Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2010, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 17.08.2010, Qupperneq 36
24 17. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Mér finnst að við ættum að færa okkur um set. Þetta er yndis- legur staður að heimsækja en ég myndi ekki fyrir mitt litla líf vilja búa þarna. Sástu nýja skjá- varann sem ég fann handa þér? Dingdong Úúú.... Komdu, skræfa, þetta er frábært. Rosalega er þetta flott peysa. Örugglega á milli eyrnanna á þér! Ætli þetta sé bómull? HA!!!! Ertu brjálaður??Nýtt hús? Nýtt hverfi? Ekki fræðilegur möguleiki? Þú getur gleymt því! Ég var nú bara meina að færa okkur úr sófanum Nú? Ok... þú getur gleymt því líka. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 95% lesenda blaðanna Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 67% 5% 27% Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí - júlí 2010. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. BAKÞANKAR Mörtu Maríu Friðriksdóttur Árásargjarnir geitungar Eftir að heimsmálin og fréttir vik-unnar höfðu verið krufin í ítarlegum umræðum við matarborðið á föstudag var tilvalið að slíta sig frá hversdagsleik- anum og hvunndeginum og skella sér í berjamó. Reyndar ber að taka það fram að áður en haldið var af stað fengum við vinkonurnar að heyra að ferð í berjamó væri bara fyrir börn og gamalmenni. Við létum þessar athugasemdir ekki á okkur fá og hoppuðum með bros á vör upp í bíl og keyrðum sem leið lá inn í Heið- mörk. ÁÐUR en við héldum af stað hafði ég mínar efasemdir um staðarvalið. Ég trúði því einfaldlega ekki að í Heið- mörk, sem í mínum huga er inni í höfuðborginni, væri hægt að finna einhver ber og jafnvel þótt þau fyndust væru þau óæt vegna mengunar. Heiðmörkin átti þó eftir að koma mér verulega á óvart því þar voru ljúffeng blá- ber og stökk krækiber. BERIN voru tínd í um tvo tíma sem verður að teljast góður árangur á minn mæli- kvarða því alla tíð hefur mér þótt ferðir í berjamó tíma- eyðsla. Ég er of óþolinmóð til að dunda mér lengi við berjatínslu en þó var tínt og tínt. Nokkur berjanna lentu reyndar ekki í fatinu heldur uppi í munni þar sem japlað var græðgislega á þeim. TÍNSLUPÁSA var tekin. Þegar vinkonan ætlaði að hefjast handa að nýju rekur hún upp skelfingaróp. Geitungur hafði stungið hana. Ég tók hana reyndar ekki trúanlega fyrr en ég sé geitunginn rangla um í blóðvímu við stunguna og þá var komið að mér að æpa upp fyrir mig af meðaumkun. Svo var hann sleginn í burtu. GEITUNGAR eiga víst að vera árásar- gjarnastir í ágúst og september. Ég er fullviss um að svo sé því þessi stunga var sú önnur í röðinni á rétt um viku sem ég verð vitni að. Við vinkonan könnuðum þetta eftir að heim var komið og búið var að dæla í hana ofnæmistöflum og bera á sárið deifandi krem. Þá komumst við einnig að því að býflugur eru ekki til villtar á Íslandi heldur einungis hunangs- flugur, en þetta var nú útúrdúr. ÞEGAR leið á kvöldið minnkaði verk- urinn og sú tilfinning að sex geitungar væru að róta í sárinu og daginn eftir var aftur komið að því að ræða þjóðmálin og fréttir vikunnar, í þetta sinn á kaffihúsi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.