Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 80

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 80
40 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR 1. HEIÐMÖRK Hrútaber Mörgum þykir nauðsyn- legt að ná sér í hrútaber á haustin og gera úr þeim hrútaberjahlaup, sem allir matgæðingar vita að er bráðnauðsynlegt með jóla- rjúpunum og annarri villi- bráð. Hrútaberjahlaup pass- ar ekki síður vel með með ostunum og rauðvíninu á nöprum vetrardögum. Berin leynast undir og í kringum birkitré. Fyrir óvana getur verið erfitt að koma augu á þau, þar sem blöð lyngsins eru stór og hylja þau oft. Göngufólk í Heiðmörk, með glöggt auga fyrir lyngi hrútaberjanna, hefur hins vegar tekið eftir því að þar er nú krökkt af þeim. Því er óhætt að mæla með hrútaberjaferð í Heið- mörkina. 2. GRÁBRÓKAR- HRAUN Burnirót Burnirótin er kölluð gins- eng norðursins. Hún er seld í heilsubúðum um allan heim undir nafninu Arctic Root og þykir búa yfir stór- kostlegum eiginleikum til að fríska upp sálina. Burnirót- in vex um allt land, en mjög mikið hefur sést af henni í Borgarfirðinum og er Grá- brókarhraunið þá sérstak- lega nefnt sem tilvalinn tínslustaður. Til marks um hversu full burnirótin er af heilnæmum efnum er að ef sauðfé kemst í hana étur það hana eins og sælgæti upp til agna. Um þessar mundir er jurtin fallin og rétti tíminn til að taka hana, því jarð- stöngull hennar er einungis nýttur. Burnirótin er talin gefa skarpa hugsun og gera fólk jákvæðara. Þá er hún talin góð fyrir taugakerfið. 3. BREIÐAFJÖRÐUR Kræklingur Þó að enn séu nokkrar vikur í að kominn sé besti tíminn til kræklingatínslu er vel hægt að mæla með krækl i ngaferð í Breiðafjörðinn, ef fólk er á annað borð komið í þann gírinn að sækja sér ókeypis kræs- i nga r t i l náttúr- unnar. Á und- anförn- um árum hefur verið eftirlit með vexti eitraðra þörunga og eitrun í skelfiski af þeirra völdum á vegum Matvælastofnunar í sam- vinnu við Hafrannsókna- stofnun, skelfiskveiðimenn og krækl ingaræktendur. Samkvæmt síðustu sýna- töku í Stykkishólmi, þann 16. ágúst, er nú ekki varað við neyslu skelfisks úr Breiða- firðinum. 4. STRANDIR Bláber Samkvæmt fréttum af Ströndum er berjasprett- an þar afbragð í sumar. Það er því óhætt að mæla með berjaferð á Strandir, þótt bláberin finnist víða um land og fleiri landshlutar en Vestfirðirnir geri tilkall til þess að eiga bestu berjalönd landsins, ef ekki heimsins. Til að mynda eru firðirnir fyrir austan margir hverjir miklar berjakistur. Blá- ber eru svo meinholl og stútfull af C-vít- amínum og and- oxunarefnum að Íslend- ingar ættu að taka tínsluna alvar- lega og fylla kistur sínar af þeim, til að bæta upp fyrir niða- myrkrið sem fram undan er í vetur. 5. SVARFAÐARDAL- UR Aðalber Aðalbláberin vaxa víða um land. Mikið er af þeim á Vestfjörðum en einnig á Norðurlandi. Aðalbláber geta bæði verið blá og svört. Þau svörtu eru kölluð aðal- ber af Norðlendingum, sem raunar vilja sumir hverj- ir meina að aðalbláber og aðalber séu hreint ekki sami hluturinn. Svarfaðardalur- inn er frægur fyrir þau, en þar finnast nær eingöngu hin svörtu aðalber. 6. BÖGGVISSTAÐA- FJALL Beitilyng Böggvisstaðafjall við Dalvík er ekki bara skemmtilegt skíðasvæði á veturna held- ur líka gjöfult berjaland á sumrin. Þar, sem víða ann- ars stað- ar á land- inu þar sem berjaland er, finnst beit i - lyng. Það finnst þó ekki um allt land, til að mynda ekki á Vestfjörðum. Beitilyngið, sem blómgast í ágúst, er talin öflug jurt, sem hefur meðal annars reynst vel á ýmiss konar gigt. Þá mun lyngið hafa róandi áhrif og því gott að þurrka það og búa svo til úr því te til að drekka á kvöldin fyrir svefninn. 