Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 90
50 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
menning@frettabladid.is
Söngkonan Stína August,
sem er búsett í Montreal
í Kanada, heldur tónleika
á Jazzhátíð í Reykjavík á
mánudaginn á staðnum
Venue við Tryggvagötu.
Með Stínu spila valinkunnir menn,
eða þeir Björn Thoroddsen, Sig-
urður Flosason, Einar Scheving
og Tómas Einarsson. Spiluð verða
lög af væntanlegri sólóplötu henn-
ar, Concrete World, en stefnt er
að því að platan verði komin út
fyrir tónleikana. Hún hefur verið
í vinnslu sl. tvö ár og á henni eru
tólf lög Jóhanns G. Jóhannssonar.
Textarnir eru á ensku og hefur
Stína samið nokkra þeirra. „Hann
samdi lög sem maður hefur alist
upp við og svo þekkir hann líka
pabba minn. Hann var að vinna
með þeim í Óðmönnum,“ segir
Stína um Jóhann G. og tilurð plöt-
unnar.
Hún er mjög spennt fyrir tón-
leikunum og hljóðfæraleikurun-
um sem verða með henni. „Hérna
eru manns rætur og hjartað er
náttúrulega hér að miklu leyti,“
segir hún. „Maður er með súper-
stjörnuband með sér. Þeir voru
allir rosahressir og til í hvað sem
var.“
Stína mun jafnframt koma
fram á menningarnótt, meðal
annars í bakgarði verslunarinn-
ar Nikita. Hún kom fram á tón-
leikum í gærkvöldi á Nasa með
hljómsveit sinni Nista, sem spil-
ar elektró rokk með poppívafi.
Stína heitir fullu nafni Kristín
Birgitta Ágústsdóttir. Hún nam
verkfræði við Háskóla Íslands og
hefur frá barnsaldri verið við tón-
listarnám og meðal annars lagt
stund á klassískan söng við Söng-
skóla Reykjavíkur. Þá var hún í
tónlistarnámi við Vocaltech, Con-
cordia University í London. Eftir
að hún fluttist búferlum til Kan-
ada kom hún fram í söngleikjum
eins og West Side Story og Chor-
us Line og nam raddþjálfun hjá
Silviu Peron. Ásamt því að vera
meðlimur Nistu gerir hún það
gott með AXXE og syngur djass
á eigin vegum.
Hjartað á Íslandi
STINA AUGUST ÁSAMT HLJÓMSVEITINNI NISTA Stína syngur á Jazzhátíð í Reykjavík á
mánudagskvöld.
22. ágúst kl 13.00 – 16.00
Langar þig að taka myndir af barn-
inu þínu í íslenskum þjóðbúningi?
Búningadagur barna verður á
Árbæjarsafni sunnudaginn 22. ágúst
milli klukkan 13.00 og 16.00. Þar
býðst fólki að máta þjóðbúninga á
börnin sín og taka af þeim myndir.
Þarna verður einnig gott tækifæri
til að spjalla við sérfræðinga um
búninga barna. Allir þeir sem eiga
þjóðbúninga eru hvattir til að mæta
í þeim.
Bókin Glæpir eftir þýska lög-
fræðinginn Ferdinand von Schir-
ach hefur slegið í gegn að undan-
förnu. Hún hefur selst í bráðum
tvö hundruð þúsund eintökum og
útgáfurétturinn hefur verið seld-
ur til yfir þrjátíu landa. Stutt er
síðan hún kom út hér á landi hjá
bókaklúbbnum Neon.
Í bókinni segir Schirach ótrú-
legar en sannar sögur af afbrot-
um, sérkennilegum refsingum
og skrýtnum örlögum fólks sem
hann hefur kynnst í starfi sínu.
Fyrir skömmu kom út ný bók
eftir hann, Sekt, sem hefur þegar
selst í yfir hundrað þúsund ein-
tökum og fór beint í annað sæti
þýska metsölulistans.
Glæpir vinsæl
Tónlistarhátíðin
Berjadagar 2010
verður haldin í
Ólafsfirði nú um
helgina. Þetta er
í tólfta sinn sem
hátíðin er hald-
in og hefur hún
á þessum árum
áunnið sér traust
og virðingu og
þar af leiðandi er hún orðinn fastur liður í menning-
arlífi bæjarins.
Á Berjadögum verða þrennir tónleikar með frábær-
um listamönnum, sungið og leikið á sauðagarnir og
sögustund og myndlistarnámskeið fyrir börn, forn
hljóðfæri og handrit sýnd að ógleymdu markaðstorgi
Berjadaga.
Berjadagar 2010
BERJADAGAR 2010 Árleg tónlistarhátíð
sem haldin er í Fjallabyggð.
Verið velkomin á vinnustofu mína
á horni Njálsgötu og Snorrabrautar
á Menningarnótt, milli kl. 15–22.
Kl. 20–22 mun jazzdívan eina og
sanna Kristjana Stefánsdóttir
tæta og trylla okkur inn í nóttina
með þeim Agnari Má á orgel og
Ómari Guðjónssyni á gítar. Jazz-
og blússtemning. Allir velkomnir!
Pétur Gautur
s. 898 7172 - peturgautur.is
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 90 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing
Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.norraenahusid.is
Tónlistarveisla í Vatnsmýrinni
Dagskrá Norræna hússins
á Menningarnótt
1330
1400
1700
2000
OPIÐ
1300
Tilraunalandið er opið kl. 12.00 – 17.00
Ókeypis aðgangur að öllum viðburðunum
Tríó Önundar spilar poppskotinn jazz eftir Esbjörn
Svensson, Radio Head, Smashing Pumpkins og fleiri.
Tríóið skipa: Björn Önundur Arnarsson, píanó,
Alexandra Kjeld, kontrabassi og Kristmundur
Guðmundsson, trommur.
Opnun á tveimur myndlistarsýningum.
Andlit og Skuggar. Stefán Boulter sýnir málverk
og grafík. Verkin eru gerð í anda þess sem hann kallar
ljóðrænt raunsæi og hefur verið kennt við Kitsch.
Eldur, jörð, vatn og loft – og kosmos, náttúran
leikur stórt hlutverk í myndum norsku listakonunnar
Benthe Elisabeth.
Þrír kórar frá Norðurlöndum. Qeqqani Erinarsoqatigiit
frá Grænlandi, Schola Cantorum frá Svíþjóð og
Viborg Kammerkor frá Danmörku. Kórarnir flytja
tónlist frá sínum heimalöndum.
Jean-Marie Machado, hinn frægi jazzpíanisti
frá Frakklandi kemur á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Hann leikur einleik og segir frá ferli sínum.
IKI tónleikar. IKI er spunasönghljómsveit níu
söngkvenna frá fjórum Norðurlöndum. IKI vinnur
með fallegar laglínur, hljóð, hljóma, tungumál
og takt – nota einungis röddina.