Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 22

Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 22
22 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR H vernig kom það til að þú varst ráðinn í forstjórastarf Orku- veitunnar? „Ég var á fundi með stjórnarfor- manni Orkuveitunnar í byrjun vik- unnar. Við höfum rætt saman um áætlanagerð varðandi ýmislegt sem hann er að fást við, en áætl- anagerð er mitt sérsvið. Þá dembdi hann þessu á mig, hvort ég væri til- leiðanlegur til að taka að mér þessa verkstjórn. Hann gaf mér tíma til hádegis að ákveða mig. Ég hugsaði málið og ráðfærði mig við það fólk í kring- um mig sem ég ráðfæri mig jafnan við ef ég þarf að taka stórar ákvarð- anir. Það hvöttu mig allir til að láta slag standa og ég sá að þetta var tækifæri sem var ekki hægt annað en að grípa. Maður á að grípa tæki- færi til að eflast og læra eitthvað nýtt.“ Haraldur Flosi Tryggvason og Helgi Þór Ingason hafa áður starf- að saman við kennslu á námskeið- um hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Helgi Þór segir að þeir þekkist í gegnum Tryggva Sig- urbjarnarson raforkuverkfræðing, föður Haraldar Flosa. „Pabbi hans er minn mentor og ber ábyrgð á því að ég fór að fást við verkefnastjórn- un. Tryggvi er guðfaðir verkefna- stjórnunar á Íslandi. Í gegnum hann kynntist ég Haraldi, sem er góður kennari eins og pabbi hans og við höfum unnið saman við kennslu.“ Menn þurfa að laga sig að tíðar- andanum Stjórn Orkuveitunnar hefur lagt áherslu á að ráðning Helga Þórs til Orkuveitunnar sé tímabundin og bundin því skilyrði að Helgi Þór verði ekki ráðinn forstjóri til fram- búðar. Sjálfur segist hann búast við að starfstíminn mælist í mánuðum frekar en misserum. Er verkefni þitt það eitt að bera ábyrgð á erfiðum og óvinsælum ákvörðunum um miklar gjaldskrár- hækkanir gagnvart neytendum og miklar uppsagnir gagnvart starfs- fólki Orkuveitunnar? „Ég mundi ekki orða þetta svona en það eru mjög stór mál sem þarf að taka á hérna. Mitt meginmark- mið er að fá fyrirtækið til að koma með mér í þær breytingar sem þarf að gera þannig að allir gangi saman í takt. Það er þannig í fyrirtækja- rekstri að stundum eru góðir tímar og stundum eru erfiðir tímar. Menn þurfa að laga sig að tíðarandanum eins og hann er hverju sinni. Þetta fyrirtæki hefur áður sýnt að það getur gert það. Hér hafa menn farið í gegnum breytingar og hafa öflug- an kúltúr til umbótastarfs. Þess vegna geng ég glaður til verksins; af því að ég veit að það eru allar for- sendur til staðar til að ná árangri. Ég ætla að vera aflvaki þessara breytinga og láta gott af mér leiða í þessu öllu saman. Það er mitt hlut- verk,“ segir Helgi Þór. Það er ekki ofsögum sagt að staða Orkuveitunnar sé gríðar- lega erfið. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna, að mestu í erlendri mynt. Hins vegar hefur það tekjur að mestu í íslenskum krónum. OR á ekki fyrir afborgunum af lánum og fjármagnskostnaði í ár og næstu ár. Fyrirtækið er hvorki talið gjald- gengt á fjármagns- mörkuðum hér á landi né erlendis. Þegar viðtalið fer fram er Helgi að hefja þriðja dag sinn í starfi. segist enn vera að setja sig inn í hlutina, lesa skýrslur og ræða við samstarfsmenn og vill lítið nýtt segja um fjárhagsstöðu og einstök viðfangsefni í rekstrinum. Spurður um almenn- ar skoðanir sínar í orkumálum og auð- lindastjórnun segir Helgi Þór: „Ég er maður hófsamra við- horfa og þess að setja ekki öll eggin í sömu körfu. En ég er ekki ráðinn til að vinna að stefnumótun eða hafa skoðanir á orkumál- um og auðlindanýt- ingu, heldur til að vera verkstjóri í umfangsmiklum aðgerðum sem þurfa að fara af stað hér næstu vikur og mánuði.“ Eftir að tilkynnt var um ráðn- ingu Helga Þórs í forstjórastólinn var það rifjað upp á Netinu að hann stýrði fyrir tæpum tíu árum fyrir- tæki sem hét Magma og var í eigu Landsbankans, sem þá var ríkis- banki, og 3P Fjárhúsa, fjárfesting- arfyrirtækis í eigu Hagkaupsfjöl- skyldunnar. Þetta fyrirtæki hafði það hlutverk að leita að fjárfest- ingartækifærum í orkugeiranum. Þegar blaðamaður spyr hvort þessi bakgrunnur þýði ekki að hann sé meðal reyndustu manna í íslensku orkuútrásinni vísar Helgi Þór því á bug að hægt sé að tengja þessi störf hans orkuútrás. „Fyrir tíu árum var ég í því verk- efni að stofna fjárfestingasjóð sem átti að fjárfesta í fyrirtækjum sem tengdust orku. Þarna komu að fræðimenn úr háskólanum og menn sem áttu peninga og Landsbankinn var þarna. Það voru stofnuð tvö félög. Sjóðurinn hét Magma og svo var stofnað félag um reksturinn og það hét Alterna. Það er auðvitað bráð- fyndið í dag.