Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 88

Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 88
48 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ekki rétti tíminn til að slíta streng! Heyrðu, feitabolla, ég slæ bara til, settu mig inn í starfið. Frábært Zlatan! Það þarf að flokka þessar plötur. Í stafrófsröð og tímaröð. Ekkert mál, stjóri. Og þú þarft ekki að kalla mig stjóra, kallaðu mig bara Jóa. Ekkert mál, Jói. Eða, þú mátt kalla mig stjóra en ef þú segir feitabolla aftur þá ertu rekinn. Ekkert máli, stjóri. Jæja, Palli ertu búinn að hugsa út í sumar- fríið? Að sjálf- sögðu. Eitthvað sem þú vilt deila með mér? Ekki fræðilegur möguleiki. Meistaramótið í loftgítar Hvað er að henni? Er það allt heila málið?Hún vill fá bangsann sinn og ég finn hann ekki. Mammi geymir alltaf vara- bangsa í fata- skápn- um. Habbðu vet … Ömmur mínar voru afar ólíkar. Önnur var fín frú í Reykjavík sem átti það til að fornemast ógurlega, en sjálf gætti hún þess að sénera aldrei nokkurn mann. Amma í sveitinni fæddist aftur á móti á Fljótsdals- héraði aldamótaárið 1900 og átti það til að fussa og sveia yfir því sem henni fannst lítið vet. Afi í sveitinni, sem alist hafði upp á Barðaströndinni, habbði hins vegar litlar áhyggur og saggði mér oft sögur. UM ALLT þetta fólk þótti mér og þykir enn óskaplega vænt þótt það sé nú farið yfir móðuna miklu. Óaðskiljanlegur hluti minningar þeirra og persónu var tals- máti þeirra, orðaforði og málsnið. Ég held að það hafi gert mér gott að alast upp við ólíkan framburð og málfar kyn- slóða sem nú hafa kvatt. Ég tel það hafa skerpt og eflt tilfinningu mína fyrir móðurmáli mínu. Það eitt að á Hring- brautinni var farið niður á milli hæða en á Stóru-Fellsöxl var farið ofan, varð mér ungum tilefni til heilabrota. Í SÍÐUSTU tveim pistlum mínum hef ég ráðist harka- lega á norðlenskan fram- burð, kallað hann hljóð- villu og fært sýndarrök fyrir því að hann sé rang- ur. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Fullyrt var að norðlensk- ur framburður væri fallegur og festulegur, eins og fegurð og festuleiki geti ekki verið smekksatriði, og að hann sé réttur. Og af hverju er hann réttari en annar? Jú, af því að gömul kona úr Eyjafirði talaði þannig. Eru ömmur þá aðeins marktækur mæli- kvarði á fegurð og réttmæti íslenskufram- burðar ef barnabörnin þeirra heita Valgerð- ur, en ekki ef þau heita Davíð? SJÁLFUR er ég af suðvesturhorninu og eðlilegur talandi minn ber þess vott. Gaml- ir karlar og kerlingar hafa hiklaust kall- að hann rangan og ljótan í mín eyru, eins og það sé enginn dónaskapur. Það var því gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra þegar þau urðu sjálf fyrir barðinu á nákvæmlega sama hroka og yfirlæti og þau hafa alist upp við að eðlilegt sé að sýna því hvernig öðrum er eiginlegt að tala móður- mál sitt. Þeim sem hafa norðlenskan fram- burð virðist nefnilega hafa verið innrætt það frá frumbernsku að þeir tali fallegra og betra mál en aðrir. Fyrir því hafa þeir þó engin rök, aðeins einhverja hjartans sann- færingu. STAÐREYNDIN er sú að allar ömmur tala hljómfagra og litríka íslensku, ekki bara eyfirskar, heldur líka ömmur að austan og vestan. Já, og líka ömmur sem töluðu dönskuskotna reykvísku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.