Fréttablaðið - 26.08.2010, Side 10

Fréttablaðið - 26.08.2010, Side 10
10 26. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR 40% AFSLÁTTUR af öllum útileguvörum í Garðabæ og Smáralind SÍÐUSTU DAGAR! BANDARÍKIN Íraski blaðamaðurinn Muntadhar al-Zeidi varð heims- þekktur í nokkra daga eftir að hann henti skóm sínum að George W. Bush Bandaríkjaforseta á blaða- mannafundi í Bagdad í desember árið 2008. Lítið hefur síðan heyrst frá al- Zeidi, en ýmsir hafa þó farið að dæmi hans og hent skóm í óvin- sæla þjóðarleiðtoga og lífverði þeirra. Þannig hafa forsætisráðherrar Kína og Tyrklands orði fyrir skó- kasti. Sama hefur yfirdómari við hæstarétt Ísraels mátt þola, sem og framkvæmdastjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og úkraínskur stjórnmálamaður sem vill að land sitt gangi í NATO. Nú síðast varð Asif Ali Zardari, forseti Pakistans, fyrir þessu fyrir nokkrum vikum. Durgham, bróðir al-Zeidis, segir bróður sinn hafa látið stjórnast af augnablikinu. „Hann hélt aldrei að neinn myndi herma eftir honum, en hann styður það svo fremi sem þessu er eingöngu beint gegn harð- stjórum.“ - gb Ný mótmælatíska hefur breiðst út um heiminn: Færist í aukana að skóm sé kastað í ráðamenn FORSETI GANTAST Luiz Inacio Lula da Silva Brasilíuforseti þóttist ætla að kasta skó í blaðamenn einhvern tímann á síðasta ári. NORDICPHOTOS/AFP GRJÓTI GRÝTT Ýmis konar aflraunir eru hluti af glímumóti sem fram fór um helgina í Sviss. Þessi glímumaður spreytti sig á að henda 83,5 kílóa steini. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan biður ökumenn að hafa í huga að framhalds- og grunnskólar á höfuð- borgarsvæðinu eru teknir til starfa að loknum sumarleyfum og því megi búast við að umferð þyngist á álagstímum. Í tilkynningu biður lög- reglan ökumenn um að gera ráð fyrir að ferða- tími til og frá vinnu kunni að aukast nokkuð frá því sem verið hefur. „Síðustu ár hefur slysum í umferð fjölgað í lok ágúst og í september með aukinni umferð,“ segir í tilkynningunni. Ökumenn eru af þessu tilefni hvattir til að sýna sérstaka aðgát. „Bent er á að flest umferðarslys verða við aftaná- keyrslu og því mikilvægt að gæta að því að gott bil sé milli ökutækja.“ Þá segir að lögreglan muni á næstunni kapp- kosta að vera sýnileg á helstu umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins og grípa inn í og aðstoða þar sem þess er þörf. Hún mun og vera við grunnskóla í umdæminu til að minna ökumenn á aðgæslu enda margir vegfarendur að stíga þar sín fyrstu spor í umferðinni. Enn fremur segir að lögreglan hafi fengið ábendingar um hraðakstur við nokkra grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu og mun hún af þeim sökum vera þar með ómerkta bifreið við hraðamælingar, auk hins sýnilega eftirlits. „Þeir ökumenn sem aka of hratt miðað við aðstæður mega búast við sektum.