Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 21.08.2010, Qupperneq 12
12 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR ÁSTRALÍA, AP Julia Gillard komst til valda fyrir tveimur mánuðum, þegar hún hrakti Kevin Rudd úr embætti leiðtoga Verkamanna- flokksins. Hún tók við leiðtoga- embættinu og jafnframt embætti forsætisráðherra, og í beinu fram- haldi af því boðaði hún til kosninga í þeirri von að kjósendur kynnu að meta nýjan leiðtoga sem tal- aði hreint út. Þannig mætti henni takast að snúa við slæmri útkomu flokksins í skoðanakönnunum. Henni virðist þó ekki ætla að verða að ósk sinni. Þvert á móti hefur Tony Abbott, leiðtogi íhaldsmanna, tekist að reka af sér slyðruorðið með þeim árangri að kosningarnar í dag verða með þeim tvísýnustu sem Ástralar hafa kynnst síðustu áratugina. Jafnvel bendir margt til þess að kjósendur ætli frekar að refsa Gill- ard fyrir þá bíræfni sem hún þykir hafa sýnt þegar hún tók völdin af Rudd. Þar á ofan virðast kjósend- ur ekki alls kostar sáttir við stefnu hennar í umverfismálum. Flestir stjórnmálaskýrendur hafa þó allt fram á síðasta dag spáð Verkamannaflokknum naum- um meirihluta, sem myndi duga honum til að stjórna landinu annað kjörtímabil. Gillard hafði verið varaleiðtogi Rudds þegar hún nokkuð skyndi- lega bauð sig fram gegn honum í leiðtogakjöri flokksins í júní. Rudd hafði aldrei notið mikilla vin- sælda í flokknum, þar sem hann var gagnrýndur fyrir að hafa sýnt hálfgerða einræðistilburði. Vegna slæmrar útreiðar flokks- ins í skoðanakönnunum átti Rudd í reynd litla möguleika þegar Gill- ard ákvað að bjóða sig fram. Átökin innan flokksins í tengsl- um við leiðtogakjörið hafa hins vegar torveldað Gillard að vinna fylgi meðal almennra kjósenda. Tony Abbott, leiðtogi íhaldsmanna, hefur grætt á þessu svo nú á hann möguleika á sigri, sem áður þótti nánast óhugsandi. Ekki einfaldaði það svo málin þegar 26 ára gömul dóttir Rudds, Jessica Rudd, gaf út fyrstu skáld- sögu sína, sem fjallar um ástralsk- an forsætisráðherra sem felldur er af kvenkyns aðstoðarmanni sínum. Allt er það tómur skáldskapur, segir höfundurinn, og fullyrðir að bókin hafi verið frágengin í desember síð- astliðnum, hálfu ári áður en sam- bærilegir atburðir gerðust í veru- leikanum. gudsteinn@frettabladid.is Tvísýnni kosningar en reiknað var með Ástralar ganga til þingkosninga í dag. Mjótt er á mununum milli stóru flokk- anna tveggja, en Julia Gillard forsætisráðherra hefur þó mátt horfa upp á fylgi síns flokks, Verkamannaflokksins, dvína nokkuð síðustu dagana. JULIA GILLARD Steypti Kevin Rudd af stóli í júní og boðaði strax til kosninga í von um auðveldan sigur. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Loðfílar dóu ekki út fyrir um fjögur þúsund árum vegna þess að menn væru svo dugleg- ir við mammútaveiðar, heldur vegna þess að graslendi eyddist svo mjög að þeim varð ekki leng- ur líft. Þetta segja vísindamenn við Durham-háskóla í Bretlandi, sem gerðu tölvulíkan af þróun gróð- urfars í Evrópu, Asíu og Norður- Ameríku síðustu 42 þúsund árin. Frá þessu er skýrt á vefsíðum breska útvarpsins BBC. Í ljós kom að þegar síðasta ísöld náði hámarki fyrir um 21 þúsund árum voru kjöraðstæður fyrir graslendi, en loðfílarnir nærðust á grasi. Þegar hlýna tók í veðri varð æ meira um trjágróður og skóglendi en graslendið lét undan síga, með afdrifaríkum afleiðing- um fyrir loðfílana. Þessi stórvöxnu dýr voru þá mjög algeng víða í Evrópu, en hörfuðu til norðanverðrar Síber- íu fyrir um 14 þúsund árum. Þar drapst svo síðasti loðfíllinn fyrir um fjögur þúsund árum. Lengi hefur verið deilt um hvers vegna loðfílar dóu út, en mennirnir við Durham-háskóla þykjast nokkuð vissir um að hafa skorið úr þessu deilumáli í eitt skipti fyrir öll. - gb LOÐFÍLL Sívaxandi skóglendi þrengdi að loðfílunum, sem að lokum dóu út á sléttum Síberíu. NORDICPHOTOS/AFP Gamalt deilumál útkljáð að mati breskra vísindamanna: Loðfílarnir misstu graslendið Iver B. Neumann OPINN FYRIRLESTUR Iver B. Neumann, prófessor við Óslóarháskóla og yfirmaður rannsókna við norsku alþjóðamálastofnunina (NUPI), heldur fyrirlestur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og norska sendiráðsins um stöðu Evrópumála í Noregi. Af hverju er Noregur ekki í ESB? Mánudaginn 23. ágúst frá kl. 12.00 til 13.00 í Odda, stofu 101 Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.