Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 26
26 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR T vö ótvíræð morðmál tuttugustu aldarinnar á Íslandi teljast form- lega óupplýst. Í fyrra tilvikinu var um að ræða morð á Kristjáni Guðjónssyni prentara, sem fannst örendur í bragga við höfnina í Reykjavík á öðrum degi jóla árið 1945. Talið er að Kristj- áni hafi verið veitt mörg þung hnefahögg með þeim afleiðingum að hann rotaðist, en hinn óþekkti árásarmaður hafi þá haldið áfram að berja Kristján með bar- efli. Höfuðáverkarnir hafi dregið hann til dauða. Greinilegt var að morðinginn hafði leitað í vösum á jakka og frakka Kristjáns, en ekki talið líklegt að hann hafi haft mikið upp úr krafsinu. Lögreglunni tókst aldrei að komast til botns í málinu. (Heimild: Ísland í ald- anna rás 1900-1950: Saga lands og þjóðar ár frá ári e. Illuga Jök- ulsson o. fl.) Morðið við Laugalæk Síðara óupplýsta morðmálið á tuttugustu öldinni vakti mikinn óhug, hafði gríðarleg áhrif á sam- félagið og þótti bera því vitni að Íslendingar væru ekki lengur óhultir fyrir grimmdarverkum af því tagi sem helst heyrðist af erlendis. Snemma morguns þann 18. jan- úar 1968 fannst 42 ára gamall leigubílstjóri hjá Hreyfli, Gunnar S. Tryggvason, myrtur í leigubíl sínum sem lagt var við Laugalæk í Reykjavík. Gunnar hafði verið skotinn af stuttu færi úr aftur- sæti bílsins með byssu sem síðar kom í ljós að var í eigu þekkts hótelhaldara í borginni, en byss- an hafði raunar horfið úr hirslum hans nokkru fyrir morðið. Allt útlit var fyrir að um rán- morð væri að ræða, og í kjölfar- ið fylgdi viðamesta rannsókn á glæpamáli sem íslenska lögregl- an hafði fengist við fram að því. Rúmlega ári eftir morðið var annar leigubílstjóri handtekinn, grunaður um verknaðinn, en þá var umrætt morðvopn fundið. Sá sat í gæsluvarðhaldi í tæpt ár og viðurkenndi að hafa haft byss- una undir höndum en svo tapað henni og fundið aftur. Þrátt fyrir útskýringarnar, sem dómurum í málinu þóttu bæði tortryggilegar og fjarstæðukenndar, var maður- inn sýknaður af ákæru um morð- ið á Gunnari S. Tryggvasyni. Í bók sinni Morðið á Laugalæk, sem gefin var út árið 2007, rekur höfundurinn, Þorsteinn B. Einars- son, sem starfaði á Alþýðublaðinu á þeim tíma sem þessir atburðir áttu sér stað, rannsókn málsins og bendir á ýmis atriði sem betur hefðu mátt fara. Í lok bókarinnar bendir Gunn- ar á það að lögreglumenn sem tóku þátt í rannsókninni hafi ekki verið ánægðir með sýknudóm sakadóms á sínum tíma og séu það heldur ekki í dag. Lögreglan hafi verið sannfærð um að rétt- ur maður hafi verið ákærður og sú staðreynd að ekkert hafi verið gert til að rannsaka málið frekar segi sína sögu. Morðið á Gunnari sé eitt af þessum „upplýstu óupp- lýstu“ sakamálum. Á Íslandi er í raun óalgengt að rannsókn morðmála drag- ist á langinn, því í flestum tilfellum er gerandinn hand- tekinn á morðstaðnum eða mjög skömmu eftir ódæðið. En sú er þó ekki raunin í öllum tilfellum, og komið hefur fyrir að dágóður tími líði áður en botn fæst í málið, eins og í eftirtöldum dæmum. Hryllilegt morð á bensínstöð Árið 1991 voru Guðmundur Helgi Svavarsson, 28 ára, og Snorri Snorrason, 34 ára, dæmdir í sextán og sautján ára fangelsi í Hæstarétti fyrir morð á Þorsteini Guðnasyni, starfsmanni bensínstöðvar við Stóragerði í Reykjavík. Starfsmanninum hafði verið misþyrmt grimmilega, meðal annars með melspíru, og komust misyndismenn- irnir undan með um 200.000 krónur í reiðufé. Sá eldri af morðingjunum hafði raunar unnið á bensínstöðinni um hríð og þekkti vel til fórnarlambsins, en báðir voru mennirnir djúpt sokknir í óreglu þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan hafði rannsakað morðið í nokkra daga áður en ábending úr undirheimum borgarinnar leiddi hana á slóð hinna dæmdu. Morðinginn tók þátt í leitinni Árið 2001 var Atli Helgason dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað Einari Erni Birgissyni, viðskiptafélaga sínum, með hamri í Öskjuhlíð í nóvember árið áður. Mennirnir tveir ráku saman verslunina Gap á Laugavegin- um. Þeir höfðu báðir getið sér gott orð sem knattspyrnu- menn áður en harmleikurinn átti sér stað. Á þeirri tæpu viku sem leið frá morðinu og þar til Atli Helgason var handtekinn fór meðal annars fram víðtæk leit að Einari Erni sem vinir og aðstandendur skipulögðu og Atli tók þátt í, en síðar kom í ljós að hann hafði komið líkinu fyrir í hraunsprungu vestan við Grindavíkurveg eftir verknað- inn. Þegar DV ræddi við Atla tveimur dögum eftir morðið, þegar leit að Einari stóð enn yfir, sagði hann hvarfið vera óskiljanlegt. „Ég stend á gati og hugsa í hringi,“ var haft eftir Atla í