Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 94

Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 94
54 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Jóhann Jóhannsson heldur tónleika í Hallgrímskirkju 1. október í samstarfi við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykja- vík, RIFF, og 12 Tóna. Þetta verða fyrstu tónleikar Jóhanns á Íslandi í fjögur ár en hann hefur verið að gera það gott á erlendri grundu að und- anförnu. Jóhann verður ekki einn síns liðs á tónleikunum því hann mun hafa fimm manna hljómsveit sér til halds og trausts. Hana skipa þau Matthías Hemstock á slagverk, Una Sveinbjarn- ardóttir og Gréta Guðnadóttir á fiðlur, Guðmundur Kristmundsson á víólu og Hrafnkell Egilsson sellóleikari. Á tónleikunum mun sveitin spila tónlist af þremur plötum Jóhanns: Englabörnum, Fordlandia og IBM 1401, a User´s Manual, í bland við nýtt efni sem enn hefur ekki komið út. Þá mun Magnús Helgason jafnframt sýna kvikmyndir sem hann hefur gert sérstaklega við tónlistina en Magnús er yfirleitt með sveitinni þegar hún spilar erlendis. Kvikmyndir Magnúsar hafa ekki verið sýndar áður á Íslandi. Síðasta hljómplata Jóhanns, And in the endless pause there came the sound of bees, kom út hjá 12 Tónum og í apríl síð- astliðnum var hún gefin út um allan heim á vegum Type-útgáfunnar. Platan inni- heldur tónlist úr kvikmyndinni Varmints sem hefur fengið fjölda verðlauna og var m.a. tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Tónlistin sjálf hefur fengið verðlaun á kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum og Japan. Fyrstu tónleikarnir í fjögur ár Færeyski söngvarinn Jógvan Hansen er nýbúinn að gefa út nýtt lag en lítið hefur heyrst frá söngvar- anum síðan í Eurovision. Lagið ber nafnið Save it for a rainy day og er skrifað af breska tónlistarmanninum Chesney Hawks. „Það má eiginlega segja að lagið sé afleiðing af Eurovision,“ segir söngvarinn Jógvan Hansen glað- ur í bragði þegar Fréttablaðið náði af honum tali en hann er stoltur af nýja laginu sínu, Save it for a rainy day. „Þetta er lag um ástina eins og flest popplög en ég er mikill popp- ari í mér,“ segir Jógvan en það er enginn annar en tónlistarmaðurinn Chesney Hawks sem samdi lagið fyrir kappann. „Ég var svo hepp- in að það voru margir mjög hrifnir af mér eftir Eurovision og Hawks var í svona lagasmiðabúðum í Hval- firði síðasta vor og sá mig í keppn- inni,“ segir Jógvan en Hawks tók að senda honum lög frá hinum og þess- um til að syngja og varð þetta lag fyrir valinu en það er útsett fyrir Jógvan af Vigni Snæ Vigfússyni. Hawks er vinsæll breskur poppari sem er hvað þekktastur fyrir lagið The one and only sem var í topp- sætum bresku vinsældarslistanna árið 1991. Jógvan útilokar ekki frekari þátttöku í Eurovision-keppninni en hann lenti í öðru sæti í vor. „Ég var eiginlega of nálægt því að vinna til að ég geti hætt. Ef rétta lagið kemur til mín er ég mjög mikið til í að taka aftur þátt.“ Jógvan er þessa dagana að ein- beita sér að tónlistinni og hefur verið að spila úti um allt land í sumar. „Það tekur mikið á að vera tónlistamaður í fullu starfi og er ekki sérstaklega fjölskylduvænt. Ég er alltaf að vinna þegar allir hinir eru í fríi en ég elska þetta. Þetta er draumastarfið.“ Jógvan kemur fram í Hressingarskálanum í kvöld milli 20 og 23 og mun nýja lagið eflaust fá að hljóma þar. - áp Jógvan og Hawks vinna saman EINBEITIR SÉR AÐ TÓNLISTINNI Jógvan Hansen sendir frá sér nýtt lag sem nefnist Save it for a rainy day. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JÓHANN JÓHANNSSON Jóhann heldur tónleika í Hallgrímskirkju sem verða hans fyrstu í fjögur ár á Íslandi. > MÁL GEGN MADONNU Höfðað hefur verið mál gegn söng- konunni Madonnu vegna barnafata- línu sem hún hannaði með dótt- ur sinni Lourdes Leon. Línan heitir Material Girl, eins og samnefnt lag Madonnu frá árinu 1985. Vanda- málið er að fyrirtækið LA Tri- umph segist hafa framleitt föt undir nafninu Material Girl síðan 1997 og eigi því einka- réttinn á nafninu. Opið: Virka daga kl. 10-18 · Laugardaga kl. 10-17 · Sunnudaga kl. 13-17 FÍGARÓ-línan komin aftur 20% afsláttur út ágúst F A B R I K A N Holtagörðum og Kringlunni – www.tekk.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.