“ Lögreglan verður með hert umferðareftirlit þar sem skólarnir eru að hefjast á ný: Aukið eftirlit við grunnskóla í borginni EFTIRLIT Lögreglan verður með aukið eftirlit við grunn- og framhaldsskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI AKUREYRI Framkvæmdir við upp- setningu nýrrar barnalyftu í Hlíðarfjalli eru hafnar en jarð- vegsframkvæmdir hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Kristinn H. Svanbergsson, deildarstjóri íþróttadeildar hjá Akureyrarbæ, segir í samtali við fréttamiðil- inn Vikudag að stefnt sé að því að taka lyftuna í notkun í vetur. Óvíst sé hins vegar með aðrar framkvæmdir fyrir veturinn. Samkvæmt Vikudegi var stefnt að því að reisa sumarhús eða heilsárshús til viðbótar við skíða- hótel og þá eru uppi hugmyndir um uppbyggingu á verslunar- og þjónustusvæði við Hlíðarenda. - kg Fjölga lyftum í Hlíðarfjalli: Vinna hafin við nýja barnalyftu Í LYFTUNNI Oft er glatt á hjalla hjá ung- viðinu í Hlíðarfjalli. BANDARÍKIN Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af því að banda- rískir hryðjuverkamenn skaði ímynd Bandaríkjanna út á við og torveldi þeim að eiga samskipti við önnur ríki, þar á meðal sam- skipti sem teljast á mörkum þess sem lög leyfa. Þetta kemur fram í leyniskjali, dagsettu 5. febrúar á þessu ári, sem birt var á vefsíðunni Wiki- leaks í gær. Um er að ræða þriggja blaðsíðna minnisblað frá „rauðu sellunni“ svonefndu, sem er deild innan bandarísku leyni- þjónustunnar CIA. Þessari deild var komið á laggirnar í kjölfar árásanna 11. september og var henni fengið það hlutverk að hugsa eftir óhefðbundnum leið- um og leita eftir óhefðbundnum lausnum í öryggismálum banda- rísku þjóðarinnar. „Öfugt við það, sem almennt er talið, er útflutningur Bandaríkj- anna á hryðjuverkastarfsemi eða hryðjuverkamönnum ekki nýlegt fyrirbæri, né heldur hefur slíkt eingöngu verið tengt íslömsk- um róttæklingum eða fólki sem á ættir að rekja til Mið-Austur- landa, Afríku eða Suður-Asíu,“ segir í skjalinu. Bent er á dæmi um bandaríska ríkisborgara, sem staðið hafa að hryðjuverkum í Pakistan, Ind- landi, Ísrael og Norður-Írlandi. „Ef litið er á Bandaríkin sem uppsprettu hryðjuverkastarf- semi, þá geta erlendir samstarfs- aðilar orðið tregari til að vinna með Bandaríkjunum að verkefn- um utan dóms og laga, svo sem handtöku, flutningi á og yfir- heyrslum yfir grunuðum ein- staklingum í þriðja landi,“ segir í skjalinu. Birting skjalsins þykir vand- ræðaleg fyrir bandarísk stjórn- völd, ekki síst leyniþjónustuna CIA. Bandarísk stjórnvöld hafa átt í deilum við aðstandendur vefsíð- unnar Wikileaks, meðal annars vegna birtingar á síðunni í sumar á tugum þúsunda skjala um starf- semi Bandaríkjahers í Afganist- an, þar sem staðfest er að hern- aður Bandaríkjanna þar í landi hefur kostað fjölda almennra borgara lífið. Bandaríkin hafa þrýst á Wiki- leaks um að birta ekki fleiri skjöl af þessu tagi, en Wikileaks hefur boðað birtingu fimmtán þúsund skjala frá Bandaríkjaher í Afgan- istan til viðbótar því sem komið er. gudsteinn@frettabladid.is Leynilegt minnisblað frá CIA birt á vef Wikileaks Vefsíðan Wikileaks hefur birt nýtt leyniskjal sem sýnir áhyggjur bandarískra stjórnvalda af eigin ímynd. Rifjuð er upp saga bandarískra hryðjuverkamanna og þau sögð geta torveldað samskipti við önnur ríki. Í HÖFUÐSTÖÐVUM CIA Barack Obama Bandaríkjaforseti ásamt Leon Panetta fram- kvæmdastjóra og Stephen Kappas aðstoðarframkvæmdastjóra leyniþjónustunnar CIA. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.