Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 100

Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 100
60 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Úrslitaleikurinn sem landsliðsþjálfarinn óskaði sér fer fram í dag. Margir mánuðir eru síðan Sigurður Ragnar Eyjólfs- son talaði um að hann vildi búa til úrslitaleik gegn Frökkum á menn- ingarnótt og sú er raunin. Leikurinn á Laugardalsvelli klukkan 16.00 í dag sker úr um það hvort liðið verður í efsta sæti riðilsins. Ísland þarf að vinna 3-0 í dag og vinna svo Eista á miðviku- dag til að hirða efsta sætið og kom- ast þannig beint á HM. „Frakkar eru með gríðarlega sterkt lið og það eru alltaf hörku- leikir á milli þjóðanna. Í fyrri leiknum voru þær miklu betri og unnu verðskuldað en hinir hafa verið jafnir og spennandi,“ sagði Sigurður en Ísland vann einmitt Frakka á Laugardalsvelli, 1-0 16. júní árið 2007. „Við höfum það bak við eyrað að við þurfum að vinna 3-0. Það eru kannski ekki raunhæf úrslit en 1- 0 gæti dugað til að koma okkur í efsta styrkleikaflokk fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að eiga okkar besta leik bara til að vinna,“ segir þjálfarinn. Hann segir að þessir leikir, stór- ir leikir þar sem mikið er í húfi, séu eitthvað sem henti liðinu. „Við vildum fá þennan leik en núna kemur í ljós úr hverju stelpurnar eru gerðar. Það kemur í ljós hverj- ar eru tilbúnar til að spila á þessu stigi,“ sagði Sigurður sem hefur verið ánægður með undirbúning liðsins í vikunni. „Við þurfum að sjá hvernig leik- urinn þróast en þær hafa flinkari leikmenn en við. Þær eru betri í að halda boltanum en það lið sem gerir það vinnur ekki alltaf. Það væri frábært að ná marki snemma til að leggja grunninn,“ sagði Sig- urður Ragnar en liðið æfði í Sand- gerði í gær og gisti í Keflavík í nótt. „Við viljum detta í sömu rútínu og alltaf, með sömu göngutúrun- um og öllu þar fram eftir götun- um. Það hefur virkað vel. Ég býst við gríðarlega erfiðum leik en við höfum allar trú á verkefninu,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir. „Við byrjum bara á því að skora eitt mark í einu, við skorum ekki þrjú í einni sókn. Það yrði slæmt að fá á sig mark og það má bara ekki gerast,“ segir Sara Björk og hvetur um leið fólk til að mæta á völlinn í dag. hjalti@frettabladid.is Ekki raunhæft að vinna 3-0 Íslenska landsliðið mætir ógnarsterkum Frökkum á Laugardalsvelli í dag. Stelpurnar hafa trú á verkefn- inu en 3-0 sigur þarf til að komast beint á HM. LÍNURNAR LAGÐAR Sigurður Ragnar ræðir við stelpurnar sínar á landsliðsæfingu. Hann segir að liðið þurfi að eiga toppleik í alla staði til þess að vinna Frakka. 3-0 sigur sé varla raunhæf úrslit. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margrét Lára Viðarsdóttir viðurkennir að hún eigi eitt- hvað í land með að sigrast á erfiðum meiðslum sem hafa hrjáð hana í tvö ár. „Ég er ekki sami leikmaður og ég var vegna meiðslanna,“ segir markadrottningin frá Vestmannaeyjum. Margrét segir að sér líði ágætlega en hún spilaði sinn fyrsta heila leik í langan tíma um síðustu helgi. „Ég er ánægð með að vera byrjuð aftur að spila eftir langa fjar- veru en það er mikill dagamunur á mér,“ segir Margrét. „Þetta hefur verið mjög erfiður tími og langt ferli. Ég er örugglega búin að hitta þúsund lækna og sjúkraþjálfara og alls konar teymi. Sumir hafa hjálpað