Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 86
46 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1011 Njáll Þorgeirsson og
heimilisfólk hans á Berg-
þórshvoli í Landeyjum er
brennt inni af Flosa Þórð-
arsyni og mönnum hans.
1238 Örlygsstaðabardagi er
háður í Skagafirði.
1905 Lagning ritsíma til Íslands
og símalínu frá Aust-
fjörðum til Akureyrar og
Reykjavíkur er samþykkt á
Alþingi.
1932 Vígð er 170 metra löng
brú á Þverá í Rangárvalla-
sýslu að viðstöddu fjöl-
menni.
1958 Friðrik Ólafsson skák-
maður varð stórmeistari,
24 ára gamall.
Málverkinu fræga, Monu Lisu, var stolið af listasafninu
Louvre í París þennan mánaðardag árið 1913. Málarinn
Louis Béroud uppgötvaði stuldinn þegar hann kom
að auðum veggnum morguninn eftir. Þegar tvö ár
voru liðin frá ráninu komst upp um þjófinn. Hann var
starfsmaður Louvre-safnsins, Vincenco Peruggia. Hann
var ítalskur þjóðernissinni sem áleit verkið þjóðareign
Ítala. Því hafði hann falið sig inni í kústaskáp þar til
safninu var lokað og gengið síðan út með verkið undir
frakka sínum.
Eftir að hafa geymt það í íbúð sinni í tvö ár reyndi
hann að selja Uffizi-safninu í Flórens það. Málverkið
var sýnt á helstu söfnum Ítalíu en síðan sent aftur til
eigenda sinna í Frakklandi.
Peruggia var hylltur um alla Ítalíu fyrir verknaðinn og
fékk aðeins nokkra mánuði í fangelsi.
ÞETTA GERÐIST: 21. ÁGÚST 1913
Monu Lisu var stolið
Innilegustu þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð
við andlát og útför okkar ástkæru
eiginkonu, móður, tengdamóður og
ömmu,
Sigurrósar Margrétar
Sigurjónsdóttur
Gullsmára 9, Kópavogi.
Jónas Gunnar Guðmundsson
Sigurbjörn Rúnar Jónasson
Reynir Jónasson Hrafnhildur Rós Valdimarsdóttir
Daníel Björn Sigurbjörnsson
Matthías Sigurbjörnsson
Þórunn Sigurrós Sigurbjörnsdóttir
Bergdís Heiða Reynisdóttir
Friðbjörn Víðir Reynisson
erf idr yk kjur
G R A N D
Hlýlegt og gott viðmót
á Grand hótel.
Fjölbreyttar veitingar
lagaðar á staðnum.
Næg bílastæði
og gott aðgengi.
Grand Hótel Reykjavík
Sigtún 38, 105 Rvk.
Sími: 514 8000
www. grand.is
erfidrykkjur@grand.is
Verið velkomin
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ólafur Halldórsson
Hvassaleiti 56, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 11.
ágúst s.l. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstöku
þakklæti til starfsfólks og heimilismanna á Sóltúni
fyrir einstaka umönnun og samskipti.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrefna Lárusdóttir.
Ástkær faðir okkar
Stefán Bjarnason,
Sunnuvegi 19
er látinn. Jarðsett verður frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13.
Fyrir hönd afkomenda,
Ragnar Stefánsson, Guðný Snæland, Elsa Vestmann
Stefánsdóttir.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd
við andlát og útför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
Grétars Sigurðssonar
Hjaltabakka 14, Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Þóra Ingadóttir
Rósa Dagný Grétarsdóttir Guðni Þór Arnórsson
Laufey Grétarsdóttir Eyþór Harðarson
Ingi Grétarsson Svandís Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
„Það er auðvitað lifibrauð okkar að
flytja vörurnar sem lengst. Við fögn-
um því samt þegar vegleiðir styttast
því kúnninn okkar nýtur góðs af því
sem og landsbyggðin,“ segir Ragnar
Haraldsson, stofnandi fyrirtækisins
Ragnar og Ásgeir, en hann hefur rekið
vöruflutningafyrirtæki í Grundarfirði
í fjörutíu ár með fjölskyldu sinni. Hann
er því spurður hverjar hann telji mestu
vegabætur á Vesturlandi á síðustu ára-
tugum og nefnir fyrst Borgarfjarð-
arbrúna. „Svo var gert átak hér úti á
Snæfellsnesinu þegar Vatnaleiðin svo-
kallaða var gerð og líka brúin yfir Kol-
grafarfjörðinn sem var tekin í gagnið í
hittiðfyrra. Að ógleymdum Hvalfjarð-
argöngunum sem okkur finnst við
reyndar borga helvíti mikið í. Göngin
eru geipileg samgöngubót en umræð-
an um hönnun þeirra á því miður við
rök að styðjast. Þau eru stórhættuleg
þó við höfum aldrei orðið fyrir óhappi
þar, sem betur fer.“
Ragnar kveðst hafa byrjað rekstur-
inn á að kaupa notaðan Bedford vöru-
flutningabíl, ásamt konu sinni Rósu
Björgu Sveinsdóttur sem hafi haldið
utan um bókhaldið, ásamt því að ala upp
börnin fjögur. „Börnin fóru snemma að
hjálpa til við að losa og lesta án þess að
fá borgað fyrir og Ásgeir sonur okkar
byrjaði að keyra flutningabíl um leið og
hann hafði aldur til og kom strax inn í
reksturinn með okkur,“ lýsir Ragnar.
Nú er fyrirtækið eitt það öflugasta á
sínu sviði í eigu einstaklinga, á sautján
stóra bíla og nokkra minni sem notað-
ir eru til að safna saman vörum á Snæ-
fellsnesinu og keyra þær út. Rósa, eig-
inkona Ragnars, er látin fyrir þremur
árum, Ásgeir er framkvæmdastjóri,
systir hans Jóna Björk er skrifstofu-
stjóri og Þórey Jónsdóttir, eiginkona
Ásgeirs, vinnur líka við bókhaldið. „Svo
er sonur Ásgeirs farinn að keyra alveg á
fullu og annar er í útkeyrslunni. Áhugi
á akstrinum gengur í erfðir,“ lýsir
Ragnar og sér fram á að fyrirtækinu
verði haldið við, enda sé fjórði ættliður-
inn kominn til skjalanna líka. „Þeir eru
alltaf að barna þessir ungu menn, kon-
urnar þeirra hafa verið að fæða aðra
og þriðju hverja viku upp á síðkastið og
von er á einni dömu eftir nokkra mán-
uði. Hún fær nú kannski stól á skrif-
stofunni, ef hún vill ekki keyra,“ segir
hann í gamansömum tón.
En snúum okkur að afmælishald-
inu sem er einmitt í dag. „Þau stjórna
þessu nú börnin og tengdabörnin,“ segir
Ragnar. „En við ætlum að halda fagnað
í húsi félagsins hér í Grundarfirði og
þangað er öllum viðskiptavinum og vel-
unnurum fyrirtækisins boðið að koma.
Hann byrjar klukkan átta í kvöld þegar
golfmótið er búið.“
Við eftirgrennslan kemur í ljós að
fyrirtækið Ragnar og Ásgeir heldur
yfirleitt eitt golfmót á ári og nú er það
að sjálfsögðu afmælismót. Skyldi Ragn-
ar vera lunkinn í golfi. „Nei, það eru
nú aðallega strákarnir. Ég reyndi að
byrja í golfi fyrir einhverjum árum en
mér fannst holan svo lítil að það væri
ómögulegt að eiga við þetta og ég hef
ekkert getað fengið því breytt.“
gun@frettabladid.is
FLUTNINGAFYRIRTÆKIÐ RAGNAR OG ÁSGEIR: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI
Áhugi á akstri gengur í erfðir
RAGNAR OG ÁSGEIR ER FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI. Jóna Björk Ragnarsdóttir, Ragnar Ingi Haraldsson, Ásgeir Ragnarsson, Þórey Jónsdóttir og Ásgeir
Þór Ásgeirsson. MYND/ÚR EINKASAFNI
KIM CATTRALL ER FÆDD ÞENN-
AN DAG ÁRIÐ 1956
„List snýst um að tjá hver
maður er. Hlutverkin sem
ég leik eru skúlptúrarnir
mínir.“
Kim er bresk leikkona sem
meðal annars er þekkt fyrir
leik sinn í Police Academy og
Sex and the City.
AFMÆLI
EIRÍKUR
JÓNSSON
ritstjóri er
58 ára.
PÁLMI
MATTHÍAS-
SON
prestur er
59 ára.