Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 2

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 2
2 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Öryggi í samskiptum – námskeið við félagsfælni Kvíðameðferðarstöðin stendur nú fyrir 10 vikna námskeiði við félagsfælni þar sem aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar eru kenndar til að vinna bug á kvíða í samskiptum. Námskeiðið hefst 24. ágúst 2010. Kvíðameðferðarstöðin mun einnig standa fyrir fjölda annarra námskeiða í haust, svo sem námskeið við ræðukvíða, prófkvíða, hundafælni, lofthræðslu, ofsakvíða og í kvíðastjórnun. Nánari upplýsingar um námskeið Kvíðameðferðarstöðvarinnar má fi nna á www.kms.is. Skráning fer fram í símum 534 0110/822 0043 eða með tölvupósti á kms@kms.is. UMHVERFISMÁL Vatnsborð Bláa lónsins er orðið allt of hátt og grípa þarf til varanlegra aðgerða til að losna við umframvökva. HS Orka og Grindavíkurbær vinna nú að lausn málsins. Ástæðan fyrir því að yfirborð lónsins fer hækkandi er að hraun- glufur í og við lónið eru stíflað- ar. Þetta gerist vegna svifagna í vökvanum sem aukast þegar hann kólnar. Niðurrennslishol- ur hafa verið boraðar á tveim- ur stöðum til þess að koma lón- vökvanum niður í sjó, en þær eru einnig nánast stíflaðar. „Við höfum fengið ráðgjöf um hvern- ig sé best að haga þessu,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, en bæði bærinn og HS Orka hafa fengið slíka ráðgjöf. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, sendi bænum bréf í byrj- un júlí um málið. Þar kemur fram að verið sé að bora nýjar holur en líklegt þyki að þær muni einnig stíflast „á tiltölulega skömmum tíma“. Því sé þörf á varanlegri lausn og fer hann þess á leit við bæinn að hafin verði samvinna og samráð um að leysa málið. Það er nú í vinnslu og segir Róbert að fundað verði í næstu viku og vonandi tekin ákvörðun um fram- haldið. „Það þarf annars vegar að finna bráðabirgðalausn og hins vegar lausn til framtíðar. Fram- tíðarlausnin er það kostnaðar- söm að það tekur einhvern tíma að finna út úr því.“ Eina varanlega leiðin er að veita lónvökvanum til sjávar. HS Orka fékk verkfræðiþjónust- una Verkís til að gera minnisblað með tillögum um framkvæmd á því. Sú fyrri gerir ráð fyrir því að núverandi niðurrennslissvæði verði notað og þrýstilögn verði lögð frá því meðfram Grinda- víkurbraut. Stofnkostnaður við slíka framkvæmd yrði 105 millj- ónir króna auk þess sem árleg- ur rekstrarkostnaður yrði fimm milljónir króna. Í seinni tillögunni er lagt til að lagt verði í göngustíginn sem er frá bílastæði að inngangi Bláa lónsins. Þaðan yrði lögnin í gegn- um bílastæðið að Grindavíkur- braut og áfram að niðurfallshol- um. Kostnaður við þessa tillögu yrði 78 milljónir í stofnkostnað auk tveggja milljóna í árlegan rekstrarkostnað. Þá kemur fram að óháð tillögunum þurfi að gera niðurrennslisholur og fleira, sem kostar 60 milljónir króna. Verkís mælir með seinni tillög- unni og segir hana mun auðveld- ari í rekstri og ódýrari, þótt hún kalli á mikla jarðvinnu og rask um tíma. thorunn@frettabladid.is Yfirborð Bláa lóns- ins orðið alltof hátt Hraunglufur og önnur frárennsli í og við Bláa lónið eru stífluð vegna svifagna í vökvanum sem veldur því að vatnsborð lónsins er of hátt. HS Orka og Grindavík- urbær vinna nú að lausnum á því hvernig best sé að koma vökvanum til sjávar. „Sigríður, verða menn þá ekki við hestaheilsu á næstunni?“ „Jú, jú, það bendir ekkert til annars.“ Sigríður Björnsdóttir er dýralæknir hrossa- sjúkdóma hjá Matvælastofnun. Verið er að kanna hvort hestapestin, sem herjað hefur á hesta hér á landi undanfarið, geti smitast í menn en Sigríður segir ástæðu- laust að hafa miklar áhyggjur. BLÁA LÓNIÐ Tvær tillögur hafa komið fram frá Verkís um hvernig hægt sé að veita umframvökva úr Bláa lóninu út í sjó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ELDSVOÐI Óljóst er hversu mikið tjón varð af völdum eldsvoðans í álverinu í Straumsvík í fyrrakvöld. Að sögn Ólafs Teits Guðnasonar, framkvæmdastjóra samskipta- sviðs Alcan á Íslandi, verður ekki eðlileg framleiðsla í steypuskála álversins í bili. Ómögulegt sé hins vegar að segja til um hversu mikið og hversu lengi eldsvoðinn muni trufla starfsemi álversins. Eldur kviknaði í kjallara steypu- skálans á tíunda tímanum í fyrra- kvöld. Talið er hugsanlegt að bráðið ál hafi lekið í kjallarann og kveikt þar í rafmagnsköplum. Svo virðist sem það hafi einkum verið þeir sem brunnu. Eldurinn var minni háttar en mikill reykur. - sbt Eldur í álverinu í Straumsvík: Dregur úr álframleiðslu ELDUR Í ÁLVERI Ekki hefur verið lagt mat á tjón af völdum eldsvoðans í álverinu í Straumsvík. MYND/STÖÐ 2 milljóna stofn- kostnaður er við ódýrari tillögu Verkíss um veitu til sjávar. 78 FERÐAMENNSKA „Það er stolið úr tjöldum hjá okkur einu sinni til tvisvar á ári. Það er alltaf ömurlegt að lenda í þessu, bæði fyrir okkur og ekki síst fyrir þá sem verða fyrir þjófnaðinum,“ segir Markús Einarsson, framkvæmdastjóri Far- fugla, sem reka tjaldsvæðið í Laug- ardal. Hann segir erfitt að verjast þessu. Þótt tjaldsvæðið sé afmark- að með girðingu eigi utanaðkom- andi greiðan aðgang að því. Fréttablaðið sagði í gær frá Ulf Hoffmann, þýskum höfundi ferða- bóka fyrir reiðhjólafólk, sem varð fyrir því að steini var hent í tjald hans og verðmætum stolið úr því í Laugardalnum í sumar. Starfsfólk tjaldstæðisins fann nokkuð af þýf- inu í nærliggjandi runnum. Þrátt fyrir það gagnrýndi hann ráðaleysi starfsfólksins. Markús segir ekki rétt að starfs- fólk tjaldsvæðisins hafi ekki haft upplýsingar um Hoffmann. Hann hafi afhent sér nafnspjald með heimilisfangi og símanúmerum og Markús talið það nægja fyndust þeir hlutir sem þýski ferðamaður- inn saknaði. Þá sé ætíð haft sam- band við lögreglu verði þjófnaðar vart. „Við reynum að liðsinna fólki eins vel og við mögulega getum,“ segir Markús. - jab Framkvæmdastjóri tjaldsvæðis í Laugardal segir þjófnað úr tjöldum afar fátíðan: Rænt úr tjöldum tvisvar á ári MARKÚS Afar fátítt er að stolið sé úr tjöldum í Laugardal. Hvert atvik er lögreglumál, segir framkvæmdastjórinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING Samtökin Attac á Íslandi sem barist hafa fyrir því að bönd verði sett á fjár- málastarfsemi taka þátt í dag- skrá menningarnætur. Samtökin hafa tekið hönd- um saman við aðstandend- ur undir skriftasöfnunarinnar orkuaudlindir.is. Meðal lista- manna sem koma fram á vegum samtakanna eru KK og Ómar Ragnarsson. Skúli Gautason, fulltrúi við- burða hjá Höfuðborgarstofu, telur ekki orka tvímælis að pól- itísk samtök taki þátt í menn- ingarnótt. Hann segir alla mega taka þátt, án tillits til stjórn- málaskoðana, svo lengi sem settir væru upp menningarvið- burðir. - mþl Dagskrá menningarnætur: Attac taka þátt í menningarnótt UTANRÍKISMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra segir að aðild að evrusvæðinu myndi spara íslensku þjóðinni á annað hundr- að milljarða á ári. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Össur sagðist jafnframt telja að sá samning- ur sem gerð- ur verði muni vera töluvert betri en fólk haldi fram núna. Þá komi í ljós að ýmsar bábiljur sem andstæðing- ar aðildar hafi haldið fram séu vit leysa. Því er hann sannfærður um að Íslendingar muni að lokum samþykkja aðildarsamninginn. - þeb Össur um evrusvæðið: Segir hundruð milljarða sparast með ESB-aðild DÓMSMÁL Yfirheyrslum yfir Sigurði Einarssyni, fyrr- verandi stjórnarformanni Kaupþings, er lokið. Yfir- heyrslurnar stóðu í sjö tíma á fimmtudag og fimm í gær. Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, gat lítið sagt um efni yfirheyrslnanna en sagði ágæt- an gang hafa verið á þeim. Spurður hvort hann hefði fengið svar við öllum sínum spurningum svaraði Ólaf- ur: „Við getum allavega sagt að Sigurður hafi verið til í að tjá sig.“ Hann útilokar ekki að Sigurður eða aðrir verði aftur boðaðir til skýrslutöku. Ólafur segir óvíst hvenær tíðinda sé að vænta í rannsókninni á Kaupþingi. „Það er mjög erfitt að nefna eitthvað tímamark í því. Við erum einfaldlega ekki komin nægilega langt á veg til þess. Við erum líka svolítið háð öðrum í þeim efnum til dæmis hvað varðar gögn í útlöndum.“ Sigurður var upphaflega kvaddur til skýrslutöku í maí en þegar hann varð ekki við þeirri kvaðningu var gefin út handtökuskipun en Sigurður hefur verið í London undanfarna mánuði. Þegar það varð ljóst að von væri á Sigurði til landsins var skipunin felld niður. Nú þegar yfirheyrslum er lokið er Sigurð- ur frjáls ferða sinna og getur allt eins farið aftur til London. Þegar Sigurður mætti til skýrslutökunnar á fimmtudagsmorgun kvaðst hann alltaf hafa verið til- búinn til að koma heim, það væri rangt að hann hefði ekki sinnt kvaðningunni. Enn fremur sagðist Sigurður ekki búast við því að verða ákærður - mþl Sigurður Einarsson var yfirheyrður í samtals tólf tíma af sérstökum saksóknara: Skýrslutökum yfir Sigurði lokið SIGURÐUR EINARSSON Fjölmiðlamenn umkringdu Sigurð þegar hann mætti til skýrslutöku á fimmtudagsmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Rekstrarafgangur Landspítalans fyrstu sex mán- uði ársins nam rúmum 35 millj- ónum króna. Þetta kemur fram í hálfs ársuppgjöri sem Ríkisendur- skoðun hefur staðfest. Í byrjun árs var spítalanum gert að lækka rekstrarkostnað um rúm 9 prósent eða 3.400 milljónir króna. Með umfangsmiklum hag- ræðingaraðgerðum sem gripið var til á öllum sviðum spítalans hefur tekist að ná þessu markmiði, segir í fréttatilkynningu spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir sparnaði náð án þess að ógnað sé öryggi sjúklinga. - mþl Hagræðingu náð fram: Afgangur hjá Landspítala ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON LÝÐRÆÐI Samband íslenskra sveit- arfélaga heldur námskeið til að þjálfa starfsmenn sveitarfélaga í að vinna að lýðræðisverkefn- um. Sveitarfélögin eiga við þetta að verða betur í stakk búin til að starfa markvisst með íbúum. Danskir leiðbeinendur verða á námskeiðinu „en þar hefur lýðræði í sveitarfélögum verið í brenni- depli eftir veigamiklar stjórnkerf- isbreytingar,“ segir á vef sam- bands sveitarfélaga. Námskeiðið fer fram 6. septemb- er, ef næg þátttaka fæst. -pg Sveitarfélög halda námskeið: Starfsfólki kennt lýðræði SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.