Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 66

Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 66
 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR8 Edda Björg Eyjólfsdóttir vonast til að fá sem flesta í heimsókn á fatamarkað sem verður í garðin- um heima hjá henni í dag. „Ég er búin að taka saman og sitja á ansi góðu safni af skemmtileg- um fötum sem að ég vil bara leyfa öðrum að njóta,“ segir Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona. Hún og Ragna Sara Jónsdóttir ætla að halda fatamarkað og garðsölu í garði Eddu Bjargar í Miðstræti 5 í dag. „Maðurinn minn, Stefán Már Magnússon, ætlar að fara út með plötuspilarann og spila ljúfa tóna,“ upplýsir Edda Björg og bætir við það hafi oft komið til tals að það gæti verið skemmtilegt að halda markað úti í garði. „Og þá er þetta einmitt dagurinn til þess.“ Það mun kenna ýmissa grasa á markaðnum að sögn Eddu Bjarg- ar. „Föt, skór og glingur, og lítið barnahjól og pollagalli á krakkana. Það verður bara hægt að koma og tylla sér og hlýða á ljúfa tóna á meðan konan „dressar“ sig upp og jafnvel að karlinn fái jakka eða svo.“ Markaðurinn verður opinn frá ellefu til fjögur. Máta föt og hlusta á ljúfa tóna í garði Edda Björg Eyjólfsdóttir ætlar að halda fatamarkað í garðinum heima hjá sér í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Pétur Gunnarsson rithöfundur leiðir fróðleiksgöngu um sögu- slóðir Þórbergs Þórðarsonar í Vesturbæ Reykjavíkur annað kvöld. Gangan er meðal annars farin í tilefni af útkomu bókarinn- ar Meistarar og lærisveinar sem hefur að geyma áður óbirt ævi- sagnahandrit Þórbergs. Þórbergur fluttist ungur til Reykjavíkur og ól þar síðan manninn til æviloka árið 1974. Í göngunni verða heimsótt nokk- ur örlagarík kennileiti á lífsgöngu meistarans þar sem þau er að finna á afmörkuðu svæði í Vesturbæ Reykjavíkur með Unu- hús í miðpunkti. Lagt verður upp frá húsakynn- um Forlagsins að Bræðraborg- arstíg 7 klukkan átta og endað á sama stað rúmri klukkustund síðar. Í fótspor Þórbergs GENGIÐ VERÐUR UM SÖGUSLÓÐ- IR ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR Í VESTURBÆ REYKJAVÍKUR ANNAÐ KVÖLD OG STANSAÐ VIÐ ÁHUGA- VERÐA STAÐI. Unuhús er miðdepill í lífssögu Þórbergs. K R A F T A V E R K S k ó l a v ö r ð u s t í g 7 • 1 0 1 R e y k j a v í k • S í m i 5 5 1 5 8 1 4 • www.th . i s Kjóll 7.990,- stærðir s-l Kjóll 7.590,- stærðir s-xl Kjóll 8.990,- stærðir s-xl Opið frá 11–18 í Smáralind. Kjóll 5.990,- stærðir s-l Nýjar haustvörur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.