S •••• 5555 18 5 18 5 01 8 10 18 10 11 11 7777777 Skeljungur og Kvartmíluklúbburinn kynna: UMFERÐ KVARTMÍLU ÍSLANDSMÓTSINS Í Sunnudaginn 8. ágúst FÓTBOLTI „Þvílíkt kvöld! Þetta er frábært,“ sagði Freyr Alexanders- son, þjálfari Vals, eftir að hans lið vann öruggan sigur á Þór/KA í topp- slag Pepsi-deildar kvenna 3-0. Gleði Freys var tvöföld en strax eftir leik fékk hann þær fréttir að félagar hans í Leikni hefðu landað þrem- ur stigum í toppbaráttu 1. deildar karla. Sigur Valskvenna í gær var ansi öruggur og eftir að þær komust yfir var í raun aldrei spurning hvern- ig leikurinn færi. Gestirnir fengu reyndar tvö dauðafæri til að kom- ast inn í leikinn í stöðunni 2-0 en í bæði skiptin varði María Björg Ágústsdóttir frábærlega gegn Mat- eju Sver. „Við erum með markvörð til að verja og hún er best á landinu í einn á einn stöðu, sennilega í Norð- ur-Evrópu líka. Við þökkum fyrir hennar framlag, hún var frábær,“ sagði Freyr en allt annað var að sjá til Valsliðsins frá síðasta leik gegn Fylki. „Við vorum miklu betri aðil- inn í dag og svöruðum fyrir skit una á Árbæjarvelli.“ Valsliðið er komið í ansi sterka stöðu eftir þessi úrslit og þarf að misstíga sig ansi illa til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Freyr heldur sér samt alveg á jörð- inni. „Þetta skref var eitt af átján, svo er það bara næsti leikur.“ Valur mætir Stjörnunni í næstu tveimur leikjum en sá síðari er bikarúrslitaleikur. „Það verður skemmtilegt. Það er ný upplifun að lenda í þessum leikjum á þess- um tíma og það verður bara spenn- andi verkefni. Ef liðið er svona gírað erum við til í hvað sem er.“ Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Þórs/ KA, var ekki sammála undirrituðum í því að hennar lið hafi verið algjör- lega undir í leiknum. „Ég er hunds- vekkt eftir þennan leik. Við feng- um alveg færi til að skora í þessum leik og áttum að nýta þau. Það hefur verið okkar vandamál í sumar að klára færin,“ sagði Rakel. „Leikirnir gegn toppliðunum eru þeir mikilvægustu en við töpuðum báðum leikjunum gegn Val.“ elvargeir@frettabladid.is Valskonur eru komnar með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-0 sigur á Þór/KA: Svöruðum fyrir skituna í Árbænum FYRSTA MARKINU FAGNAÐ Rakel Logadóttir kom Val í 1-0 en hún missti af Fylkis- leiknum vegna meiðsla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.