Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 12
12 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
ÁSTRALÍA, AP Julia Gillard komst
til valda fyrir tveimur mánuðum,
þegar hún hrakti Kevin Rudd úr
embætti leiðtoga Verkamanna-
flokksins. Hún tók við leiðtoga-
embættinu og jafnframt embætti
forsætisráðherra, og í beinu fram-
haldi af því boðaði hún til kosninga
í þeirri von að kjósendur kynnu
að meta nýjan leiðtoga sem tal-
aði hreint út. Þannig mætti henni
takast að snúa við slæmri útkomu
flokksins í skoðanakönnunum.
Henni virðist þó ekki ætla
að verða að ósk sinni. Þvert á
móti hefur Tony Abbott, leiðtogi
íhaldsmanna, tekist að reka af
sér slyðruorðið með þeim árangri
að kosningarnar í dag verða með
þeim tvísýnustu sem Ástralar hafa
kynnst síðustu áratugina.
Jafnvel bendir margt til þess að
kjósendur ætli frekar að refsa Gill-
ard fyrir þá bíræfni sem hún þykir
hafa sýnt þegar hún tók völdin af
Rudd. Þar á ofan virðast kjósend-
ur ekki alls kostar sáttir við stefnu
hennar í umverfismálum.
Flestir stjórnmálaskýrendur
hafa þó allt fram á síðasta dag
spáð Verkamannaflokknum naum-
um meirihluta, sem myndi duga
honum til að stjórna landinu annað
kjörtímabil.
Gillard hafði verið varaleiðtogi
Rudds þegar hún nokkuð skyndi-
lega bauð sig fram gegn honum í
leiðtogakjöri flokksins í júní. Rudd
hafði aldrei notið mikilla vin-
sælda í flokknum, þar sem hann
var gagnrýndur fyrir að hafa
sýnt hálfgerða einræðistilburði.
Vegna slæmrar útreiðar flokks-
ins í skoðanakönnunum átti Rudd
í reynd litla möguleika þegar Gill-
ard ákvað að bjóða sig fram.
Átökin innan flokksins í tengsl-
um við leiðtogakjörið hafa hins
vegar torveldað Gillard að vinna
fylgi meðal almennra kjósenda.
Tony Abbott, leiðtogi íhaldsmanna,
hefur grætt á þessu svo nú á hann
möguleika á sigri, sem áður þótti
nánast óhugsandi.
Ekki einfaldaði það svo málin
þegar 26 ára gömul dóttir Rudds,
Jessica Rudd, gaf út fyrstu skáld-
sögu sína, sem fjallar um ástralsk-
an forsætisráðherra sem felldur er
af kvenkyns aðstoðarmanni sínum.
Allt er það tómur skáldskapur, segir
höfundurinn, og fullyrðir að bókin
hafi verið frágengin í desember síð-
astliðnum, hálfu ári áður en sam-
bærilegir atburðir gerðust í veru-
leikanum. gudsteinn@frettabladid.is
Tvísýnni kosningar
en reiknað var með
Ástralar ganga til þingkosninga í dag. Mjótt er á mununum milli stóru flokk-
anna tveggja, en Julia Gillard forsætisráðherra hefur þó mátt horfa upp á fylgi
síns flokks, Verkamannaflokksins, dvína nokkuð síðustu dagana.
JULIA GILLARD Steypti Kevin Rudd af stóli í júní og boðaði strax til kosninga í von um auðveldan sigur. NORDICPHOTOS/AFP
VÍSINDI Loðfílar dóu ekki út fyrir
um fjögur þúsund árum vegna
þess að menn væru svo dugleg-
ir við mammútaveiðar, heldur
vegna þess að graslendi eyddist
svo mjög að þeim varð ekki leng-
ur líft.
Þetta segja vísindamenn við
Durham-háskóla í Bretlandi, sem
gerðu tölvulíkan af þróun gróð-
urfars í Evrópu, Asíu og Norður-
Ameríku síðustu 42 þúsund árin.
Frá þessu er skýrt á vefsíðum
breska útvarpsins BBC.
Í ljós kom að þegar síðasta ísöld
náði hámarki fyrir um 21 þúsund
árum voru kjöraðstæður fyrir
graslendi, en loðfílarnir nærðust
á grasi. Þegar hlýna tók í veðri
varð æ meira um trjágróður og
skóglendi en graslendið lét undan
síga, með afdrifaríkum afleiðing-
um fyrir loðfílana.
Þessi stórvöxnu dýr voru þá
mjög algeng víða í Evrópu, en
hörfuðu til norðanverðrar Síber-
íu fyrir um 14 þúsund árum. Þar
drapst svo síðasti loðfíllinn fyrir
um fjögur þúsund árum.
Lengi hefur verið deilt um
hvers vegna loðfílar dóu út, en
mennirnir við Durham-háskóla
þykjast nokkuð vissir um að hafa
skorið úr þessu deilumáli í eitt
skipti fyrir öll. - gb
LOÐFÍLL Sívaxandi skóglendi þrengdi
að loðfílunum, sem að lokum dóu út á
sléttum Síberíu. NORDICPHOTOS/AFP
Gamalt deilumál útkljáð að mati breskra vísindamanna:
Loðfílarnir misstu graslendið
Iver B. Neumann
OPINN FYRIRLESTUR
Iver B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla og yfirmaður
rannsókna við norsku alþjóðamálastofnunina (NUPI), heldur
fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
og norska sendiráðsins um stöðu Evrópumála í Noregi.
Af hverju er Noregur
ekki í ESB?
Mánudaginn 23. ágúst
frá kl. 12.00 til 13.00 í Odda, stofu 101
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi
eða fengið sendan daglegan tölvupóst
með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU