Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 47

Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 47
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2010 5 Afþreyingarklúbburinn Hrökkva & stökkva, sem er ætlaður fólki með fötlun, tók til starfa fyrir ári og hefur göngu sína á ný á næstu dögum. Þroskaþjálfinn Rósa Hrönn Árnadóttir og grunnskólakennarinn Halldóra Sigtryggsdóttir standa fyrir klúbbnum. Þær fengu strax góð viðbrögð og segja eftirspurnina mikla. Klúbburinn er ætlaður öllu fötl- uðu fólki og leitast þær Rósa og Halldóra við að bjóða því upp á alls kyns skemmtun í frístundum. „Fólkið kemur á eigin forsendum og skiptir tegund fötlunar ekki máli. Sumir komast ekki frá heimilum sínum nema í fylgd með starfsfólki en við útvegum alla þá aðstoð sem þarf,“ segir Rósa „Í vetur munum við grilla í Heiðmörk, fara á kaffi- hús með lifandi tónlist, fá okkur létt- an „dinner“, taka myndir og halda myndasýningu, fara í keilu eða á skauta og gera eitthvað jólalegt þegar fer að líða að jólum svo dæmi séu nefnd.“ Rósa segist leitast við að velja athafnir sem krefjist virkr- ar þátttöku. „Við takmörkum okkur ekki bara við bíó og kaffihús eins og oft vill verða.“ Hingað til hefur klúbburinn aðal- lega verið sóttur af fólki sem er átján ára og eldra en þær Rósa og Halldóra fengu eindregnar óskir um að þjónusta líka eldri börn og ungl- inga. Í vetur verður því boðið upp á unglingahóp. Rósa og Dóra höfðu lengi leitað að verkefni til að vinna að saman áður en þær duttu niður á klúbb- inn. „Við erum góðar vinkonur og langaði að gera eitthvað krefjandi en um leið skemmtilegt saman. Við þekkjum báðar vel til fötlun- armála og fannst þetta kjörið tæki- færi auk þess sem við vissum að þörfin var til staðar. Okkur finnst þetta alveg svakalega gaman sem ég held að skipti höfuðmáli og geri starfið betra,“ segir Rósa. Hóparnir á haustönn munu hitt- ast hálfsmánaðarlega frá sept- ember og fram til jóla en nánari upplýsingar er að finna á www. stokkva.is. vera@frettabladid.is Skemmta sér og öðrum Vinkonurnar Rósa Hrönn Árnadóttir og Halldóra Sigtryggsdóttir stýra afþreyingarklúbbnum Hrökkva & stökkva og bjóða fötluðu fólki upp á skemmtun í frístundum sínum. Klúbbnum hefur verið tekið fagnandi. Rósa og Halldóra þekkja báðar vel til fötlunarmála og vissu að þörfin var til staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Endurmenntun Háskóla Íslands heldur í samstarfi við Borgar- leikhúsið námskeið um Enron. Námskeiðið hefst á tveimur fyrir- lestrarkvöldum og lýkur með for- sýningu leikverksins og umræð- um. Námskeiðið hefst 14. septemb- er á fyrirlestri lögmannsins Páls Ásgeirs Davíðssonar þar sem kynntar verða helstu kenningar um tilgang fyrirtækja og fjall- að verður um áhrif fyrirtækja í samfélaginu til góðs og ills. Skoð- að verður hvernig hnattvæðing ásamt aukinni vitund um áhrif fyrirtækja hefur gerbreytt nútíma viðskiptaumhverfi. Þá verður farið yfir bakgrunn Enron-málsins og hvernig leikritið tekur á því. Seinna kvöldið, þann 16. sept- ember, munu síðan aðstandend- ur sýningarinnar, Stefán Jónsson, leikstjóri og leikmyndahönnuður, og fleiri kynna verkið og bakgrunn þess. Á lokakvöldi námskeiðsins þriðjudagskvöldið 21. september er frumsýning leikverksins Enron. Að sýningu lokinni gefst þátttak- endum tækifæri til að ræða leik- gerðina við listræna stjórnendur og leikara. Skráningarfrestur er til 6. sept- ember. - mmf Hnattvæðing breytt viðskiptaumhverfi Leikritið Enron verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 23. september. Skráðu þig núna á www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við okkur í síma 599 6353
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.