Fréttablaðið - 21.08.2010, Side 102
62 21. ágúst 2010 LAUGARDAGUR
1. deild karla:
Leiknir-ÍR 2-0
Kjartan Andri Baldvinsson, Kristján Jónsson.
Þór-Grótta 5-0
Ármann Pétur Ævarsson 3, Jóhann Helgi Hannes-
son, Kristján Steinn Magnason.
Fjarðabyggð-HK 2-0
Sveinbjörn Jónasson, Fannar Árnason.
Víkingur-Þróttur 3-0
Marteinn Briem 2, Sigurður Egill Lárusson.
Njarðvík-ÍA 1-2
Andri Fannar Freysson - Gary Martin 2.
*Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá
vefsíðunni fótbolti.net.
STAÐAN:
Leiknir 18 12 2 4 27-13 38
Víkingur 18 11 3 4 33-20 36
Þór 18 9 7 2 36-19 34
ÍR 18 8 5 5 29-29 29
Fjölnir 17 8 4 5 31-23 28
ÍA 18 6 7 5 28-24 25
KA 17 6 5 6 24-28 23
Þróttur 18 6 3 9 24-32 21
HK 18 5 4 9 25-32 19
Grótta 18 4 5 9 24-31 17
Fjarðabyggð 18 4 3 11 23-35 15
Njarðvík 18 3 2 13 13-31 11
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Rafael van der Vaart
viðurkennir að það yrði erfitt að
standast þá freistingu að fara til
Manchester United í sumar.
Hollendingurinn hefur verið
orðaður við sölu frá Real Madrid
sem er búið að kaupa Mesut Özil,
Angel Di Maria og Sergio Can-
ales í sumar.
Hann hefur þó sagst vilja vera
áfram hjá Real en Daily Express
vitnar í hann í dag.
„Ég gæti aldrei spilað fyrir
annað félag á Spáni og það er
bara eitt félag sem er ekki skref
niður á við frá Real Madrid, það
er Man. Utd,“ sagði hann. - hþh
Rafael van der Vaart:
Erfitt að hafna
Man. Utd
VAN DER VAART Hefur oft verið orðaður
við Man. Utd. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Fram kom á heimasíðu
Reading í gær að Gylfi Þór Sig-
urðsson hefði verið valinn í A-
landslið karla fyrir leikina gegn
Noregi og Danmörku í undan-
keppni EM.
Gylfi hefur aðallega spilað með
U-21 árs landsliði Íslands og var
í lykilhlutverki er Ísland valtaði
yfir Þýskaland á dögunum, 4-1.
Ekki er víst að þjálfari U-21
árs liðsins, Eyjólfur Sverrisson,
sé par ánægður með þetta enda á
U-21 árs liðið að spila gríðarlega
mikilvægan leik gegn Tékklandi
sama dag og A-landsliðið mætir
Danmörku í Kaupmannahöfn.
- hbg
Gylfi Þór Sigurðsson:
Valinn í A-
landsliðið
Knattspyrnudeild HK
óskar eftir að ráða
framkvæmdastjóra til starfa.
Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og markaðslega þenkjandi
og tilbúinn að taka þátt í tekjuöfl un deildarinnar ásamt öðrum
störfum.
Umsóknir óskast sendar á skrifstofu HK, Íþróttahúsið Digranes,
Skálaheiði 2, 200 Kópavogur eða í tölvupósti á laufey@hk.is.
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 90 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing
FÓTBOLTI Leiknir er enn í efsta
sæti 1. deildar karla eftir veru-
lega góðan sigur á nágrönnum
sínum í ÍR í bardaganum um
Breiðholtið í gær. Víkingur og
Þór fylgja í humátt á eftir en liðin
unnu bæði örugga sigra á and-
stæðingum sínum í gær.
Leiknir var betra liðið í leikn-
um í gær og ljóst frá upphafi að
ÍR ætlaði sér að halda hreinu og
freista þess að næla í eitt stig.
Nákvæmlega ekkert gerðist í
fyrri hálfleik en heldur lifnaði yfir
leiknum í síðari hálfleik. Leikmað-
ur ÍR fékk rautt eftir aðeins tíu
mínútur í síðari hálfleik og Leikn-
ir komst yfir skömmu síðar með
marki úr vítaspyrnu. Annað mark-
ið kom síðar og Leiknir innsiglaði
þar með sanngjarnan sigur.
Fjarðabyggð vann gríðarlega
mikilvægan sigur á HK fyrir aust-
an. - hbg
Toppliðin í 1. deild karla unnu öll leiki sína í gær:
Leiknir vann bardag-
ann um Breiðholtið
BARÁTTA Úr leik Leiknis og ÍR í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN