Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 2
2 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
DÝRALÍF Heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur íhugar nú hvort ástæða sé
til að skera upp herör gegn kanín-
um sem hreiðrað hafa um sig í Ell-
iðaárdalnum. Kanínum þar hefur
fjölgað gríðarlega síðustu ár og nú
er svo komið að íbúar í dalnum,
sem og útivistarfólk sem á þar leið
um, hafa fengið nóg. Kanínurnar
éti gróður, bæði á einkalóðum sem
og í borgarlandinu, þær hafi áhrif á
fuglalíf auk þess sem af þeim stafi
slysahætta.
Árný Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur, segir að eftirlit-
inu hafi borist nokkrar ábendingar
vegna kanínanna.
Málið sé í skoðun hjá eftirlit-
inu ekki síst vegna slysahættunn-
ar sem þeim fylgi. „Þær eiga það
til að hlaupa út á Breiðholtsbraut-
ina og geta valdið slysum þar. Eins
éta þær gróður hjá íbúum í daln-
um sem og í borgarlandinu,“ segir
Árný.
Kanínurnar í Elliðaárdal sækja
margar hverjar í heimili Jóns Þor-
geirs Ragnarssonar og Halls Heið-
ars Hallssonar sem búa á Skálará
við Vatnsveituveg en þeir fóðra
kanínurnar daglega. Ekki eru allir
sáttir við það og telja sumir að þeir
stuðli að fjölgun nagdýranna.
Jón Þorgeir segir þá ekki halda
kanínur enda hafi þeir aldrei keypt
eina einustu kanínu. „En þær eru
hérna í kring og við gefum þeim
að borða,“ segir hann. „Þegar ég
er spurður hvort við eigum kanín-
urnar segi ég alltaf nei. Þær eiga
sig sjálfar.“
Lausaganga kanína er með öllu
óheimil samkvæmt samþykkt
Reykjavíkurborgar um gæludýra-
hald. Halda verður kanínum innan
girðingar eða lóðamarka og bannað
er að fóðra þær utan þeirra.
Framkvæmdastjóri heilbrigðis-
eftirlitsins segir það ekki ganga að
verið sé að fóðra kanínurnar. „Við
verðum að tala við þá, því þetta á
ekki að líðast. Ef þeir velja að halda
kanínur þá verða þeir að gera það
inni á sinni lóð,” segir Árný.
Jón Þorgeir segir að hann og
sambýlismaður hans séu ekki þeir
einu sem gefi kanínunum að borða.
„Hingað kemur fólk frá veitinga-
stöðum, sjúkrahúsum og öðrum
stöðum til að gefa þeim.“
Hann telur að um sjötíu til átta-
tíu kanínur séu í Elliðaárdalnum.
Aðrir sem Fréttablaðið hefur rætt
við telja að þær séu á annað hundr-
að talsins.
Jón Þorgeir segir að kanínurn-
ar veki athygli þar sem þær séu
mjög spakar. Fólk komi í dalinn til
að skoða þær. Hann segir þó sumt
fólk, ketti og máva drepa kanín-
urnar.
„Mér finnst það forréttindi að fá
að umgangast dýrin frjáls en við
eigum þær ekki,“ segir hann „Mér
finnst yndislegt að fá að umgangast
dýrin í sínu náttúrulega umhverfi
en þau koma aldrei hingað inn.
Við erum meira að segja hættir að
klappa þeim því ef þær eru gæfar
eru þær dauðar,“ segir Jón Þorgeir.
kristjan@frettabladid.is
Fóðra kanínur í trássi
við reglur borgarinnar
Kanínum hefur fjölgað gríðarlega í Elliðaárdalnum. Slysahætta er af nagdýr-
unum. Íbúar í dalnum fóðra kanínurnar þótt reglugerð borgarinnar banni það.
Útivistarfólki er nóg boðið. Heilbrigðiseftirlit borgarinnar íhugar aðgerðir.
