Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2010, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 21.08.2010, Qupperneq 20
20 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR AF NETINU Orðspor auðkýfings Það er einfaldlega viðtekin skoðun í íslensku viðskiptalífi að það borgi sig ekki að tjá sig um aðra leikendur viðskiptalífsins í fjölmiðlum. Hvað á að kalla þetta andrúmsloft? Stundum er talað um þöggun í íslensku samfélagi. En verst er þöggunin í viðskiptalífinu og var orðin að þjóðarmeini fyrir hrun. Það var orðið þannig að peningar voru taldir jafngilda þöggunarvaldi um hvaðeina. Jafnvel nauðaómerkilega hluti. andres.eyjan.is/ Andrés Jónsson Klerkar í klípu Skriftir eru ekki sakramenti í lútersk evangelískri kirkju. Það er ekki á færi prestanna að veita fyrirgefningu synda. Það er sjálfsagt að prestar haldi trúnað við sóknarbörn sín og séu ekki að blaðra um leyndarmál þeirra út um allar koppagrundir. Prestarnir stunda sína sálgæslu en að þeir eigi að þegja um glæpi er fráleitt – jafnvel þótt sumir klerkar vilji setja sig á háan hest hvað þetta varðar. silfuregils.eyjan.is Egill Helgason SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Andstæðingar aðildarviðræðna við ESB hafa að undanförnu farið mikinn í fjölmiðlum, ekki síst í dagblöðum og á vefsíðum. Þar er víða haldið uppi hræðsluáróðri, ekki síst því, að einu gildi. um hvað verði samið við ESB, ekkert af því muni standa nema tímabundið. Talað er um, að samningar við ESB yrðu nánast einskis virði. Við, sem teljum að reyna eigi samninga, höfum hins vegar full- yrt, að það, sem kemst inn í aðild- arsamning, haldi. Því sé óhætt að treysta. Ég rak nýlega augun í skýrslu Evrópunefndar, sem Davíð Odds- son forsætisráðherra, skipaði 8. júlí 2004 og skilaði greinargerð sinni í mars 2007. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra var skipaður formað- ur nefndarinnar, en auk hans voru þar Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Árnason, Jónína Bjartmarz, Össur Skarphéðinsson, Bryndís Hlöð- versdóttir, Ragnar Arnalds, Katrín Jakobsdóttir og Brynjar Sindri Sig- urðsson markaðsfræðingur. Brynd- ís Hlöðversdóttir hætti í nefndinni í desember 2006 og tók Ágúst Ólafur Ágústsson sæti hennar. Þetta er mikið mannval og ég vek sérstaka athygli á þeim Birni Bjarnasyni, Einari K. Guðfinns- syni og Ragnari Arnalds sökum málflutnings þeirra að undan- förnu. Greinargerð nefndarinn- ar heitir „Tengsl Íslands og Evr- ópusambandsins“ Nefndin virðist hafa unnið ágætt verk og kallað til ráðuneytis marga hina færustu sér- fræðinga. Þar er tvennt, sem mér finnst mikilvægt að benda á ein- mitt nú. Á blaðsíðu 77 í skýrslunni stend- ur: „Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að ESB hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar ESB 172 og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal und- anþágum eða sérákvæðum sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkja.“ Neðst á blaðsíðu 79 í sömu skýrslu stendur einnig: „Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar sem er í aðildarsamn- ingi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofn- sáttmálar ESB. Hið sama gildir um bókanir, en þær eru hluti af aðildar- samningum og hafa því sama laga- lega gildi og þeir.“ Við þetta má svo bæta, að þeim, sem gerst þekkja til, er ekki kunn- ugt um neina varanlega lausn, sem hafi verið dæmd ógild eða vötnuð út af EB-dómstólnum. T.d. stendur tæplega fertug undanþága Dana um takmarkanir á fjárfestingum í sum- arhúsum óhögguð enn í dag. Þetta er samhljóma við skrif okkar, sem viljum reyna samninga við ESB. Við ætlum ekki að semja auðlindir Íslands af okkur. Við vilj- um reyna að koma góðum ákvæð- um um yfirráð okkar yfir þeim inn í aðildarsamning. Þá teljum við öllu óhætt. Andstæðingarnir reyna sem þeir geta að gera lítið úr orðum okkar. Ég sé þó ekki betur en þeirra eigin orð vitni gegn þeim í þessari merku skýrslu, sem hér var til vitn- að. Ögmundur Jónasson birti svo nýlega grein í Mbl. „Virkisturn í norðri“ heitir hún. Hann vænir ESB um ýmislegt í eftirfarandi málsgrein: „ En ekki mun standa á styrkveitingum – svona rétt á meðan verið er að tala okkur til. Hið sama gæti hent okkur og indí- ána Norður-Ameríku. Þeir töpuðu landinu en sátu uppi með glerperlur og eldvatn.“ Getur Ögmundur bent mér á einhver dæmi um, að slíkt hafi gerst í samskiptum ESB við aðildarlöndin? Ég þekki þau ekki, og geti hann ekki komið með dæmi, þá er þetta ekkert annað en ómál- efnalegur hræðsluáróður. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtakanna, hefur verið að gera sig gildandi á „Evr- ópuvaktinni“. Hann lætur mikið af þekkingu sinni á reynslu Finna í landbúnaðarmálum eftir inngöngu þeirra í ESB. Hann segir þar m.a.: „Athyglisvert er að kynnast því við- horfi, sem vitnar um reynslu þeirra af ýmsum „samningum“ sem þeir töldu sig hafa gert við aðild. Fjöl- mörg sérákvæði, sem samið var um, hafa ekki reynst pappírsins virði. Þrátt fyrir undirskriftir og hand- söl hafa stofnanir ESB fellt slíkt úr gildi vegna kröfunnar um jafn- ræði innan ESB.“ Undir allt þetta er tekið í leiðara Mbl. 3. ágúst sl. og það lofað sem mikið fagnaðarerindi fyrir andstæðinga ESB. En miðað við skýrslu Björns Bjarnasonar og nefndar hans, vaknar sá grun- ur, að þarna sé eitthvað frjálslega með farið. Þess vegna bið ég í allri hógværð um bitastæð og skjalfest dæmi frá Haraldi. Eins og ég hef áður sagt, þá á ég ekki sannleikann, en mig langar til að sannleikurinn eigi mig, einnig í þessu máli. Ég hygg, að fleirum en mér ofbjóði sá málflutningur, sem mest ber á um þessar mundir. Full- yrt er, að ekki þýði að semja, og verði samið, þá verði það einskis virði. ESB er í raun lýst eins og skrímsli, marghöfða óvætti, sem muni hremma okkar ágætu þjóð og matreiða hana eins og því þykir best. Samt eru þetta samtök, sem voru stofnuð til að efla frið, frjáls samskipti á sem flestum sviðum og efnahagslegan stöðugleika. Eng- inn hefur vænst fullkomleika í neinu af þessu, en staðreynd er, að frændum okkar Dönum og Svíum líður yfirleitt vel í þessu samfélagi og eru engu að tapa í sjálfsforræði sínu. Hví skyldum við ekki láta á það reyna, hvernig samningum við gætum náð? Sú andstaða, sem nú er uppi höfð, af hendi þeirra, er sömdu það, sem til var vitnað í skýrslunni til- greindu, stangast á við þeirra eigin orð. Þeirra eigin orð Evrópumál Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur www.tskoli.is Lýsingarfræði í Tækniskólanum Námið er 30 einingar (jafngildir 60 ECTS) og tekur eitt ár. Námsgreinar haustannar eru: Námskipulag lýsingarfræði tekur mið af nám- skipulagi samtakanna PLDA (Professional Lighting Design Association). Innritun er til 25. ágúst. Nánari upplýsingar á tskoli.is og hjá ave@tskoli.is eða í síma 514 9601. • Saga lýsingarhönnunar • Áhrif lýsingar á manninn • Sjónskynjun • Ljós og litir • Ljósgjafar • Lampabúnaður • Lýsingarútreikningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.