Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 1

Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI21. ágúst 2010 — 195. tölublað — 10. árgangur 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Menning l Allt l Allt atvinna Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Dagurinn hjá mér hefst með léttri æfingu með liðinu og síðan ætlum við Leiknisstrákarnir að gera okkur glaðan dag,“ segir Sigur-steinn Gíslason, þjálfari Leiknis í Breiðholti, þegar Fréttablaðið for-vitnast um helgarplönin. „Við höfum fengið til liðs við okkur stúlkur frá Akranesi sem skipuleggja hópefli með ratleikj-um og slíku. Þær ætla að fíflast eitthvað með liðið í nokkra klukku-tíma um allan bæ og svo endum við á að grilla í kvöld og bjóðum kon-unum með. Þetta verður gott og skemmtilegt laugardagskvöld.“ Sigursteinn er annars frekar upptekinn maður en meðfram fullri vinnu hjá Eimskip leikur fótboltinn stórt hlutverk í dagskrá vikunnar. Hann segist þó reyna að halda sunnudögunum frá fyrir fjölskylduna.„Ég reyni yfirleitt að hafa sunnudagana rólega, ef það er hægt vegna fótboltans. Lífsklukk-an gengur í kringum boltann og ég stilli allt mitt líf í kringum hann. Það er því ekki oft sem ég á heilu dagana með börnunum svo ég reyni að nota sunnudagana með þeim. Ætli við förum ekki á ísrúnt á morgun, sund og svo í Húsdýra-garðinn.“ Börn Sigursteins eru 4, 6 og 11 ára og segir hann mikið fjör á heimilinu alla daga. Þrátt fyrir annasamt sumar hefur fjölskyld-an komist í nokkrar útilegur og skroppið í bústað og er að skipu-leggja ferð til Orlando um jólin. Það er því engin lognmolla í kring-um Sigurstein.„Mér finnst best að hafa nóg að gera, annars rotnar maður bara. Ég mundi aldrei nenna að hanga og gera ekki neitt, það á ekki við mig.“ heida@frettabladid.is Á ekki við mig að hanga Sigursteinn Gíslason þjálfar lið Leiknis í fótbolta í Breiðholtinu meðfram vinnu sinni hjá Eimskip. Dag- skrá vikunnar er því jafnan þéttskipuð en sunnudagarnir eru helgaðir fjölskyldunni. Sigursteinn Gíslason, þjálfari Leiknis, vill enga lognmollu í kringum sig, líf hans snýst um æfingar og leiki, nema á sunnudögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARNIVAL fjölskylduhátíðin á Grandanum er einn af burðarliðum menningarnætur. Fyrirtækið CCP er aðalstyrktaraðili hátíðarinnar og sér til þess að allir geti skemmt sér sem best. M eirapró f NÁMSAÐSTOÐUpprifjun fyrir samræmdu pró n í septemberíslenska – stærðfræði – enska – danska Við bjóðum einnig grunn- og framhaldsskólanemum námskeið til að rifja upp námsefnið svo þeir geti fylgst með frá byrjun.Nemendaþjónustan sf www.namsadstod.is s. 557 9233 Landsbankinn er stærsta fjármála- fyrirtæki landsins og veitir alhliða fjármála þjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Starfsmenn eru um 1100 talsi s og útibúanet bankans telur 37 útibú og afg eiðslur um land allt. Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLA ÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] ágúst 2010 di Sumarlandið hvernig útlendinga rnir taka henni, ú é fyrst og fre mst ALLIR LIFA Í sæluvímu Í SUMARLANDINU Fyrsta kvikmynd G ríms Hákonarsonar í fullri lengd, Sumarlandið, verðu r frumsýnd 3. septe mber. Freyr Bjarnason ræddi vi ð hann um myndin a og ferilinn, sem spannar yfi r fi mmtán ár. KVIKMYNDIR FRE YR BJARNASON Auður Ava tilnefnd Auður Ava Ólafs- dóttir er tilnefnd til bókmenntaverð- launa í Frakklandi fyrir skáldsöguna Afleggjarinn. SÍÐA 10 Ljósmyndasýning með undirspili Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson heldur ljós- mynda-tónsýn- ingu í Listasafni Reykjavíkur. SÍÐA 2 spottið 16 BLÁU NINJURNAR ERU Á MENNINGARNÓTT Aflvaki breytinga Helgi Þór Ingason er nýr forstjóri Orkuveitunnar. viðtal 22 Nítján leiðir yfir Mismunandi og misvísandi gangbrautir í Reykjavík. samgöngur 34 & 36 Tími til að tína haust 40 Loðnir pilsfaldar stíll 52 Torleyst og óupplýst morðmál 26 Opið 10–18 IÐNAÐUR Katrínu Júlíusdóttur iðn- aðarráðherra hefur borist form- legt erindi frá Ross Beaty, for- stjóra Magma Energy, þar sem íslenska ríkinu er boðinn ótíma- bundinn forkaupsréttur á meiri- hluta í fyrirtækinu. Eins er ríkinu boðið til viðræðna um styttingu leigutíma á afnotarétti auðlinda á Reykjanesi. „Þetta eru vissulega býsna mikil tíðindi,“ segir Katrín. „Ég hef allt- af viljað nálgast þetta með þessum hætti. Leysa þetta mál á jákvæðan hátt í stað þess að fara í upptöku á eignum eða þjóðnýtingu. Ef menn geta samið sig út úr þessu er það best fyrir alla.“ Katrín segir að þessi leið hafi verið rædd á milli hennar og stjórnenda Magma á fyrri stigum. „En að fá formlegt boð breytir öllu og við munum væntanlega ganga í þetta núna. Ég hef lengi lýst þeim vilja mínum að lykilatriði sé að við tryggjum ríkinu forkaupsrétt.“ Beaty ítrekar einnig í bréfinu vilja fyrirtækisins til að bjóða íslenskum fjárfestum að kaupa hluti í fyrirtækinu, hvort sem það eru sveitarfélög, lífeyrissjóðir eða aðrir fjárfestar. Bréfið barst iðnaðarráðherra 18. ágúst, eða daginn eftir að Magma fullnustaði samning um kaup á 38 prósenta hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Fyrirtækið á nú ríflega 84 prósenta hlut og hefur sam- kvæmt samningi nýtingarrétt á jarðhita á Reykjanesi í 65 ár. Nefnt hefur verið að sá tími verði styttur um þriðjung. Eins og kunnugt er starfar nefnd á vegum stjórnvalda sem fer yfir kaup Magma á HS Orku. Katrín segir að skoða verði tilboð Magma í samhengi við störf rannsóknar- nefndarinnar. „En það er vonandi að menn geti þekkst þetta boð um að kaupa sig inn í fyrirtækið. Það gætu verið ríkið og sveitarfélög í samvinnu við lífeyrissjóðina. Líf- eyrissjóðirnir eru lykilaðilar á þessum tímapunkti ef það á að tak- ast.“ Í bréfinu kemur Beaty inn á þær deilur sem hafa verið um kaup Magma á HS Orku. Engin dul er dregin á það að tilboð Magma helg- ast fyrst og síðast af þeim deilum. - shá Bjóða ríkinu forkaupsrétt Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hefur í bréfi til iðnaðarráðherra boðið ríkinu ótímabundinn forkaups- rétt á meirihluta í fyrirtækinu. Hann kallar eftir aðkomu íslenskra fjárfesta og viðræðna um leigutíma. Framleiðir með Salander Eva María datt í lukkupottinn. fólk 70 SYNTU ÚR VIÐEY Rúmlega 150 manns tóku þátt í hópsjósundi milli Viðeyjar og Reykjavíkur í gær. Aðstæður voru ekki sem bestar, ölduhæð var þó nokkur og rok. Sundfólkið var þó allt tilbúið til að láta á sundið reyna, meira að segja syntu sumir báðar leiðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.