KANÍNA Í ELLIÐAÁRDAL Jón Þorgeir Ragnarsson, íbúi í Elliðaárdalnum, segir að kan-
ínur hafi verið þar um langt skeið. „Ég held að fyrsta kanínan hafi komið úr hverfinu
hér fyrir ofan. Svo eru einhverjir sem hafa komið og skilið kanínur hér eftir. En þegar
fólk spyr hvort við eigum þær segi ég nei. Þær hljóta að eiga sig sjálfar,“ segir Jón
Þorgeir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Karl, komu áhorfendurnir þá
að vörmu Spori?
„Já, á meðan við tókum sporið.“
Danshópurinn Sporið steig dansspor á
götum úti í Rúmeníu á dögunum. Dans-
ararnir klæddust þjóðbúningi, sem var
í hlýjasta lagi, enda upp undir 40 stiga
hiti í landinu. Karl Stefánsson er annar
harmónikuleikara hópsins.
LANDIÐ „Maður finnur að bæjar-
búar kunna vel að meta þessa
andlitslyftingu og þessi nýja
ásýnd bæjarins hefur smitað
út frá sér því Siglfirðingar eru
margir farnir að flikka upp á hús
sín,“ segir Finnur Yngvi Kristins-
son, verkefnastjóri Rauðku sem
hefur veg og vanda af endurgerð
gömlu fiskvinnsluhúsanna við
smábátahöfnina á Siglufirði.
Að baki Rauðku standa örfáir
einstaklingar sem vilja ekki láta
nafn síns getið, en fyrir dyrum
stendur enn frekari uppbygging í
bænum. - þlg / sjá Veljum íslenskt
Leynifélagið Rauðka stórtækt:
Veitir Siglufirði
andlitslyftingu
BÆJARPRÝÐI Gömlu fiskvinnsluhúsin við
smábátahöfnina hafa gengið í endurnýj-
un lífdaga.
LÖGREGLUMÁL „Það er óbreyttt
staða,“ sagði Friðrik Smári
Björgvinsson yfirlögregluþjónn,
spurður síðdegis í gær um stöðu
rannsóknar á manndrápsmálinu í
Hafnarfirði.
Yfirheyrslum var haldið áfram
í gærdag. Friðrik Smári kvaðst
ekki hafa tölu á hve margir hefðu
verið yfirheyrðir vegna rann-
sóknar málsins frá því að hún
hófst. Í einhverjum tilvikum
hefðu einstaklingar verið yfir-
heyrðir oftar en einu sinni.
Spurður um hvenær væri að
vænta niðurstöðu rannsóknar
á lífsýnum sem send voru út til
Svíþjóðar sagði Friðrik Smári að
gera mætti ráð fyrir þeim eftir
um það bil þrjár vikur. Það færi
þó eftir því hversu mikinn for-
gang sýnin fengju. - jss
Rannsókn á manndrápi:
Óbreytt staða
VIÐSKIPTI Ákveðið var á fundi
skiptastjóra þrotabús BGE eignar-
haldsfélags í gær að innheimta lán
sem félagið veitti fyrrum starfs-
mönnum Baugs. Skuldin nemur
um einum milljarði króna.
Meginþungi skuldarinnar fellur
á helstu fyrrverandi stjórnendur
Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson,
fyrrverandi stjórnarformann
Baugs, Gunnar Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóra, og Stefán H.
Hilmarsson, fyrrum aðstoðarfor-
stjóra. Hann er nú fjármálastjóri
365 miðla. Þremenningarnir áttu
samtals 76 prósenta hlut í félaginu
en starfsmenn Baugs afganginn.
BGE var stofnað árið 2003 utan
um hlutafjáreign starfsmanna
Baugs í Baugi. Kaupþing Búnað-
arbanki lánaði BGE fé sem það
lánaði áfram til starfsmanna til
hlutabréfakaupanna. Skuldin ligg-
ur nú í bókum skilanefndar Kaup-
þings.
Í ársreikningum BGE má sjá að
BGE greiddi upp lánið við bank-
ann og var skuldlaust við hann í
lok árs 2007. Á sama tíma hækkaði
skuld BGE gagnvart Baugi. Í árs-
lok 2008 námu
heildarskuldir
BGE rúmum
2,9 milljörðum
króna. Eina eign
félagsins voru
verðlaus hluta-
bréf í Baugi.
Bj a r n i S .
Ásgeirsson,
skiptastjóri BGE
eignarhaldsfé-
lags, segir líklegt að einhverjir
fyrrum starfsmenn Baugs semji
um uppgjör skuldarinnar. Ekki
megi útiloka að stærstu skulda-
málin fari fyrir dómstóla.
- jab
Skiptastjóri þrotabús BGE eignarhaldsfélags vill að fyrrverandi starfsfólk Baugs um einn milljarð króna:
Þrír skulda um átta hundruð milljónir
STEFÁN H.
HILMARSSON
GUNNAR
SIGURÐSSON
JÓN ÁSGEIR
JÓHANNESSON
VIÐSKIPTI Einkaþotuleigan IceJet
er að mestu hætt að leigja vél-
arnar út í forstjóraflug. Endur-
skipulagning á rekstrinum stend-
ur yfir, að því er fram kemur á
netmiðlinum FlightGlobal.
IceJet, sem rekur fjórar
Dornier 328-einkaþotur, heyrði
undir fjárfestingarfélagið Nord-
ic Partners. Skilanefnd Lands-
bankans leysti eignir félagsins
til sín í lok mars og seldi megn-
ið af starfseminni í Eystrasalts-
ríkjunum. Til stendur að selja
þoturnar þegar betur árar á
einkaþotumarkaði, samkvæmt
upplýsingum frá skilanefnd
Landsbankans. - jab
IceJet dregur saman seglin:
Skilanefnd vill
selja vélarnar
ÍRAK, AP Fimmtíu og fimm Írakar
féllu í tugum sprengjuárása víðs
vegar í Írak í gær.
Svo virðist sem árásirnar hafi
verið samhæfðar, en daginn áður
hafði bandarískum hermönnum
í Írak í fyrsta sinn frá upphafi
stríðsins fækkað niður undir 50
þúsund manns. Uppreisnarmenn
hafa hert árásir sínar undanfarna
mánuði, samhliða því sem fækkað
hefur í liðsafla Bandaríkjanna. Að
minnsta kosti helmingur þeirra
sem létust í gær voru íraskir lög-
reglumenn eða hermenn. - gb
Tugir sprengjuárása:
Blóði drifinn
dagur í Írak
RÚSTIR BIFREIÐAR Vettvangur sprengju-
árásar í bænum Ramadi. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
héraðsdóms frá í júlí að tíu evrópskir bank-
ar geti ekki lagt fram kröfu í reikning þrota-
bús Samsonar eignarhaldsfélags. Ástæðan fyrir
úrskurðinum er að krafan í búið var ekki rétt reif-
uð, að mati Hæstaréttar. Krafa bankanna hljóðaði
upp á rúma 2,1 milljón evra, jafnvirði 330 millj-
óna króna.
Í úrskurði héraðsdóms kom fram að upphafleg
kröfulýsing bankanna hafi verið með þeim hætti
að hún næði ekki til veðréttar í innstæðunum.
Bankarnir erlendu eru þýsku bankarnir Comm-
erzbank, HSH Nordbank, Bayerische Landesbank,
Bayerische Hypo- und Vereinsbank, Raiffeisen
Zentralbank Österreich; frönsku bankarnir Soci-
été Générale og Natrixis; asíski bankinn United
Overseas, færeyski Eik Bank auk ítalska bankans
UBI Banca International.
Samson, sem var í eigu Björgólfsfeðga, átti
rúman fjörutíu prósenta hlut í Landsbankanum.
Bankarnir lánuðu félaginu fé með veði í hluta-
bréfum í Landsbankanum. Við fall bankanna
haustið 2008 urðu hlutabréf Landsbankans einsk-
is virði. Bankarnir felldu þá lánin á gjalddaga
og gerðu kröfu í bú Samsonar, sem fór í greiðslu-
stöðvun um svipað leyti og bankarnir féllu. - jab
Erlendir bankar fá ekki veðrétt í innstæðum á reikningum þrotabús Samsonar:
Urðu af hundruðum milljóna
BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON Trygging fyrir lánum Samsonar
voru hlutabréf í Landsbankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SPURNING DAGSINS