Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 90

Fréttablaðið - 21.08.2010, Síða 90
50 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Söngkonan Stína August, sem er búsett í Montreal í Kanada, heldur tónleika á Jazzhátíð í Reykjavík á mánudaginn á staðnum Venue við Tryggvagötu. Með Stínu spila valinkunnir menn, eða þeir Björn Thoroddsen, Sig- urður Flosason, Einar Scheving og Tómas Einarsson. Spiluð verða lög af væntanlegri sólóplötu henn- ar, Concrete World, en stefnt er að því að platan verði komin út fyrir tónleikana. Hún hefur verið í vinnslu sl. tvö ár og á henni eru tólf lög Jóhanns G. Jóhannssonar. Textarnir eru á ensku og hefur Stína samið nokkra þeirra. „Hann samdi lög sem maður hefur alist upp við og svo þekkir hann líka pabba minn. Hann var að vinna með þeim í Óðmönnum,“ segir Stína um Jóhann G. og tilurð plöt- unnar. Hún er mjög spennt fyrir tón- leikunum og hljóðfæraleikurun- um sem verða með henni. „Hérna eru manns rætur og hjartað er náttúrulega hér að miklu leyti,“ segir hún. „Maður er með súper- stjörnuband með sér. Þeir voru allir rosahressir og til í hvað sem var.“ Stína mun jafnframt koma fram á menningarnótt, meðal annars í bakgarði verslunarinn- ar Nikita. Hún kom fram á tón- leikum í gærkvöldi á Nasa með hljómsveit sinni Nista, sem spil- ar elektró rokk með poppívafi. Stína heitir fullu nafni Kristín Birgitta Ágústsdóttir. Hún nam verkfræði við Háskóla Íslands og hefur frá barnsaldri verið við tón- listarnám og meðal annars lagt stund á klassískan söng við Söng- skóla Reykjavíkur. Þá var hún í tónlistarnámi við Vocaltech, Con- cordia University í London. Eftir að hún fluttist búferlum til Kan- ada kom hún fram í söngleikjum eins og West Side Story og Chor- us Line og nam raddþjálfun hjá Silviu Peron. Ásamt því að vera meðlimur Nistu gerir hún það gott með AXXE og syngur djass á eigin vegum. Hjartað á Íslandi STINA AUGUST ÁSAMT HLJÓMSVEITINNI NISTA Stína syngur á Jazzhátíð í Reykjavík á mánudagskvöld. 22. ágúst kl 13.00 – 16.00 Langar þig að taka myndir af barn- inu þínu í íslenskum þjóðbúningi? Búningadagur barna verður á Árbæjarsafni sunnudaginn 22. ágúst milli klukkan 13.00 og 16.00. Þar býðst fólki að máta þjóðbúninga á börnin sín og taka af þeim myndir. Þarna verður einnig gott tækifæri til að spjalla við sérfræðinga um búninga barna. Allir þeir sem eiga þjóðbúninga eru hvattir til að mæta í þeim. Bókin Glæpir eftir þýska lög- fræðinginn Ferdinand von Schir- ach hefur slegið í gegn að undan- förnu. Hún hefur selst í bráðum tvö hundruð þúsund eintökum og útgáfurétturinn hefur verið seld- ur til yfir þrjátíu landa. Stutt er síðan hún kom út hér á landi hjá bókaklúbbnum Neon. Í bókinni segir Schirach ótrú- legar en sannar sögur af afbrot- um, sérkennilegum refsingum og skrýtnum örlögum fólks sem hann hefur kynnst í starfi sínu. Fyrir skömmu kom út ný bók eftir hann, Sekt, sem hefur þegar selst í yfir hundrað þúsund ein- tökum og fór beint í annað sæti þýska metsölulistans. Glæpir vinsæl Tónlistarhátíðin Berjadagar 2010 verður haldin í Ólafsfirði nú um helgina. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er hald- in og hefur hún á þessum árum áunnið sér traust og virðingu og þar af leiðandi er hún orðinn fastur liður í menning- arlífi bæjarins. Á Berjadögum verða þrennir tónleikar með frábær- um listamönnum, sungið og leikið á sauðagarnir og sögustund og myndlistarnámskeið fyrir börn, forn hljóðfæri og handrit sýnd að ógleymdu markaðstorgi Berjadaga. Berjadagar 2010 BERJADAGAR 2010 Árleg tónlistarhátíð sem haldin er í Fjallabyggð. Verið velkomin á vinnustofu mína á horni Njálsgötu og Snorrabrautar á Menningarnótt, milli kl. 15–22. Kl. 20–22 mun jazzdívan eina og sanna Kristjana Stefánsdóttir tæta og trylla okkur inn í nóttina með þeim Agnari Má á orgel og Ómari Guðjónssyni á gítar. Jazz- og blússtemning. Allir velkomnir! Pétur Gautur s. 898 7172 - peturgautur.is Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Norræna húsið | Sturlugötu 5 | 101 Reykjavík | Sími 551 7030 | www.norraenahusid.is Tónlistarveisla í Vatnsmýrinni Dagskrá Norræna hússins á Menningarnótt 1330 1400 1700 2000 OPIÐ 1300 Tilraunalandið er opið kl. 12.00 – 17.00 Ókeypis aðgangur að öllum viðburðunum Tríó Önundar spilar poppskotinn jazz eftir Esbjörn Svensson, Radio Head, Smashing Pumpkins og fleiri. Tríóið skipa: Björn Önundur Arnarsson, píanó, Alexandra Kjeld, kontrabassi og Kristmundur Guðmundsson, trommur. Opnun á tveimur myndlistarsýningum. Andlit og Skuggar. Stefán Boulter sýnir málverk og grafík. Verkin eru gerð í anda þess sem hann kallar ljóðrænt raunsæi og hefur verið kennt við Kitsch. Eldur, jörð, vatn og loft – og kosmos, náttúran leikur stórt hlutverk í myndum norsku listakonunnar Benthe Elisabeth. Þrír kórar frá Norðurlöndum. Qeqqani Erinarsoqatigiit frá Grænlandi, Schola Cantorum frá Svíþjóð og Viborg Kammerkor frá Danmörku. Kórarnir flytja tónlist frá sínum heimalöndum. Jean-Marie Machado, hinn frægi jazzpíanisti frá Frakklandi kemur á Jazzhátíð Reykjavíkur. Hann leikur einleik og segir frá ferli sínum. IKI tónleikar. IKI er spunasönghljómsveit níu söngkvenna frá fjórum Norðurlöndum. IKI vinnur með fallegar laglínur, hljóð, hljóma, tungumál og takt – nota einungis röddina.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.