blaðinu. Fyrir dómi bar Atli að deilur um fjárreiður fyrirtækisins hefðu orðið kveikjan að árásinni í Öskjuhlíð. Reyndist lögreglunni erfiður Hákon Eydal var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2005 fyrir að hafa myrt sambýliskonu sína og barnsmóður, Sri Rhamawati, í byrjun júlí árið 2004. Var Hákon fundinn sekur um að hafa veist að Sri, slegið hana í höfuðið með kúbeini, vafið taubelti um háls hennar og kyrkt hana. Í rannsókn lögreglunnar bárust böndin strax að Hákoni. Að nokkrum dögum liðnum var hann handtekinn og sat hann í stífum yfirheyrslum í tæplega þrjár vikur áður en hann játaði að hafa orðið Sri að bana. Eftir játninguna reyndist Hákon þó lögreglu erfiður við rannsóknina og afvegaleiddi hana með því að halda því fram að hann hefði hent líkinu í sjóinn við Kjalarnes. Eftir vikulanga leit björgunarsveita og fleiri benti Hákon loks á staðinn þar sem hann hafði komið líkinu fyrir, í hraun sprungu í nágrenni Hafnarfjarðar, mánuði eftir morðið. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að atlaga Hákons að Sri hefði verið heiftarleg og meðferð hans á líkinu smánarleg. Torleyst og óupplýst morðmál Hér á landi er algengast að morðmál leysist nær strax. Sum eru þó torleyst og önnur leysast jafnvel aldrei. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Kjartan Guðmundsson rifjuðu upp nokkur dæmi og ræddu við Helga Gunnlaugsson afbrotafræðing. Eftir því sem fleiri dagar líða frá morðinu á Hannesi Helgasyni verð- ur málið óvenjulegra fyrir íslenskar aðstæður, þar sem flest morðmál leysast nær strax hér á landi. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, sem tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér rannsókn þess máls sérstaklega. Hann segir að yfirleitt leysist morðmál á mjög skömmum tíma hér á landi og þá séu fá óleyst manndrápsmál á Íslandi. Helgi segir það helst einkenna morð á Íslandi að oftar en ekki séu tengsl milli þolenda og gerenda. Oft á tíðum sé um ástríðuglæp að ræða eða þá að áfengi eða fíkniefni komi við sögu. Ekki sé heldur óalgengt að morðinginn gefi sig sjálfur fram. Hann segir marga óttast að morðum, þar sem gerandinn er ókunnugur fórnarlambinu, fari fjölg- andi, svo og morð tengd skipulagðri glæpastarfsemi. Hins vegar bendi fátt til þess, né heldur hafi algeng- ustu ástæður morða, eða aðferð- irnar sem beitt er, breyst á áberandi hátt. „Ef það er mikið um óleyst morð í samfélagi er það merki um skipulagða glæpastarfsemi. Hjá okkur er mjög lítið um slík morð, af því að þau eru yfirleitt tengslabundin. En um leið og tengslin færu að fjarlægjast, og morðin upplýsast ekki, gæti það verið merki um að skipulögð glæpastarfsemi væri að festa sig í sessi.“ Þar sem Ísland sé fámennt samfé- lag geti komið ár sem skekki myndina verulega. Til að mynda hafi fimm morð eitt árið híft okkur upp í meðaltal annarra Vesturlanda. „En þetta er merkingarlaust. Við verðum að horfa yfir lengri tímabil, tíu eða tuttugu ár. Þegar við skoðum síðustu tuttugu ár sjáum við engar reginbreytingar. Fyrir árið 1980 voru morð fátíðari en segja má að eftir það höfum við færst inn í nútímann og ekki svo margt hafi breyst síðan.“ Helgi var staddur á afbrotaþingi í Kaupmannahöfn þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband, þar sem meðal annars var verið að bera saman morðtíðni hér og í öðrum Evrópulöndum. Í þeim samanburði kemur Ísland vel út. „Ísland er með 0,6 til 0,7 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári hverju. Það er með því minnsta sem sést í Vestur- Evrópu. Hin Norðurlöndin eru með tíðni á bilinu 0,9 til 1,1, en Finnar eru með 2,2 morð á hverja 100 þúsund íbúa.“ Hann segir kollega sína frá öðrum löndum hafa rekið upp stór augu er þeir skoðuðu íslenska tölfræði og sjá að enn koma ár þar sem engin morð eru framin. „Þetta finnst mönnum ótrúlegt, að það skuli vera til svoleiðis samfélög í dag. Það er auðvitað mjög áhugaverð stað- reynd, en aftur er nauðsynlegt að hafa smæð samfélagsins í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar.“ Verður óvenjulegra eftir því sem dagarnir líðaTorleyst morðmál á Íslandi HELGI GUNNLAUGSSON AFBROTAFRÆÐINGUR Segir fátt benda til þess að tegundir morða, eða aðferðirnar sem beitt er, hafi breyst á undanförn- um árum. NÓVEMBER 2000 Atli Helgason leiddur fyrir dómara hjá Héraðsdómi Reykjaness. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR ÁGÚST 2004 Fundarstaður líksins af Sri Rahmawati í nágrenni Hafnarfjarðar. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR JANÚAR 1968 Gunnar Tryggvason fannst myrtur í leigubíl sínum sem lagt var við Laugalæk. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.