Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 74

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 74
MENNING 10 Auður Ava Ólafsdóttir hefur verið tilnefnd til bókmenntaverðlaun- anna Prix Roman du Fnac 2010 í Frakklandi fyrir þriðju skáldsögu sína Afleggjarann. Spurð hvort hún hafi átt von á til- nefningunni segir Auður Ava: „Ég býst aldrei við neinu, hvorki góðu né slæmu. En þetta er voða gaman enda eru þetta virt verðlaun og bókin fær góða athygli,“ segir hún. „Ég er í sjálfu sér aldrei með nein- ar væntingar heldur er bara að vinna mína vinnu. Ég er að undir- búa kennslu í háskólanum þannig að ég hef alltaf nóg að sýsla við.“ Afleggjarinn hlaut Menningar- verðlaun DV í bókmenntum og var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Tilnefning- arnar til Prix Roman du Fnac eru þær fyrstu á komandi bókmennta- vertíð í Frakklandi og verða verð- launin veitt í lok ágúst. Útgefandi Afleggjara í Frakklandi er bóka- forlagið Zulma og heitir skáldsag- an Rosa Candida í franskri þýðingu Catherine Eyjólfsson. Bókin kemur í verslanir í Frakklandi um miðjan ágúst en fór í dreifingu til gagnrýn- enda og „bókalesara“ bókabúða sl. vor. „Þetta er algjör snilldarþýðing hjá Catherine Eyjólfsson. Hún nær alveg músíkinni. Hún er svo mikil- væg í mínum verkum, þessi tónn. Það er oft erfiðast að ná honum í þýðingum,“ segir Auður. Það eru 900 manns úr frönsk- um bókaiðnaði sem standa að vali á bókum sem eru tilnefndar árlega til Prix Roman du Fnac. Forlagið Zulma hefur þegar fengið afar jákvæð viðbrögð við Afleggjara Auðar og hefur ákveðið að láta prenta annað upplag. Þá hefur franska forlagið einnig keypt útgáfuréttinn að skáldsögu Auðar, Rigning í nóvember. Tilnefnd til franskra bókmenntaverðlauna Samband ungra sviðslistamanna heldur hátíð á hverju ári og eru þau nú orðin fimm árin sem art- Fart-hátíðin hefur glatt áhorf- endur. Ein þeirra sýninga sem nú voru settar á svið var eftir Halldór Armand Ásgeirsson undir titlinum Vakt. Á föstudags- kvöldið var fullur salur af fólki í Norðurpólnum á Seltjarnar- nesi sem hefði getað setið á gjör- gæslu Landspítalans því þannig var umhorfs fyrir utan að maður í sínu dýpsta ástandi lá með allar tegundir af slöngum og túðum og þráðum sem tengd voru við líf- vana líkamann í rúmi með þar til gerð mælitæki sér við hlið. Tveir ungir læknar eða lækna- nemar eru á vakt þegar komið er með mann sem ekið hefur á ofsa- hraða eftir Miklubraut og ligg- ur nú óþekkjanlegur í dái. Það er hugsanlegt að meginhluti verks- ins eigi að gerast á einni nóttu. Þau Einar Aðalsteinsson og Hera Hilmarsdóttir fara með hlutverk læknanna ungu. Þau spjalla um lífsins gagn og nauðsynjar meðan þau fylgjast með gangi mála á mælum hjá hinum slasaða. Þau vita ekki hver hann er og hann hefur greinilega engin sérstök áhrif á þau því þau spjalla um heima og geima og hinn slasaða eins og hann sé þar hvergi nærri. Strax þar gætti ótrúverðugleika í textanum og þar með leiknum, því þó það séu kannski durtar og stundum eiginhagsmunaseggir sem veljast í læknastétt þá er það löngu liðin tíð að menn reifi öll heimsins mál beint inn í eyrun á manneskju í kóma. Unga konan sem Hera Hilmarsdóttir léði líf hafði lent í því að bróðir hennar Róbert hafði orðið fyrir fólsku- legri tilefnislausri árás úti á götu og þar með var líf hans og um leið fjölskyldu hennar allrar lagt í rúst. Læknirinn ungi sem Einar Aðalsteinsson lék fær af hendi höfundar, hlutverk hlustanda og boltaveggjar fremur en eiginleg- an bakgrunn að moða úr. Hann er skondinn á stundum og flæk- ist inn í hennar öfgaviðbrögð þá er hún kemst að því að maðurinn í bólinu er enginn annar en sá sem lagt hafði líf bróður hennar í rúst. Með einu agnarlitlu handtaki gætu þau tekið hann úr sam- bandi, úr sambandi við þetta líf sem þau á þessari stundu ráða yfir. Þessi siðferðislegi kollhnís sem þau sameiginlega lenda í, er það sem verkið fjallar um. Hefnd og hver ræður yfir lífinu og hver myndi svo sem fatta þó svo að þau styttu … allar þessar spurn- ingar og allar þessar hugdettur á línunni slöku. Þetta var mjög góð hugmynd og vonandi verður hún þróuð frekar en sýningin leið fyrir að nærveru þriðja augans, leikstjórans, vantaði alveg. Elísabet Brekkan Má maður drepa mann? Einar Aðalsteinsson og Hera Hilmarsdóttir leika í sýningunni Vakt. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Leiklist ★★★ Vakt – leikhópurinn Amma Leikarar: Einar Aðalsteinsson, Hera Hilmarsdóttir. Höfundur: Halldór Armand Ásgeirsson Niðurstaða: Góð hugmynd og vonandi verður hún þróuð frekar. Sýningin leið fyrir að nærveru þriðja augans, leikstjórans, vantaði. Auður Ava Ólafsdóttir hefur verið tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna Prix Roman du Fnac 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nokkur sæti laus! Skrifstofubraut I Er tveggja anna hagnýt braut þar sem höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. Kennsla hefst 24. ágúst Brautin er einnig kennd í fjarnámi – sjá mk.is Skrifstofubraut II - rekstrarfulltrúi Tveggja anna framhaldsnám á skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi. Mikil áhersla er lögð á tölvunám, viðskipta- og samskiptagreinar. Inntökuskilyrði: Krafi st er þekkingar í ensku, bókfærslu og tölvunotkun. Þeir nemendur sem lokið hafa námi af skrifstofubraut Menntaskólans í Kópavogi ganga fyrir um skólavist. Kennslutími: Kl. 8:20 – 13:00. Kennsla hefst 24. ágúst. Offi ce Skills Programme for Foreign Students Offi ce Skills Programme for students, over the age of 20, not having Icelandic as their mother tongue. The courses are taught both in basic Icelandic and English. Time: Mondays, Tuesdays and Wednesdays from 17:30 to 20:30. See mk.is MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Upplýsingar veitir Inga Karlsdóttir fagstjóri hagnýtra viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/8244114 eða í inga.karlsdottir@mk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.