Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 21.08.2010, Qupperneq 38
MENNING 2 menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Freyr Bjarnason Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Ljósmynda- sýning með myndum Ragnars Axelssonar, RAX, verð- ur haldin í Listasafni Reykjavík- ur í dag. LJÓSMYNDIR FREYR BJARNASON LJÓSMYNDASÝNING MEÐ umhverfishljóðum Þrjú stór verk verða frumsýnd hjá Leikfélagi Akur- eyrar í vetur. Fyrst ber að nefna söngleikinn Rocky Horror sem fer á fjalirnar í nýja menningarhúsinu Hofi, 10. september. „Það hefur alveg rokselst á þá sýningu. Við erum með fimm hundruð manna sal í nýja menningarhús- inu og það er verið að gera allt klárt þar. Þarna verð- ur rosalega fullkomið hljóðkerfi og þetta á eftir að verða dúndursýning,“ segir María Sigurðardóttir, leikhússtjóri. Hin stóru verkin tvö er gamandramað Þjónninn þögli eftir Harold Pinter sem verður frumsýnt í okt- óber og Farsæll farsi sem verður sýnt í mars á næsta ári. „Þögli þjónninn fjallar um tvo leigumorðingja. Þetta er sígildur gamanleikur og mjög fyndið verk,“ segir María og bætir við að Farsæll farsi sé týpískur farsi sem eigi eftir að vekja mikla lukku. Fyrir jólin verður haldin hin árlega aðventusýn- ing Leikfélags Akureyrar, sem verður með breyttu sniði í ár. Einnig verða fjölmargar gestasýningar í boði, eða Harry og Heimir, Algjör Sveppi, Jesús litli, Af ástum manns og hrærivélar og Villidýr og pólitík. Aukasýningar á dansverkinu Aftursnúið verða einn- ig á dagskrá, auk þess sem leiklistarskóli fyrir börn er áfram starfræktur. Menningarhúsið Hof verður svo opnað í lok ágúst á Akureyrarvöku og skömmu síðar fer Rocky Horror þar á fjalirnar „Þetta er rosalega fínt þegar maður er með svona stórar sýningar,“ segir María um Hof. „Að vera með 210 manna sal, sem er stærri salur- inn okkar, getur ekki borgað sig. Við förum þarna inn með þær sýningar sem henta. Þetta gefur okkur líka tækifæri til að koma með gestasýningar sem eru stærri í sniðum en við höfum boðið upp á áður.“ Þrjú stór verk hjá LA Leikritið In the Beginning er sýnt þessa dagana í Listasafni Reykja- víkur í samstarfi við menningar- nótt. Um er að ræða lokaverk Inga Hrafns Hilmarssonar við Rose Bruford College í London og fjall- ar það um sköpun mannsins. „Þetta er fallegt verk og mynd- rænt. Það er mikið af myndum í því sem við búum til á sviðinu. Þetta er án orða og þá túlkar hver og einn verkið á sinn eigin hátt,“ segir Ingi Hrafn. Verkið er hálftíma langt og fékk Ingi fyrstu einkunn fyrir það í skólanum. „Skólinn sendi mig til að taka þátt í festivali með verkið en svo fór ég reyndar ekki á það. En það var heiður að fá að vera tilnefndur í það. Ég hef ætlað að setja þetta verk upp síðan ég kom heim og ég fékk þann heiður að setja þetta upp í Listasafninu. Mér finnst þessi staðsetning henta mínu leikverki mjög vel.“ Enski leikarinn Kane Hus- bands, sem var í Rose Bruford College á sama tíma og Ingi, er meðhöfundur að In the Beginning og leikur einnig í verkinu. Leikritið var frumsýnt síðastlið- inn fimmtudag. Næstu sýningar verða á menningarnótt og fimmtu- daginn 26. ágúst og hefjast þær báðar klukkan 20.30. Aðgangs- eyrir er enginn. Miðapantanir á síðarnefndu sýninguna eru í síma 663 9444. Ingi Hrafn er einn af stofnend- um Leikhópsins Vinir sem síðast- liðin tvö ár hefur ferðast um land- ið með frumsamin leikverk fyrir börn. Hann starfar mikið með börnum í tengslum við leiklist og leikræna tjáningu. Frá útskrift hefur Ingi Hrafn tekið að sér ýmis hlutverk í auglýsingum, mynd- böndum og kvikmyndum, meðal annars í samstarfi við Kvik- myndaskóla Íslands. Fallegt og myndrænt Ingi og Husbands sýna leikritið In the Beginning í Listasafni Reykjavíkur. María Sigurðardóttir er mjög spennt fyrir komandi leikári hjá Leikfélagi Akureyrar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ragnar Axelsson, Rax, á norðurslóðum þar sem hann hefur tekið fjölda ljósmynda undanfarin ár. Á menningarnótt verður sýnd í Listasafni Reykjavíkur ljós-mynda-tónsýning með myndum Ragnars Axelssonar, RAX, frá Grænlandi og Norður-Kanada. „Þetta er ljósmyndasýning með umhverfis- hljóðum með sem eykur á tilfinninguna fyrir myndunum sem er verið að sýna,“ útskýrir Ragnar. Um svokallað „slide- show“ er að ræða sem tekur um sjö mínútur í sýningu. Sýning Ragnars var sérstaklega búin til fyrir ljósmyndahátíðina Look 3 í Charlotte- ville í Virginíu í fyrra. Þar var hún sýnd undir berum himni og vakti mikla lukku. Ragnar fékk tölvupósta frá fólki sem sagð- ist hafa grátið og ekki vita hvað það ætti af sér að gera vegna þess hve myndirnar væru fallegar og í kjölfarið birti New York Times myndirnar á ljósmyndabloggi sínu, sem og fjölmörg virt ljósmyndablogg í Bandaríkjunum. Myndirnar voru birtar í Newsweek í Japan og urðu til þess að kynna væntanlega bók Ragnars, Veiði- menn norðursins, fyrir mörgum. Hún kemur út á Íslandi 16. október og er mjög stórt verk með hátt í 200 ljósmyndum frá norðurslóðum, flestum þeirra áður óbirt- um. Hún kemur út um sama leyti í Þýska- landi og Bretlandi og er væntanleg í fleiri löndum árið 2011. Myndirnar hefur Ragnar tekið á undan- förnum 25 árum og hann hlakkar mikið til að sjá bókina líta dagsins ljós. „Þetta er viss léttir og svolítið skrítin tilfinning. Þetta er búið að vera dálítið erfið fæðing því þetta er búið að kosta mann mikið því það er svo dýrt að fara þarna,“ segir hann. Á sýningunni í Hafnarhúsinu eru tónbrot frá Grænlandi, vögguvísur og söngl, sem Ragnar tók upp sjálfur, sem blandað er við raftónlist. Þessar ljósmyndir Ragnars frá norðurslóðum hafa um árabil borið hróð- ur hans víða en hann hefur tekið myndir á Grænlandi og í Norður-Kanada frá árinu 1987. Með útgáfu Veiðimanna norðursins og sýningum og umfjöllunum tengdum henni um allan heim er ljóst að Ragnar er smám saman að öðlast mikilvægan sess í ljósmyndun samtímans. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I 2:1 í tilefni Menningarnætur SJÓ- STANGVEIÐI Bjóðum einnig upp á sjóstangveiði, þú getur grillað um borð eða tekið veiðina með heim. ALLA DAGA kl. 18 Puffin Express / Gömlu höfninni / Reykjavík / 892 0099 2 fyrir 1 alla helgina! HVALA- SKOÐUN 3 FERÐIR DAGLEGA Kl. 10, 14 og 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.