Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 18

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 18
18 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Ríkisstjórn Vinstrihreyfing-arinnar – græns framboðs og Samfylkingingarinnar tók við erfiðu verkefni fyrir einu og hálfu ári í kjölfar hrunsins. Ekki einungis beið hennar að reisa nýtt hagkerfi úr rústum þess gamla, heldur tók hún við í andrúmslofti mettuðu reiði og tortryggni, ekki síst í garð stjórnmálanna. Slíkt ástand var, og er kannski enn, eðlilegt í ljósi þess að þau stjórn- málaöfl sem almenningur hafði treyst og ítrekað veitt umboð sitt til þess að stjórna landinu í hartnær tvo áratugi brugðust fullkomlega. Fjölmenn mótmæli sýndu fram á mikilvægi samtaka- máttarins og að breytingar væru mögulegar en vöktu um leið mikl- ar væntingar til þeirra sem við tóku. Verkefni ríkisstjórnarinn- ar hefur því ekki eingöngu verið að rétta af hagkerfið heldur ekki síður að byggja upp traust, eða í það minnsta reyna að eyða tor- tryggni og endurheimta glataða tiltrú. Auka trúverðugleika Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur mikil áherslu verið lögð á að svara því kalli um endurbætur og siðbót sem ómaði í samfélag- inu í kjölfar hrunsins. Það hefur m.a. verið gert með því að efla og auka trúverðugleika þeirra eft- irlitsstofnana sem brugðust, t.d. með nýrri, faglegri yfirstjórn í Seðlabankanum og Fjármálaeft- irlitinu. Embætti sérstaks sak- sóknara var stóreflt auk þess sem hin þekkti saksóknari Eva Joly var ráðin því til ráðgjafar. Að auki hafa rannsóknir á skatta- lagabrotum verið efldar og heim- ildir til þeirra auknar, sem m.a. gera mögulegt að frysta eignir á meðan rannsókn stendur yfir. Meðal fyrstu verka stjórnar- flokkanna var að afnema með öllu eftirlaunaforéttindi ráð- herra og alþingismanna, „eftir- launaósómann“. Dagpeningar og risna voru skorin niður auk þess sem hæstu laun hjá rík- inu voru lækkuð. Síðastliðið vor samþykkti síðan Alþingi lög sem kveða á um faglegar ráðningar í stöður dómara við Hæstarétt og héraðsdómstóla en stöðuveiting- ar í þau embætti hafa verið mjög umdeildar. Þar með var bundinn endi á þá hefð að valdhafar skipi pólitíska vildarvini sína í þau embætti eins og alltof mörg dæmi eru um. Lög um almennar siða- reglur fyrir alla ríkisstarfsmenn voru samþykkt og er nú unnið að því að setja ráðherrum og starfs- mönnum stjórnarráðsins sértæk- ar siðareglur á grunni þeirra. Lýðræðisumbætur Kallinu um aukið lýðræði hefur verið svarað. Lög um þjóðarat- kvæðagreiðslur voru samþykkt og í haust verður kosið til stjórn- lagaþings sem hefur það hlutverk að endurskoða stjórnarskránna frá grunni. Reyndar eru þessar lýðræðisumbætur einu ári á eftir áætlun vegna andstöðu Sjálfstæð- ismanna fyrir alþingiskosningar 2009. Úrbætur fyrir heimili landsins Mál heimila sem búa við erf- iða fjárhags- og skuldastöðu í kjölfar efnahagshrunsins hafa verið samfellt til úrvinnslu og ríkisstjórn og Alþingi grip- ið til fjölmargra ráðstafana. Meðal þeirra aðgerða sem rík- isstjórnin greip strax til var efl- ing Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, frestun á nauðung- arsölum, setning laga um heim- ild til útgreiðslu séreignarlífeyr- issparnaðar, gerð samnings við fjármálastofnanir um samræmd greiðsluerfiðleikaúrræði, tíma- bundin frysting gengistryggðra lána, hækkun vaxtabóta, setn- ing laga um greiðsluaðlögun og lækkun dráttarvaxta. Síðar voru sett lög um greiðslujöfnun verð- tryggðra lána, lög um ábyrgðar- menn og lög um greiðsluaðlögun hafa verið endurbætt. Ráðgjafa- stofu um fjármál heimilanna var breytt í embætti umboðsmanns skulda sem vinnur með skuldur- um, úrræði fyrir fólk með tvær eignir eru í undirbúningi og fleira. Nú þegar hafa hátt í 100 þúsund einstaklingar nýtt sér þetta á einn eða annan hátt og létt á fjárhagsvanda sínum. Auð- vitað telja margir að gera þurfi enn betur, en spurningin hér er ekki um vilja heldur mat á því hvað sé viðráðanlegt við okkar þröngu aðstæður og þá ekki síst fyrir skuldum hlaðinn ríkissjóð. Þá hefur einnig verið mikið að gert til þess að taka á fjárhags- og skuldamálum fyrirtækja, t.d. með gjalddagaaðlögun og aukn- um sveigjanleika við uppgjör skattaskulda. Örvun atvinnulífsins Ríkisstjórnin hefur staðið í viða- miklum verkefnum við uppbygg- ingu efnahagslífsins og efnahags- áætlun stjórnvalda er á áætlun, jafnvel rúmlega það. Víkjum að því í síðari greinum. Mikið hefur verið gert til þess að verjast atvinnuleysi og örva atvinnulífið. Má þar fyrst nefna að áhersla hefur verið á að verja störf hjá ríkinu með því að ná fram jöfn- uði í ríkisfjármálum með öðrum leiðum en fjöldauppsögnum. Ríkið er stærsti atvinnuveitandi landsins og hefur þessi áhersla skipt sköp- um við að halda aftur af atvinnu- leysinu. Framundan eru miklar framkvæmdir, til dæmis nýbygg- ingar Landspítalans, Búðarháls- virkjun, tvöföldun Suðurlands- vegar o.s.frv. Ríki og borg ákváðu halda áfram byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu og tryggðu þannig atvinnu um 400 starfs- manna og verkefni fyrir fjölmarga sem að koma. Þá hafa stjórnvöld stóraukið fjármagn í viðhaldsfram- kvæmdir við opinberar byggingar. Samtals verður varið 3,200 milljón- um til slíkra verkefna á árinu 2010. Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna viðhalds- og endurbótaverk- efna var hækkuð í 100% og nú hafa sérstakar skattaívilnanir bæst við sem viðbótar kvati. Í framhaldi af þessu hafa stjórnvöld unnið náið með Samtökum iðnaðarins, Alþýðu- sambandi Íslands og aðildarfélög- um, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum verslunar og þjónustu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands að verkefninu „Allir vinna.“ Atvinnuskapandi aðgerðir Í lok síðasta árs voru samþykkt lög sem bæta stöðu nýsköpunar- og sprotafyrirtækja með skatta- ívilnum. Vegna þessa er skatta- umhverfið á Íslandi fyrir slík fyrirtæki með því besta sem þekkist í heiminum og er áhrif- anna þegar farið að gæta. Neikvæðum áhrifum eldgoss- ins í Eyjafjallajökli á ferðaþjón- ustuna á vormánuðum var mætt með kraftmiklu sameiginlegu markaðsátaki. Þúsundir sum- arstarfa voru sköpuð með sér- stökum átaksverkefnum, hluta- atvinnuleysisbætur teknar upp og gripið til víðtækra aðgerða til að tryggja virkni þeirra sem eru í atvinnuleit, því fátt er meira mannskemmandi en að sitja heima í aðgerðarleysi. Loks hefur allt verið reynt sem mögu- legt er til að gera skólum lands- ins kleift að taka við sem flestum sem vilja nýta tímann til náms meðan núverandi ástand varir. Framfarir til framtíðar Ekki má heldur gleyma að fjöl- mörg framfaramál hafa náð fram að ganga á því eina og hálfa ári sem ríkisstjórnin hefur setið þrátt fyrir erfiðleikana. Það sýnir að stundum er viljinn allt sem þarf. Skal þar fyrst nefna nýtt tekju- skattskerfi sem ver hina tekju- lægstu fyrir skattahækkunum og dreifir byrðunum á allt annan og réttlátari hátt en áður. Land- ið hefur til mikils hagræðis verið gert að einu skattaumdæmi. Þá má nefna ein hjúskaparlög óháð kyn- hneigð, bann við kaupum á vændi, lokun nektarstaða, hærri grunn- framfærslu námslána, skýra og metnaðarfulla stefnu í loftslags- málum, ákvörðun um að leggja niður óþarfa Varnarmálastofnun og svona mætti lengi telja. Allt tal um að ríkisstjórnin sé ekkert að gera er því einfaldlega rangt og hrein öfugmæli. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti verið sérlega starfsöm og fengið miklu áorkað við afar erfiðar aðstæður. Ekki má heldur gleyma að fjölmörg framfaramál hafa náð fram að ganga á því eina og hálfa ári sem ríkisstjórn- in hefur setið þrátt fyrir erfiðleikana. Landið tekur að rísa! Aðgerðir ríkisstjórna og árangur, febrúar 2009 – ágúst 2010 Grein 2 Þjóðmál Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR *VILDARÁSKRIFENDUR FÁ ALLT AÐ 30% AFSLÁTT AF 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Félagarnir Gummi Ben og Hjörvar Hafliða gera upp leiki helgarinnar kl. 17:00 á sunnudögum. Mörkin, tilþrifin, skemmtilegustu atvikin og margt fleira í nýjum og fjörugum þætti. SUNNUDAGUR Fulham – Man. Utd. kl. 14:45 MÁNUDAGUR Man. City – Liverpool kl. 18:50 LAUGARDAGUR Arsenal – Blackpool Stoke – Tottenham West Ham – Bolton Everton – Wolves Birmingham – Blackburn Wigan – Chelsea kl. 13:50 kl. 13:55 kl. 13:55 kl. 13:55 kl. 13:55 kl. 16:00 F í t o n / S Í A Fyrir 140 krónur færð þú: næstum 1 klst. í stöðumæli 10 ml af bjór á barnum enska boltann í beinni og margt fleira í heilan sólarhring 10 mínútur 3/4 lítra af bensíni eða eða eða Stöð 2 Sport 2 kostar aðeins frá 140 krónum á dag. Tryggðu þér áskrift í dag! Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.