Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 16

Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 16
16 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 M enntaráð Reykjavíkur samþykkti fyrr í mánuðin- um tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borg- arfulltrúa um að unnið skuli markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Þetta var tímabær samþykkt, því að í meira en áratug hafa legið fyrir gögn og rannsóknaniðurstöður sem sýna fram á að drengjum bæði gengur verr og líður verr í grunn- skólanum en stúlkum. Eitt leiðir af öðru og margt bendir til að strákar séu líklegri til að hverfa frá framhaldsnámi en stelpur. Þeir eru sömuleiðis orðnir í minnihluta í háskólanámi. Í sam- félagi, þar sem allir eiga að hafa sömu tækifæri, hlýtur þetta að vera áhyggjuefni. Þótt enn halli á konur í jafnréttismálum þegar á heildina er litið, geta það ekki verið rök fyrir því að gera ekkert í versnandi stöðu karla á tilteknum sviðum. Fulltrúi Vinstri grænna í menntaráði greiddi þó atkvæði gegn samþykktinni. Sóley Tóm- asdóttir, borgarfulltrúi flokks- ins, sagði hér í blaðinu að með henni væri verið að falla í pytt gamallar orðræðu. Mikilvægara væri að „vinna með og uppræta staðlaðar kynjaímyndir í grunnskólum og stuðla að markvissri kynjafræðslu fyrir bæði kynin“. Sóley bendir á að sömu rann- sóknir og hafi sýnt fram á minni áhuga drengja á náminu hafi borið vitni um lakari sjálfsmynd stúlkna. Það má velta því fyrir sér hvort Sóley Tómasdóttir hefði lagzt gegn tillögu sem hefði gengið út á að styrkja stöðu stelpna, jafn- vel þótt ekkert hefði verið minnzt á strákana. Varla útilokar það að stöðu stúlkna verði gaumur gefinn þótt tekið verði á slökum árangri piltanna, eða hvað? En auðvitað er það rétt, að hyggja þarf að hvoru tveggja. Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, hvatti til þess hér í blaðinu að samþykktinni yrði fylgt eftir með því að skoða einnig stöðu stúlkna í grunnskólum. Margrét Pála hefur árum saman bent á að kynin séu ólík og ekki dugi að beita sama „meðaltalsuppeldinu“ á stráka og stelpur. Þá verður niðurstaðan sú, hefur hún sagt, að strákarnir fái 80% af athyglinni af því að þeir séu fyrirferðarmeiri. Slíkt komi niður á báðum kynjum; strákarnir venjist því fljótt að taka meira en þeim ber, á kostn- að stúlknanna. Þannig fái bæði kyn röng skilaboð snemma á lífsleiðinni. Margrét Pála hefur farið þá leið að kenna strákum og stelpum að hluta til sitt í hvoru lagi og leggja áherzlu á að leyfa sterkari hliðum beggja kynja að njóta sín í skólanum en vinna líka með veiku hliðarnar, til dæmis félagsfærni, samskipti og tillitssemi hjá strákunum og frumkvæði, áræðni og sjálfstraust hjá stelp- unum. Nú er ekki þar með sagt að Hjallastefnan sé endilega það eina rétta fyrir alla grunnskóla. Hins vegar ber að fagna því að hjá Reykjavíkurborg ríkir vaxandi skilningur á því að meðaltals- uppeldið er ekki rétta leiðin í skólastarfi. Gylfi Magnússon efnahags-ráðherra var sakaður um að hafa leynt Alþingi vitneskju um að gengis- trygging lána væri ólögmæt. Svo vill til að Alþingi setti lög um bann við slíkri tryggingu árið 2001. Síðan þá hefur það verið opinber stað- reynd og birt með lögmætum hætti öllum borgurum þessa lands til eft- irbreytni. Alþingi hefur hins vegar aldrei bannað erlend lán. Einstakir lána- gerningar geta verið þannig úr garði gerðir að ágreiningur kann að vera um hvort um er að ræða lán í erlendri mynt eða íslensk- um krónum með gengistryggingu. Hæstiréttur hefur skorið úr vafa þar um í einu tilviki. Lögfræðiálit sem unnin voru í Seðlabanka og viðskiptaráðu- neytinu höfðu að geyma túlkun á efni laganna. Þau fjölluðu á hinn bóginn ekki um hvort einstakir lána- gerningar banka og fjármálafyrir- tækja væru í samræmi við lögin. Á þessu er grundvallarmunur. Hvorki Seðlabankinn né við- skiptaráðuneytið gátu unnið álit um hvort einstakir lánagerning- ar samræmdust lögunum með því að þeir voru ekki í höndum þess- ara stofnana. Þegar ráðherra svar- aði fyrirspurnum um þessi efni á Alþingi fyrir ári hafði hann fengið lögfræðilega kynningu á efni lag- anna en ekki um lánagerningana. Án dóms Hæstaréttar gátu svör ráðherrans ekki verið á annan veg. Með engu móti verður því á það fallist að hann hafi blekkt Alþingi eða sagt því ósatt. Nær lagi er að fjölmiðlar hafi villt um fyrir þjóð- inni. SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Skalli Því hefur verið haldið fram að ráðherrann hefði átt að upplýsa skuldara þessara vafasömu lána um laga- lega stöðu þeirra fyrir ári. Jafn- framt hefði hann átt að gera ríkis- sjóði viðvart svo að hann gæti gætt hagsmuna sinna. Við þetta er ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi hafði ráðherra ekki upp- lýsingar um lagalega stöðu lána- gerninganna. Í annan stað fara hagsmunir ríkissjóðs og skuld- ara ekki sjálfkrafa saman í þessu máli. Ríkissjóður sat uppi með ábyrgð á endurfjármögnun bankanna. Hefði ríkissjóður metið þessi lán minna virði hefðu skattborgararnir hugs- anlega þurft að leggja bönkunum til meira eigið fé. Hvaða vit var í því fyrir ráðherra efnahagsmála að hvetja til þess? Nóg var nú samt. Hefði ráðherrann ætlað að þvinga bankana til að fara með þessi lán í samræmi við óuppkveðinn dóm Hæstaréttar hefði hann verið að fara út fyrir valdsvið sitt. Þá hefði framkvæmdarvaldið tekið sér dómsvald. Það er andstætt stjórn- arskránni. Álitamál er hvort það er broslegt eða kjánalegt að hlusta á frétta- menn og stjórnmálamenn sem dag hvern klifa á nauðsyn skarpra skila milli hinna þriggja þátta stjórnkerf- isins þegar þeir krefjast afsagnar ráðherra fyrir þá sök að hafa ekki látið sér til hugar koma að misbeita valdi sínu. Vitaskuld hefði það verið betra fyrir skuldara að fá fyrir ári þá niðurstöðu sem varð í Hæstarétti á dögunum. Um það er ekki deilt. Það var hins vegar ekki á valdi ráð- herrans að flýta henni. Þeir sem krafist hafa afsagnar ráðherrans af þessum sökum hafa ekki sýnt fram á hvernig þeir hefðu sjálfir komið því í kring í hans sporum. Svo er hitt: Sumir þeirra gáfu- manna sem helst hafa gagnrýnt efnahagsráðherrann fyrir að hafa ekki staðið vörð um hagsmuni skuldara eru í hópi þeirra sem telja að sá sveigjanleiki krónunn- ar sem varð skuldurum að fóta- kefli sé mesta efnahagsgæfa þjóð- arinnar. Enginn fréttamaður spyr út í það. Uppskafning Hefur efnahagsráðherrann þá ekkert til sakar unnið? Ráðherrar geta brotið af sér eða gert mistök með tvennum hætti. Annars vegar með því að brjóta lög, reglur og stjórn- sýsluhefðir. Hins vegar með því að fylgja vitlausri pólitík eða engri. Efnahagsráðherrann hefur ekki brotið stjórnsýslureglur. Hitt er jafn ljóst að hann ber formlega ábyrgð á framkvæmd efnahagsstefnunn- ar. Í reynd er staða hans þó þannig að hann er fremur embættismaður eða blaðafulltrúi sem fær að mæta á fundi ríkisstjórnar og Alþingis. Það er ljóður á ráði efnahagsráð- herrans að hann hefur ekki gert til- raun til að hafa áhrif í krafti stöðu sinnar. Eftir nýbreyttum stjórnar- ráðslögum hvílir pólitísk forysta í efnahagsmálum á efnahagsráð- herranum. Þar hefur hann algjör- lega brugðist. Það sýnir ráðleysið eftir dóm Hæstaréttar í gengislánamálinu og geðleysið varðandi sjávarútvegs- málin og orkunýtingarmálin. Alvar- legast er þó að stjórnarflokkarnir hafa hvor sína stefnu í peningamál- um og efnahagsráðherrann er sam- viskusamur blaðafulltrúi beggja. Að þessu virtu er hann betur kominn í Háskólanum en ríkisstjórn. En það er annar handleggur og kemur svör- um á Alþingi ekki við. Ögmundur Jónasson bíður eftir að koma í hans stað. Vandséð er að það muni bæta málefnastöðuna í þessum efnum. Um þetta er ekki fjallað. Umræð- an hefur því borið öll sömu frá- sagnareinkenni og Þórbergur sá í Hornstrendingabók. Þar er að finna: Skalla, uppskafningu, lágkúru og ruglandi. Ruglandi Reykjavíkurborg ætlar að gefa stöðu stráka í skólum meiri gaum. Meðaltalsuppeldið H O LTA G Ö R Ð U M Dreymir þig um að reka kaffihús? Við leitum að sjarmerandi aðila til að reka lítið, huggulegt kaffihús/súpustað í verslun okkar í Holtagörðum. Lítill startkostnaður. Nánari upplýsingar veita Telma í gsm 862 5789, netfang: telma@tekk.is Eyþór í gsm 861 5781, netfang: eythor@tekk.is Hlökkum til að heyra frá þér!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.