Fréttablaðið - 21.08.2010, Page 103
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2010 63
FÓTBOLTI Þorsteinn Magnússon, for-
maður knattspyrnudeildar Kefla-
víkur, segir að stjórn deildarinnar
standi heils hugar á bak við þjálf-
ara liðsins, Willum Þór Þórsson, þó
svo að gengi liðsins í sumar hafi
ekki staðið undir væntingum sem
allir í Keflavík gerðu til liðsins í
sumar.
Keflavík situr sem stendur í 6.
sæti Pepsi-deildarinnar og það
sem vekur kannski mesta athygli
er að Keflavík hefur skorað fæst
mörk allra liða í deildinni.
Meira að segja Haukar, sem
hafa ekki unnið leik í sumar, hafa
skorað þremur mörkum fleira en
Keflavík.
„Það stendur ekki til hjá okkur
að reka Willum. Það væri líklega
nær að reka einhverja leikmenn,“
sagði Þorsteinn en Keflavík tap-
aði á fimmtudag fyrir Selfossi, 3-
2, eftir að hafa leitt 0-2 í hálfleik.
„Þetta er alls ekki nógu gott og
spurning hvort við höfum ofmet-
ið okkar lið. Auðvitað hefur geng-
ið samt valdið okkur vonbrigðum.
Það ætluðu sér allir stærri hluti en
það eru leikmennirnir úti á gras-
inu sem eiga að gera gæfumun-
inn. Þeir eru ekki að standa sig,“
segir Þorsteinn en lykilmenn liðs-
ins á borð við Hólmar Örn Rúnars-
son og Guðmund Steinarsson hafa
ekki verið nema skugginn af sjálf-
um sér í allt sumar og engan veg-
inn fundið sig.
Keflavík byrjaði tímabilið með
miklum látum og var efst í deild-
inni lengi framan af.
Liðið var þá að vinna leiki 1-0 en
þegar hin liðin fóru að skora gegn
Keflavík komu í ljós miklar brota-
lamir í sóknarleiknum. Þau færi
sem Keflavík hefur fengið hafa
framherjar liðsins nýtt afar illa.
- hbg
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur stendur við bakið á þjálfaranum, Willum Þór:
Nær væri að reka einhverja leikmenn
ÖRUGGUR Í HEITA SÆTINU Willum Þór hefur ekki náð því besta úr Keflavíkurliðinu í
sumar en er samt öruggur með starf sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Franski varnarmaður-
inn William Gallas hefur skrif-
að undir eins árs samning við
Tottenham. Hann kemur frá Ars-
enal á frjálsri sölu.
Gallas er sagður hafa viljað fá
80 þúsund pund í vikulaun hjá
Arsenal en við því hafi félag-
ið ekki orðið. Þess vegna hafi
honum verið sleppt frá félaginu.
Harry Redknapp, stjóri
Tottenham, segir að Gallas sé
ekki á fáránlega háum launum
hjá Spurs.
„Hann hefur aldrei beðið um
háar fjárhæðir. Stjórnarformað-
urinn er búinn að ganga frá eins
árs samningi við leikmanninn og
launin eru sanngjörn,“ sagði Red-
knapp.
Gallas mun nú ná þeim merki-
lega árangri að hafa leikið með
þremur Lundúnaliðum en hann
lék með Chelsea áður en hann fór
til Arsenal. - hbg
Gallas kominn til Tottenham:
Ekki á neinum
ofurlaunum
WILLIAM GALLAS Leikur með sínu þriðja
Lundúnafélagi. Hann hefur áður leikið
með Arsenal og Chelsea.
NORDIC PHOTOS/GETTY
Hallveig efh.
í Reykholti
laugardag 21.ágúst kl.17:00
föstudag 27.ágúst kl.17:30
uppselt
laugardag 28.ágúst kl.17:00
Miðapantanir í síma
690 1939 • 587 5939
bóka á www.hallveig.sida.is
SAFNAÐU
ÞEIM ÖLLUM!
www.draumal id id . is