7. HALLORMSSTAÐA- SKÓGUR Lerkisveppir Þar sem lerki hefur verið plantað finnst lerkisvepp- urinn oft á tíðum í stórum breiðum. Það er því mikið af honum í lerkiskóginum í Hallormsstaðaskógi og margir sem leggja árvisst leið sína þangað eftir honum. Hann er talinn mjög góður matsveppur en bestur þykir hann ungur, stinnur og nýsprottinn. Þegar sveppir eru tíndir er gott að hafa í huga að nota körfu, en ekki lokuð ílát eða plastpoka, því sveppirnir skemm- ast fljótt ef ekki leikur loft um þá. 8. HAUKAFELL Krækiber Í land Skógræktarfélags- ins í Haukafelli hópast allir Hornfirðingar í berja- mó. Svæðið er sérstaklega ríkt af krækiberjum, þó þar séu einnig aðrar berja- tegundir, svo ekki sé talað um sveppina. Haukafellið er mjög gróið og því ekki síður skemmtilegt útivist- arsvæði. 9. TUMASTAÐIR Furusveppur Furusveppurinn er talinn meðal bestu matsveppanna sem finnast hér á landi. Myndarleg skógrækt er að Tumastöðum í Fljótshlíð- 1 2 3 7 6 8 9 4 5 Það er kominn tími til að tína Tími matarmikilla sveppa, safaríkra berja, kynngimagnaðra jurta og annarra gjafa náttúrunnar er runninn upp. Fréttablaðið vísar veginn að nokkrum vel völdum stöðum þar sem borgar sig að staldra við, beygja sig niður og hefjast handa við að tína. inni. Þangað er tilvalið að fara með fjölskyld- una í skógarferð og í sveppamó. Marg- ar trjátegundir er að finna á Tumastöðum, þar á meðal töluvert af furutrjám. Furusveppurinn lifir í sam- býli við furuna og er nefnd- ur eftir honum. Algengast er að finna þá við smærri trén. Best er að tína nýsprottna sveppi þegar þeir eru enn þá dökkfjólubrúnir og með hvelfdum og stinnum hatti. 10. KRÝSUVÍK Einir Einir finnst í Krýsuvík í stórum breiðum, en hann vex líka víða um land í kjarri, hrauni og móum. Bæði er gott að tína ein- inn sjálfan og berin sem á honum vaxa. Einiberin eru bæði notuð sem krydd og til að búa til vín. Í bók- inni Íslenskar lækninga- og drykkjarjurtir, eftir Björn L. Jónsson, sem kom út árið 1973, segir að bæði lauf og ber einisins örvi svita og þvag og eru vindeyðandi. Þá sé einirinn góður við bjúgi, hósta, hálsbólgu, liðverkjum, þvagstemmu, tíðateppu, and- arteppu og máttleysi, hvorki meira né minna. Heimildir: Samtöl við berjamanninn Svein Rúnar Hauksson, sveppakonuna Ásu Margréti Ásgeirsdótt- ur og jurtakonuna Sóleyju Elíasdóttur og aðra nátt- úruunnendur, heimasíð- an www.berjavinir.com, bókin Matsveppir í náttúru Íslands. … klippa rauðu berin af reynitrjánum sem eru gullfalleg á þessum árstíma, skella þeim í frystinn, taka þau út í desember og nota í heimatilbúnu jólaskreytinguna sem þú ætlaðir alltaf að gera. … huga að því hvað á að gefa fiðruðu vinum sínum að borða þegar kólna fer í veðri. Sumir smíða fuglabúr, setja upp ker og dunda sér við að búa til kornkransa handa þeim. Margir vilja lokka til sín þresti og þá er gott að hafa í huga að þeir eru vitlausir í epli og fúlsa eflaust ekki við þeim núna, þó enn sé hlýtt í lofti. … tína berin af rifsberjarunnanum úti í garði og skella í rifsberjahlaup og jafnvel rifsberjalíkjör sem mörgum þykir gott að smakka. … horfa niður fyrir sig í göngutúrunum og tína upp falleg lauf sem falla af trjánum þegar hausta tekur, þurrka þau og pressa. Krökkum þykir sérstaklega skemmtilegt að búa til ýmiss konar listaverk úr laufblöðunum. 10 Nú, eða á allra næstu vikum, er líka góður tími til að …
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.