Fréttablaðið - 26.08.2010, Síða 8
8 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
Líflegt og fjölbreytt nám fyrir alla þá sem vilja tileinka
sér þekkingu á sölu,- markaðs,- og rekstrarmálum.
Námið er sérstaklega fjölbreytt eins og sést hér að neðan:
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
SÖLUNÁM
SEM SELUR!
Fyrri önn:
Seinni önn:
Sölu-, markaðs- og
rekstrarnám
396 stundir - Verð: 385.000.- Einingar til stúdentprófs: 16
Næstu námskeið:
Möguleiki á framhaldsnámi í Danmörku
kenna tveggja anna námsbrautir NTV sem inntökuskilyrði fyrir nám
-
1. Hversu margir voru þjófarnir
sem lögreglan handtók í Árbæ?
2. Hvar veiddist stærsti lax
sumarsins?
3. Hversu margir farþegar hafa
siglt til Vestmannaeyja á einum
mánuði?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46
EFNAHAGSMÁL „Ég átti satt að segja
von á því að aðild að myntbanda-
laginu myndi skipta meira máli,“
segir Þórarinn G. Pétursson,
aðalhagfræðingur Seðlabanka
Íslands.
Hann hefur ásamt Þorvarði
Tjörva Ólafssyni hagfræðingi gert
viðamikla rannsókn á heimskrepp-
unni 2007-2009 og áhrifum henn-
ar á 46 meðal- og hátekjulönd víðs
vegar um heim.
Þórarinn segir það hafa komið
á óvart að í mælingum þeirra hafi
ekki komið fram nein merki þess
að aðild að evrusvæðinu hefði
breytt miklu um áhrif kreppunnar.
Hann tekur þó fram að ekki megi
túlka þetta sem svo að rannsókn-
in sýni að evran hefði engu breytt
hér á landi.
„Það er ekkert útilokað að
efnahagsaðstæður í aðdraganda
kreppunnar hefðu verið allt öðru-
vísi ef landið hefði verið í mynt-
bandalaginu, þó að það hafi ekki
mælst í rannsókninni,“ segir Þór-
arinn.
Þórarinn kynnti rannsókn þeirra
Þorvarðar á málstofu í Seðla-
bankanum á þriðjudag. Erindið
sitt nefndi hann „Hið fjármála-
lega gjörningaveður 2007-9“ og
gaf því undirtitilinn „Af hverju
fauk Ísland um koll en önnur lönd
sluppu betur?“
Meginniðurstaða rannsóknar-
innar, hvað Ísland varðar, ætti að
sögn Þórarins varla að koma mörg-
um á óvart: „Þar skipti mestu að
hér var mjög skuldsettur einka-
geiri og mjög stórt bankakerfi
ásamt ójafnvægi í aðdraganda
kreppunnar sem birtist til dæmis í
Evran hefði litlu
breytt í hruninu
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands leitar skýringa á því af hverju Ísland
fauk um koll en önnur lönd sluppu betur í hinu fjármálalega gjörningaveðri
2007-2009. Segir gengissveigjanleikann hafa reynst Íslandi tvíeggjað vopn.
■ Efnahagsaðstæður í aðdraganda alþjóðlegu fjármálakreppunnar skiptu
miklu máli um hversu illa lönd fóru út úr kreppunni. Lönd með traustan
og sjálfbæran efnahag og sveigjanlegan hagstjórnarramma virðast hafa
átt auðveldara með að takast á við kreppuna.
■ Meginástæður þess að kreppan varð harkalegri hér á Íslandi og að hér
varð kerfislæg banka- og gjaldeyriskreppa voru annars vegar mjög gíraður
einkageiri og óvenju stórt bankakerfi, hins vegar mikið efnahagslegt ójafn-
vægi eins og það birtist í verðbólgu og viðskiptahalla.
■ Lönd sem höfðu hlutfallslega stórt bankakerfi og náin tengsl við alþjóð-
lega fjármálakerfið höfðu tilhneigingu til að lenda í dýpri og langvinnari
samdrætti og voru jafnframt líklegri til að lenda í alvarlegri banka- eða
gjaldeyriskreppu.
■ Meiri gengissveigjanleiki virðist hafa farið saman við minni og styttri efna-
hagssamdrátt, en meiri gengissveigjanleiki virðist einnig hafa farið saman
við meiri líkur á gjaldeyris- eða tvíburakreppu.
Nokkrar helstu niðurstöður
FUNDUR Í IÐNÓ Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt reglulega blaðamannafundi í Iðnó skömmu eftir hrunið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
hárri verðbólgu og miklum við-
skiptahalla.“
Þetta rímar vel við það, sem
almennt hefur verið talið, en tíð-
indin eru þó þau að rannsókn Þór-
arins og Þorvarðar staðfestir það
sem margir höfðu haft á tilfinn-
ingunni.
„Það er nú einu sinni okkar starf
að koma með einhverja vísinda-
lega staðfestingu eða afsönnun á
þessu, og nú er sem sagt kominn
rannsóknarlegur stuðningur við
þessar fullyrðingar.“
Þórarinn segir annað hafa komið
á óvart í niðurstöðum rannsókn-
arinnar, en það er hversu tvíbent
áhrif hinn margrómaði gengis-
sveigjanleiki hefur.
„Í þeim löndum, þar sem gengis-
sveigjanleikinn er meiri varð
kreppan almennt bæði minni og
styttri en annars staðar,“ segir
Þórarinn, „en á móti eru líkurnar á
því að fara í banka- og gjaldeyris-
kreppu meiri eftir því sem gengis-
sveigjanleikinn er meiri.“
Þórarinn mun kynna þessa rann-
sókn frekar á ráðstefnu sem hald-
in verður í Seðlabanka Slóvakíu
snemma í næsta mánuði, þar sem
fjallað verður um evrusvæðið og
fjármálakreppuna.
gudsteinn@frettabladid.is
ÞÓRARINN G.
PÉTURSSON
LÖGREGLUMÁL Ekkert erindi hefur
borist embætti ríkislögreglustjóra
varðandi ásakanir þess efnis að
skráningum brotamála hjá lög-
reglu sé breytt þannig að þær gefi
ranga tölfræðilega mynd af eðli og
tíðni brota.
Þetta segir Guðmundur Guðjóns-
son yfirlögregluþjónn hjá embætti
ríkislögreglustjóra.
Snorri Magnússon formaður
Landssambands lögreglumanna
hefur greint frá því að lögreglu-
menn gagnrýni breytingar á
skráningum mála þannig að þau
falli ekki undir þann brotaflokk
sem þau ættu að teljast til. Þannig
sé innbrot ekki innbrot nema að
einhverju sé stolið. Ella sé það
skráð sem eignaspjöll. Umferðar-
slys sé umferðarslys þurfi að kalla
til sjúkrabíl, en árekstur meiðist
einhver lítillega og leiti sér sjálf-
ur hjálpar. Þá geti líkamsárás
orðið aðstoð við borgarann finnist
fórnarlamb liggjandi í blóði sínu
en gerandinn sé á bak og burt.
„Þetta skekkir tölfræðina og þá
þróun í fjölda afbrota sem á sér
stað,“ segir Snorri. „Með öðrum
orðum, þetta sýnir betri árangur
en á sér raunverulega stað.“
Stefán Eiríksson lögreglustjóri á
höfuðborgarsvæðinu hefur brugð-
ist við.
„Ég hef beðið dómsmálaráðu-
neytið að rannsaka þessar ásak-
anir sem eru grafalvarlegar og
algjörlega úr lausu lofti gripnar,“
segir hann.
Að sögn Guðmundar hefur rík-
islögreglustjóri gefið út reglur og
leiðbeiningar um skráningu mála
í lögreglukerfinu, meðal annars í
þeim tilgangi að afbrotatölfræð-
in sé rétt og samræmd. Embættið
gengur út frá því að lögreglustjór-
ar vinni samkvæmt þeim. -jss
Formaður Landssambands lögreglumanna gagnrýnir breytingar á skráningum mála:
Engin kvörtun borist ríkislögreglustjóra
ÞORVARÐUR TJÖRVI
ÓLAFSSON
GUÐMUNDUR
GUÐJÓNSSON
SNORRI
MAGNÚSSON
VEISTU SVARIÐ?