“ Ross Beaty og félagar í Magma Energy, kanadísku móðurfélagi HS Orku, komu þó hvergi nærri því Magma- fyrirtæki sem Helgi Þór starfaði við fyrir tæpum tíu árum. „Í þessu starfi vann ég við að skoða við- skiptaáætlanir fyrir alls konar sprotafyr- irtæki sem þurftu peninga. Það var búið að safna töluverðum peningum í þennan sjóð Magma, en þeir voru aldrei innkallaðir. Landsbankinn var stærsti bakhjarlinn og ég held að hann hafi að lokum leyst þessi félög til sín.“ Helgi Þór segist hins vegar fagna því að geta útskýrt málið því að hann hefur orðið var við tor- tryggni í umræðu um þetta á Net- inu og ræðir um að tortryggni ein- kenni oft þjóðfélagsumræðu hér á landi, ekki síst um orkumál. Vil að ímyndin verði betri „Þetta fyrirtæki sem ég hef verið fenginn til starfa hjá er mjög öfl- ugt fyrirtæki sem veitir mikil- væga þjónustu og er lykilfyrir- tæki í borginni. Ég hef kennt fólki hér verkefnastjórnun og haldið hér fræðilega fyrirlestra og veit að hér er ofboðslega mikil þekk- ing og reynsla. Mig langar til að þjappa þessum hóp saman enn betur og ég vil að ímyndin verði betri og að það góða starf og sá góði hugur sem einkennir starfsemina, séð héðan innan frá, sjáist betur í umhverfinu. Liður í því er að eyða tortryggni og að hafa hlutina fyrir opnum tjöldum. Það er meðal ann- ars talað um að hafa ferli við ráðn- ingu á nýjum forstjóra og ég mun taka þátt í að móta það ferli. Við ætlum að hafa þetta allt opið og slá á þá tortryggni sem maður sér í fjölmiðlum og á bloggi, þar sem gert er ráð fyrir að allt sé á versta veg. Það er ekki þannig.“ Helgi Þór lærði vélaverkfræði og hlaut doktorsnafnbót fyrir sex- tán árum. Hann menntaði sig í stór- iðjufræðum og starfaði meðal ann- ars hjá Íslenska járnblendifélaginu, sem nú er hluti af norska stórfyr- irtækinu Elkem. Hann hefur því fylgst vel með stóriðju- og orku- málum Íslendinga undanfarin ár. „Það hafa orðið ótrúlegar breyt- ingar á þessum tíma og viðhorf til þessa rekstrar hafa breyst,“ segir Helgi Þór. Hugsum öðruvísi „Þegar ég kom fyrst að málum var umræðan öll á þá lund að það þurfti að virkja og byggja verksmiðj- ur. Sextán árum síðar eru komin fram viðhorf sem mér finnst góð en var ekki mikið talað um á þess- um tíma.“ „Það er ekki langt síðan lög um mat á umhverfisáhrifum voru sett og við fórum að leggja áherslu á að láta umhverfið njóta vafans. Umræðunni um sjálfbærni hefur fylgt mikill kraftur sem hefur breytt landslaginu í þessum málum. Við hugsum öðruvísi um þessi mál en við gerðum. Það er hið besta mál og veitir mikið aðhald. Ég er talsmaður hófsamra viðhorfa og þess að setja ekki öll eggin í sömu körfu en við ætlum líka að láta hjól atvinnulífsins snúast og nýta auð- lindir á ábyrgan hátt.“ Ég ætla að verða aflvaki breytinga Helgi Þór Ingason er 45 ára, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðu- maður meistaranáms í verkefnastjórnum í Háskóla Íslands. Hann lauk M.Sc.-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991, doktorsprófi í framleiðsluferlum í stóriðju frá tækniháskólanum í Þrándheimi 1994 og prófi í verkefnastjórnun frá Stanfordháskóla 2009. Helgi Þór hefur starfað sem verkefnisstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Íslenska járnblendifélagsins og gæðastjóri verkfræðistofunnar Línuhönn- unar. Hann er annar tveggja frumkvöðla Als álvinnslu hf. og hefur verið stjórnarformaður félagsins og áður framkvæmdastjóri. Á námsárum sínum starfaði hann meðal annars sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Helgi Þór býr með átján ára syni sínum, Andra Snæ, í Árbæjarhverfinu í Reykjavík og er í sambandi með Guðrúnu Kristínu fatahönnuði. Tónlist er helsta áhugamál hins nýja forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Miðvikudagskvöld eru heilög og frátekin fyrir æfingar með hljómsveitinni South River Band. Helgi Þór segist vera píanóleikari að upplagi en spilar á harmóníku í hljóm- sveitinni sem hefur gefið út plötur og spilað víða um land og hélt síðast tónleika á fiskideginum mikla á Dalvík í byrjun mánaðarins. Næstu tónleikar eru fyrirhugaðir á Rosenberg 7. október. Dósent, einstæður faðir og harmóníkuleikari Sjóðurinn hét Magma og svo var stofnað fé- lag um rekstur- inn og það hét Alterna. Það er auðvitað bráð- fyndið í dag. Helgi Þór Ingason, dósent í verkfræði við HÍ, var óvænt ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur í vikunni. Fyrirtækið rambar á barmi gjaldþrots og er skuldar 240 milljarða króna. Pétur Gunnars- son ræddi við Helga Þór sem verður aðeins í starfi í nokkra mán- uði en á þeim tíma verða teknar óvinsælar ákvarðanir um gjald- skrárhækkanir og upp- sagnir starfsfólks. FORSTJÓRI Helgi Þór Ingason verður forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur um skamma hríð en á miklum umbreyting- artímum. Fyrirtækið þarf að skera mikið niður og hækka gjaldskrár, auk þess sem það stendur til að skipta því upp til þess að skilja samkeppnisrekstur og einkaleyfisrekstur að. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.