mér mikið en ég hef aldrei náð þessu almennilega úr mér. Nú er ég komin aftur í endurhæfingarferli þar sem ég þarf að byggja mig upp líkamlega og andlega,“ segir Margrét sem er einmitt að hefja nám í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Það mun hún stunda í fjarnámi. Eitt af því sem Margrét íhugar að gera til að ná sér er að taka sér frí frá knattspyrnu eftir landsleiki Íslands gegn Frökkum og Eistum. Kristianstad á sjö leiki eftir í sænsku úrvalsdeildinni. „Þetta er stór spurning sem ég hef verið að velta mikið fyrir mér. Það væri kannski best að taka sér tíma í þetta og koma sterkari inn á næsta ári. Ég veit að ég eyðilegg ekkert í mér með að spila en ég er ekki sami leikmaður og áður. Ég geri ákveðnar kröfur til mín eins og fjölmiðlar og liðsfélagar mínir. Ég vil standa undir þessum kröfum,“ segir hún. „Ég er hungruð í að komast í mitt gamla form og að taka mér frí gæti verið leiðin til þess. Við erum um miðja deild í Svíþjóð og þrátt fyrir að við höfum ákveðin markmið þar verð ég kannski að hugsa um sjálfa mig. Ég hef ekki gert það undanfarin tvö ár heldur oft tekið ákvarðanir út frá liðunum mínum. Ég vil alltaf spila en ég þarf líka að sýna skynsemi,“ segir Margrét. MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR: ÍHUGAR AÐ TAKA SÉR FRÍ ÚT TÍMABILIÐ TIL AÐ NÁ SÉR GÓÐRI AF MEIÐSLUM Hef örugglega hitt þúsund lækna og sjúkraþjálfara > Biðstaða hjá Alfreð Breiðablik og pólska félagið Lechi Gdansk höfðu ekki komist að samkomulagi um kaupverð á framherjanum Alfreð Finnbogasyni í gær. Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagðist í gær vera að bíða eftir viðbrögðum frá pólska liðinu. Fleiri tilboð í leikmanninn gætu síðan komið í næstu viku en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er von á nokkrum njósnurum á leik Blika og Hauka á mánudag en þeir koma gagngert til þess að skoða Alfreð. Þjálfararnir í sumar: Ólafur Örn Bjarnason Á bekknum: Fimm leikir, fjórir sigrar og eitt jafntefli. Markatala 13-6. Ekki á bekknum: Sex leikir, fjögur töp og tvö jafntefli. Markatala 5-9. Lúkas Kostic Árangur í sumar: Fjórir leikir - fjögur töp. Markatala 1-9. Rekinn 26. maí FÓTBOLTI Gengi Grindvíkinga hefur heldur betur umturnast í sumar með komu Ólafs Arnar Bjarna- sonar til félagsins. Varnarmaður- inn hefur náð frábærum árangri með liðið, einna helst þegar hann er sjálfur á leikjunum. Grindvíkingar byrjuðu sumar- ið ömurlega undir stjórn Lúkasar Kostic. Liðið skoraði aðeins eitt mark í fjórum fyrstu leikjunum og tapaði þeim öllum. Lúkas var rekinn í lok maí. Grindavík leitaði til Ólafs Arnar sem var samningsbundinn Brann í Noregi. Hann tók að sér þjálf- un liðsins en sinnti henni reyndar með fjarþjálfun fyrst um sinn. Hann þurfti að klára samning sinn við Brann og því kom hann ekki til landsins alkominn fyrr en í lok júlí. Eftir að hann tók við hafa Grind- víkingar byrjað að hala inn stig en liðið tapaði þó fyrstu tveimur leikj- unum eftir að hann tók við. Fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en 14. júní gegn Blikum, en þá stýrði Ólafur Örn liðinu einmitt af bekknum í fyrsta sinn. - hþh Ólafur Örn Bjarnason er góður með Grindavík: Ósigraður á bekknum HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 51 17 0 08 /1 0 Skór Fatnaður Töskur Mikið úrval
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.